Fálkinn


Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.06.1939, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Oscar Clausen: Frá liðnum dögum XIV. Skrýmslið í Þistilfirði. MUSSOLINÍ hefir ekki gleymt fæðingarstað sínum og bernskuheimili. Það eru til óteljandi sagnir af því, að menn hafi sjeð skrýmsli úr sjo og jafnvel áþreifanlega komist í kast við þau og gjörast slíkir viðburðir enn á okkar timuni. Jeg hefi haft tal af tveim mönn- um, sem um vetur voru á ferð undir Búlan dshöfða á Snæfellsnesi. Það var um kvöld í biæjalogni og tungls- ljósi, að þeir voru að klöngrast yfir klökugt og sleipt stórgrýtið í flæð- armálinu, og fyrir ofan þá var svo að segja, lóðrjettur hamraveggurinn klakastorkinn og hrunaður. Alt i einu kom annar þessara manna auga á hvílt dýr, sem var á hreif- ingu upp undir berginu. Það var á stærð við kind og skrölti í þvi og skrjáfaði, þegar það færðist úr stað. Þeir slógu óðar föstu, að þarna væri um skrýmsli úr sjónum að ræða, og það greip þá svo mikill ótti, að þeir hröðuðu sjer alt hvað verða matti til næsta bæjar og þóttust eig'a fótum sínum fjör að launa. — Þeg- ar svo var farið að gá að, var þetta ekki annað en kind frá bænum, sem hafði farið í fjöruna og ekki komið til húsa, og var nú orðin klembruð, því að talvert frost hafði verið á nóttum, þó að veður væri stilt. — Það var líka fyrir nokkrum árum, að maður var einn á ferð undir Ól- afsvíkurenni, á dimri haustnólt. Hann sagði frá því og ætlaðist til að aðrir tryðu því, að sjóskrýmsli hefði ráðist á sig þegar hann var staddur undan Rauðusteinum og tek- ið sig fangbrögðum, og sýndi kápu sína rifna, þessu til sannindamerkis. — Lýsing hans á dýrinu var ekkert ólík ])ví, að þarna hefði verið um sel að ræða, sem liefði risið upp og sest á afturhreifana sjer til varnar. Margar slíkar og hliðstæðar sagn- ir eru til úr flestum bygðarlögum, bæði af Ströndum, úr Breiðafjarðar- eyjum og af Austfjörðum, en ein slík frásögn er til norðan úr Þistil- firði og er lýsing skrýmslisins svo nákvæm þar og áverkinn, sem það gjörði manninum, sem lenti i kasti við það svo greinilegur, að varla verður sagt, að sagan geti verið upp- spuni með öllu, þó að skelfdur hug- ur geti hinsvegar oft sjeð ofsjónir og ímyndað sjer þá ótrúlegustu hluti. — Það var á þorranum 1868, að ung- lingspiltur stóð yfir fje frá Ytra- Álandi i Þistilfirði. Hann var ekki lengra en 800 stikur að heiman frá hænum og álika langt frá sjó. Það var komið nálægt dagsetri, heiðríkt veður og stjörnubjart þegar hann fór að hóa saman fjenu til þess að reka það heim, en i því sá hann skepnu koma frá sjónum og stefna til sín. Það kom lítið eitt á hann í fyrstu, en svo datt honum í hug, að þetta væri máske kind frá öðrum hæ og dokaði því við, þangað til þetta kvikindi var ekki lengra frá honum, en svo sem 1 Yz stiku. Pilturinn lýsti þessu dýri þannig, að það væri dálítið hærra en sauð- kind og nokkuð lengra og dígrara, en svo sýndist það lágfætt, að varla sást undir kviðinn. Það var grátt að lit, hárlaust, hálsinn enginn og haus eða trjóna beint fram úr skrokknum, með svo stórum kjafti, sem það hafði opin og voru augun í því stærri en í nokkurri kú. ■— Það var nú ekki svo undarlegt, þó að pilturinn yrði skelkaður þegar hann sá þessa ægilegu ófreskju, þar sem hann líka hafði ekkert sjer til varnar, nema lítið viðarknippi sam- anbundið, sem hann var með í hendinni. — Honum varð því fyrst fyrir, að siga fjárhundi sínum á það, en seppa leist ekki betur á en svo, að hann varð smeikur, lagði niður rófu sína og hljóp heim. Þá fleygði hann viðarvendinum á kjaft- inn á kvlkindinu og hljóp svo und- an því í einlægum krókum og hlykkj- um til þess að reyna að komast aft- ur fyrir það, því að það var á milli hans og kindanna. Þetta tókst hon- um því að dýrið var seint á sjer og þungt í vöfum, en hann hljóp líka alt hvað hann gat, þó að hann stefndi ekki beint heim til bæjar, þvi að enn var hann ekki orðinn neitt ofsahræddur. — Hann ætlaði sem sje að ná fjenu með sjer heim og hljóp því fyrir það, en dýrið veitti honum eftir- för og þegar hann hafði hlaupið eins og 100 stikur, náði dýrið með kjaftinum, utan í annað lærið á honum, en þó ekki dýpra en í ystu buxurnar. Þá rykti hann svo í, að buxurnar rifnuðu og kjafturinn slapp af. Síðan tók hann aftur til fótanna og stefndi beint heim, þvi að nú leist honum ekki á hlikuna, en þegar hann var kominn álíka langt og i fyrra skíftið, náði dýrið honum í annað sinn og beit hann aftur utan í lærið, og þá náði það að bita gegnum tvennar nærbuxur og rispa skinnið svo blóð lak úr, líkt og þar hefði hann verið rifinn með hákarlsskrápi. — Þarna sat hann nú fastur í kjaft- inum á dýrinu og hvernig sem hann rykti i, gat hann ekki losað sig. Þá tók hann það til bragðs, að berja það með hnefanum i liausinn og los- aði það þá kjafttak sitt af iærinu, en þá náði það aftur utan á hand- arjaðarinn á vetlingi hans, svo að enn var hann fastur. Hann barði það þá e'nn nokkur högg með hinni liendinni þangað til það slepti tak- inu. Svo hljóp hann alt hvað af tók, út í þýfi, sem var fyrir utan túnið og dró þá í sundur með honum og dýrinu, en áður hafði eltingarleikur þessi verið á sljettri mýri. — Hann íeit svo ekki til baka fyr en hann var kominn heim í túnið á Álandi, en þá var dýrið horfið og kom hann sjer þá sem fljótast inn í hæ. Þegar svo var farið að athuga piltinn, var hann svo illa útleikinn, að buxur hans voru rifnar „upp i hald og ofan i fald“ og tvennar nær- buxur hans tugðar og rifnar utan- lærs upp á lærhnútu og ofan fyrir hnje“, en úr vetlingum hans tvenn- um, sem hann hafði hverja utan yfir öðrum, var bitið stykki, eins og skorið væri, og á handarjaðrinum var hann særður líkt og á lærinu. — A Álandi voru kjarkgóðir karlar og engar skræfur. Þeir lögðu þegar fjórir á stað að leita að skrýmsli þessu og voru hvergi smeikir, en fundu það því miður ekki, enda var þá farið að dimma mikið. Þeir fóru samt niður að sjó og svipuðust að dýri þessu þar, því að þeim var öllum mikið áhugamál, ef takast mætti að fanga svo einkennilega skepnu. — Þegar birti morguninn eftir var gáð að, hvort för sæust ekki í snjón- um eftir dýrið, en snjór var þá i skóvarp, en þau voru hvergi sjáan- leg. Það sáust ekki nema för piltsins, þar sem hann hafði hlaupið og traðk þar sem hann sagði að dýrið hefði náð sjer. — Pilturinn var einn til frásagna um dýr þetta og viðureign sína við það, en honum var trúað, bæði vegna þess, að liann var vandaður og svo vegna áverkans, sem hann sýndi og hversu hann var illa útleikinn að öðru leyti1). *) Sbr. Norðanfari VII. 7.—8. Sól yfir Romagna! Lágir, grýttir ásar, hveitiakrar hingað og þangað, — nokkrar kindur, kýr og geitur á víð og dreif um akrana. í fjarska sjást gamlar borgarrústir og lengst við sjóndeildarhring mjóir turnar; smálækir renna utan við veginn og hverfa. Romagna hefir altaf veri'ð arin uppreisnanna, heimkynni stórskálda, stjórnmáíamánna og hermanna. Hún er sá hluti Ítalíu, sem best hefir haldið við sambandinu við gömlu Róm. fbúarnir blönduðust aldrei lýð- um þeini, sem óðu ])ar yfir við enda- lok rómverska keisaradæmisins. Karlmennirnir í Romagna eru sterk- lega bygðir, hecðabreiðir og hraustir, konurnar beinvaxnar og nokkuð miklar um mjaðmir. Fólkið, sem hef- ir harðnað við erfiði og baráttu, er ástríðuríkt og ákveðið að skapgerð. Anarkistar, ofstækismenn og frels- isfrömuðir eru fæddir í hinum ö- frjóu hjeruðum Romagna. Og það er þar, í smáþorpinu Predappio í i grend við bæinn Dovia að Musso- lini fæddist. Ef II Duce hefði ekki fyrir til- viljun litið dagsins ljós i þessu fátæka, litla Romagna hreiðri, sem aðeins fáir menn, verkamenn og handverksmenn byggja, þá hefði Predappio verið heiminum óþektur staður enn í dag. Um mikið samband við umheim- inn er ekki að tala. íbúarnir stara enn í dag með forvitni á bifreið, sem kemur akandi. Smáþorpið er bygt á grýttum jarðvegi. Efst uppi á smáhæð liggur gráa, hrörlega stein- húsið, þar sem járnsmiður þorps- ins.Alessandro Mussolini bjó á sín- um tíma, og þar sem elsti sonur hans fæddist. Með luktum gluggahlerum, án alls ])ess, er prýða má eitt hús, stendur grái kofinn upp á hæðinni. Smiður- inn átti aldrei steinkassann heldur leigði hann, og átti stundum fult í fangi með að borga leiguna, sem voru nokkrar lírur á mánuði. En húsið, sem var alt annað en út- gengilegt til íveru, var leigt mjög ódýrt. Við höfum varla stigið út úr bíln- um fyr en gráhærður, fullorðinn maðhr með gleraugu kemur í aug- sýn bak við húsið. — Jeg heiti Archimede Romualdo. Það er jeg sem hefi umsjón með Casa Mussolini, segir maðurinn og bendir um leið á hið sögulega hús. Steintröppurnar hjerna eru nýjar. Systir II IJuce ljet gera við húsið fyrir nokkrum árum og þá voru tröppurnar steyptar. Þegar II Duce var hjer seinast í heimsókn, sagði hann að alt væri cf nýtt, of fínt og fágað — það leit alls ekki út eins og í gamla daga. Og það get jeg tekið undir með honum. Það lítur ekki út eins og |)egar við gamli Mussolini fengum okkur glas saman á kvöldin í gamla daga. Hann snýr lyklinum i skránni, og augnabliki siðar erum við komin inn í húsið, þar sem Mussolini fædd- ist. Of fint, of fágað? Hvernig leit það þá út í gamla daga? Casa Musso- lini er greinilegt öreigahús, eins og fjöldi annara húsa í Ítalíu. í húsinu eru þrjú herbergi. í einu þeirra kendi móðir Mtissolini þorps- börnunum að lesa og skrifa, annað var svefnherbergi foreldranna, en í ])ví þriðja — smáherbergi, sváfu drengirnir Benito og Arnoldo. Þrjú tóm, kuldaleg lierbergi. í svefnher- bergi foreldranna standa tvö járn- rúm, dragkista, spegill og á veggn- um ljeleg olíumynd af Maríu mey. í þessu herbergi fæddist Benito Mussolini, og undir því — í smiðj- unni — átti hann sína bernsku- drauma. í hrörlega, litla eldhúsinu standa könnur, pönnur og skaft- pottar, sem móðir II Duce, Rosa Mussolini, hefir notað við húshaldið, ])egar hún bjó til matinn handa manni sínum og börnum. Alt er mjög fátæklegt. Jeg spyr Archimede um foreldra Mussolini. — Faðir Benilo Mussolini var venjulegur handverksmaður, en tals- vert upplýstur. Hann hafði lært alt af sjálfum sjer. Hann las bækur, roargar bækur, og — Archimede bæt- ir við með hvísli eins og hann vilji segja það í trúnaði — hann var kunnur um alt hjeraðið sem anark- isti. Væri eitlhvert pólitiskt spurs- mál á döfinni, kom þorpsfólkið oft hingað til að heyra hans meiningu. Kona hans aftur á móti sagði ekki mikið. Henni var illa við það að hann væri að skifta sjer af pólitik. — En hvað þá um II Duce? — Hann Benito, hann var mesti ærslabelgur. Hann var altaf í áflog- um. Aðeins í eitt skifti rann hann af hólmi undan strák sem var sterk- ari en hann, en föður hans þótti lít- ið til koma og lumbraði á honum og skammaði hann. Það átti ekki við Alessandro gamla, að sonur hans væri hleyða. Þessi ráðning dugði. Mussolini flýði aldrei eftir þetta. Oft kom hann heim blár og blóð- ugur, alsettur skeinum, en smám saman fór nú svo að allir drengirnir i þorpinu urðu hræddir við hann, og lilýddu lionum í einu og öllu. Við gengum inn í smiðjuna, sem er á neðri hæðinni, þar sem Aless- andro járnsmiður kendi drengnum að blása, smíða skeifur og stara inn í glæðurnar án þess að depla aug- unum. Kirkjugarðurinn, sem liggur skamt frá, er eins og svo margir aðrir italslcir þorpskirkjugarðar, girtur kýprusviði. Áður gaf einn lítill trje- kross til kynna, hvar þau Rosa Maltoni og Alessandro Mussolini, lágu grafin. Fyrir nokkrum árum Ijet 11 Duce byggja stórt grafhýsi yfir jarðnesk- ar leifar foreldra sinna og Mussolini ættina. Það er virðuleg bygging í rómönskum stíl, og efst á henni er steinkross. í hvert skifti sem II Duce kemur til Predappio, fer hann út i kirkju- garð, eftir því sem Archimede segir. Og það líður ekki langt milli heim- sóknanna. Mussolini hefir aldrei gleymt hinum fátæklega fæðingar- stað sínum. Hann stendur lengi við Framh. á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.