Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 7

Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 7
F Á L K I N N / SOLDANINN AF JAHORE trúlofaðist fyrir skömmu ensku gam- anvísnasöngkonunni Lydia Hill, en þau hafa orðið að fresta brúðkaup- inu vegna þess að stjórnin í Jaliore vill ekki samþykkja ráðahaginn, Hjer sjást þau hjónaleysin, sem um þess- ar mundir dvelja í St. Moritz. A FLOTTA. Um 400,000 spánskir flóttamenn lcomu til Frakklands eftir að Barce- lona gafst upp fyrir hersveitum Francos. Hjer sjest særður spánskur hermaður, sem verið er að hjálpa yfir frönsku landamærin við Perl- hus. — Enskir bændur eiga örðugt upp- dráttar og þykjast ekki fá nóg fyrir afurðir sínar. — Nýlega fóru þeir kröfugöngu til London og töluðu við stjórnina. Hjer sjest einn þátt- takandinn — með kornvisk og spjald ineð áletruninni: „Landbúnaðurinn krefst rjettlætis.“ uti, hinnar frönsku hafnarborgar við Rauðahaf, hefir þrásinnis fregn- ast, að ítalir væri farnir að draga saman her í Somalilandi til þess að vera við öllu búnir. Hjer sjást lier- menn úr hinum ítalska her í Somali- landi ■ '........................................- DEANNE DURBIN. Þessarar ungu ameríkönsku söng- leikkonu er oftar getið um þessar mundir en flestra annara. Nú kvað hún eiga að leika stórhlutverk á móti Charles Boyer, í mynd sem heitir „Fyrsta ástin“. KONA JÁRNBRAUTARSTJÓRI. Þessi kona heitir Z. Troitskaya. Hún var fyrsta konan í Rússlandi, sem stýrði eimreið og nú liefir lnin verið skipuð forstjóri rafmagns- hrautarinnar í Moskva. VEGVÍSARI Á HEIMSSÝNINGUNNI. Fyrstu götunöfnin eru nú komin á lieimssýningarsvæðinu i New York. Hjer á myndinni er sýnt götunafnið „Hjólastræti“, sem vitanlega er á samgöngumálasýningunni. FRANK CAPRA, hinn kunni kvikmyndastjóri, liefir nýlega fengið heiðursskjal film- akademísins i Hollywood l'yrir myndina „Þú getur ekki tekið það ineð þjer“. Þetta er í þriðja skiftið, sem Frank Capra fær verðlaunin fyrir bestu mynd ársins. SÆLJÓNIÐ ROLAND III. í dýragarðinum í Berlín, sjest hjer vera að jeta miðdegisverðinn sinn. Það er ekki smáræði, sem þarf til að metta þennan dolpung, enda veg- ur hann 1600 kíló. FOSTUINNGANGSÆRSLIN. Til undirbúnings föstuinngangs- ærslunum gerðu Wienarhúar eftir- líkingu af járnriddaranum á ráðhús- turni borgarinnar og settu hana upp á Adolf Hitlerstorgi í Wien, þar sem hún varð miðdepill föstuinngangs- ærslanna. Heilar sveitir franskra hermanna hafa haft nóg að gera, að laka við vopnunum af liinum spönsku stjórn- arhermönnum, sem flýðu inn í landið, því að vitanlega voru þeir afvopnaðir jafnóðuin og þeir komu yfir landamærin. Hjer sjást tvær spánskar vjelbyssur. Það hefir verið hljótt um Harold Lloyd núna all lengi, en ástæð- an er sú, að liann liefir verið að „sækja í sig veðrið“ undir nýja kvik- mynd. Hjer sjest hann með tyrknesk- an fez á hausnum, enda er liann orð- inn feitur eins og Tyrki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.