Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 GJAFIR. Hvilíkt veður í niorgunsárið á laugardaginn fyrir Hvítasunnu. HeiS- rikja, logn og Jilýja. Það verður ekki amalegt að tjalda í nótt á Stapa, hugsuðu þeir, sem ætluðu með „Lax- foss“ vestur yfir flóann um kvöldtð. —- En skjótt bregður veðri og svo var að þessu sinni. Um miðjan dag var komið dumbungsveður og talsverður kaltli á suð-austan, einmitt versta átt- in til að lenda á Stapa. En hvað um það, kl. 7 um kvöldið hjelt „Laxfoss" út úr höfninni með (50 Reykvíkinga innan borðs, er lengi höfðu þráð að reyna skiðin sín á hjarnbreiðum Snæfellsjökuls og kynn- ast af eigin raun hinu hrikalega lands lagi kringum Stapa og Lóndranga. ’ Vindurinn og rigningin jókst eftir að komið var út fyrir eyjar og alt benti til þess, að skaparinn ætlaði ekki að reynast raungóður að þessu sinni. ,,Laxfoss“ tók dýfur og veltist ónotalega, en þrátt fyrir það urðu sárafáir sjóveikir, það var eins og þessir ferðalangar hefðu alist upp við sjóvolk og skútuslark. Þegar vestur undir Stapa kom, gekk hann af áttinni, sneri sjer í vestur og lægði um leið. Nokkur ylgja var i sjóinn á höfninni á Stapa, en eigi siður gekk sæmilega að komast í tand. Jörðin var rennblaut og enn rigndi. Gat nokur lálið sjer detta í hug að tjalda? Jú, fjögur tjöld komu upp — allir aðrir sváfu í samkomuhúsinu og öðru húsi til. Hvítasunnudagur heilsaði vægast sagl mjög ónotalega, — suðvestan hvassviðri og skúrir. Upp úr hádegi birti til og var ekki annað sýnilegt, en guö’ og lukkan myndi nú ætla að laka tillit til óska ferðafólksins, sem beið með óþreyju eftir að geta lagt á jökulinn. — Skýþyknin greiddust i sundur og ferðalangarnir urðu ljett- ir í huga. Þeir týgjuðu sig og gengu hröðum skrefum upp með Stapafelli, en á undan þeim fóru hestar klyfj- aðir skiðum og öðrum farangri. Feiknamiklir snjóskaflar teygðu sig niður úr rótum jökulsins og var þar ágætt skíðafæri, en ofan til á honurn var hörð skel og var því ekki unt að renna sjer þar. — Skýjaflókar huldu kórónu jökulsins, en hið neðra var sólskin og heiðríkja. Við blasti Breiða víkin og Staðarsveitin, einhverjar vin- hýrustu og grösugustu sveitir lands- ins. Staðarsveitarfjöllin teygðu sig tigin og svipmikil í suðurátt en yst í austri risu Helgrindur kaldar og hvítar. Við fangi var úthafið og bár- ur þess stigu og linigu og hvítfextu endrum og sinnum. í þessu umhverfi undi skíðafólkið sjer hið besta og ])egar það þaut niður brekkurnar, eins og fugl flýgi, var það kvikmynd- Framh. á bls. 15. Anægjulegt er það, þegar einhverj- ir landsmenn eru svo fjáðir, vitrir og góðgjarnir, að geta látið fje af hendi rakna til heilla alþjóðar. Og sífelt eru einhverjir að gefa, en aðrir að þiggja. Vöggugjafir náttúrunnar eru marg- vislegar. Einum rjettir móðir nátt- úra góðvild og fórnfýsi, öðrum list- gáfu og speki, sumum hyggindi, sem í hag koma, forsjálni, frani- kvæmdaþrek, hugrekki, hjartagæsku, umburðarlyndi og elskusemi. Mætti svo lengi telja. Misjafnlega er með vöggugjafii- þessar farið. Ýmsir gæta þeirra vel, og margir nota þær eins og ber, en aðrir hafa ekki aðstæður til þess. Yfirleitt eru mennirnir fjelagslynd- ir. Eins og kunnugt er lifa þeir ýmist einlífi eða samlífi. Menn kannast við forna sannleik- ann, Það er ekki gott, að maðurinn sje einsamall, og menn hafa fest sjer konur og gera það enn, sumir til viku, mánaðar, missiris eða árs, sem örlögin ákveða, að einstakling- urinn lifi á jörðinni. Anna Sigríður Adólfsdóttir Hjón þau, sem hjer verða nefnd, kusu í upphafi eldra siðinn. En þau eru, frú Anna Sigriður Adólfs- dóttir og Jón Pálsson, fyrverandi fjehirðir Landsbankans. Hafa þau verið saman í hjónabandi síðan 1905. Öll þau ár hefir húsfreyjan verið ljósgjafi heimilis síns, unnið innan húss, þolað, fórnað og geislað frá sjer ástúð og elskusemi. Húsfaðirinn hefir verið listelskur, hagsýnn atorkumaður, fjölhæfur, ráðhollur og hjartagóður. Þetta litla ríki í rikinu, heimili þeirra, hla'ut að verða blómlegt, sjálfstætt og að- laðandi, enda varð svo í reynd. Vegna góðra gáfna og mikilla mann- kosta hefir Jón Pálsson gegnt fjöl- breytilegum trúnaðarstörfum í þjóð- fjelagi voru. Kemur hann á öllum þroskaferli sínum við sögu lands- manna. En þótt hann hefði aldrei unnið sjer annað til lofs, en að ganga „Silungapollsbörnunum" í föður stað, fyrir hönd Oddfjelaga, um undanfarin ár, þá væri það eitt nóg til l)ess að minning hans geymd- ist Versta tegund svefnleysis lýsir sjer einmitt í því að geta ekki einu sinni söfið þegar maður á að fara á fætur á morgnana. Á seinustu árum hafa margir skyldir ektamakar tekið sanian afl- ur vegna þess að þeir hafa lært að þekkja hver annan. Ef til vill væri nú meiri ástæða til að halda að það væri einmitt þessvegna, sem þeir höfðu skilið. Jóns og konu lians hefir áður ver- ið getið í blöðum vorum og tíma- ritum. Margir kannast við góðgirni þessara hjóna, gjafmildi þeirra og hjálpfýsi. Jón Pálsson tekur sj?r nærri óreiðu og öfugstreymi þjóð- lífs vors, alt, sem miður fer. Og hann hefir sterka löngun til þess að bæta úr vöntun og vandræðum. Hef- ir hann unnið að margskonar um- bótum og lagt þörfum nýjungum lið sitt. Hann tók um tíma mjög virkan þált i málum Góðtemplarareglunnar. Og enn á ný hefir hann sýnt góð- vilja sinn i verki, umbótalöngun og stórhug, þegar hann og kona hans. frú Anna Sigríður Adólfsdóttir, gáfu 20.000 krónur til drykkjumanna- hælis, fyrir skemstu. Þjóðin öll ætti að vera þakklát, liverjum þeim þegni, sem er svo hamingjusamur að geta rjett henni hjálparhönd. Óskandi væri, að marg- ir gætu fetað í fótspor þessara merku hjóna og gefið stórfje til þess að reisa uppeldisstofnanir. Yrði það títt, þyrftu nefndir vorar, sem Jón Pálsson um margskonar vandræða börn eiga að sjá, — sjaldnar að slanda ráð- þrota gagnvart neyð og hörmung heimila og barna, vanrækslu, fátækt, óþrifnaði, óreiðu og kröm. Myndi þá betra verða uppeldi andlegt og lik- amlegt, en það nú er. Vjer, sem þekkjum dálítið til þessara barna, unglinga og fullorðinna manna, liöf- um óskað og óskum enn, að til væru margskonar liæli, heimili eða veru- staðir, handa olnbogabörnum þjóð- arinnar, yngri og eldri, þar sem að- búð væri ákjósanleg og verkefni nóg. En vandhittar eru óskastundir. Oss vantar svo tilfinnanlega heim- kýnni fyrir afvegaleidda fólkið, börn, unglinga, vaxna menn og upp- komnar konur. Hverjir hafa mátt og vilja til þess að leggja fje eða gefa fje til uppeldisstofnana og umbóta- verustaða? Drenglyndir stórefnamenn. Sveit- arfjelögum, forustumönnum kaup- túna og stjórnendum ríkis vors verð ur ofvaxið að koma upp öllum þeim umbótahælum, sem þjóðin nauðsyn- lega þarfnast nú þegar. Ekki skal það lastað, að liugsa um málefnin og skrifa, það er sjálfsagt upphaf en framkvæmdir þurfa bráð- lega að fylgja. Sá sem gefur, leggur fje á vöxtu. Sjerhvert góðverk hefir umbunina i sjer fólgna. Heill sje geföndum þeim, er nú hafa lagt af mörkum drjúgan skerf Lil lyrirhugaðs hælis. Vonandi verður Alþingi fært að fullkomna það, sem hjer er hafið. Hallgrímur Jónsson. Gullbrúðkaup eiga 8. júní Guðmuudur Jónsson Ottesen frá Ing- unnarstöðum í Brynjudal og Ása Þorkelsdóttir frá Þyrli á Hval- fjarðarströnd. Nú búandi á Miðfelli í Þingvallasveit.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.