Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 8
Síðar kom í Ijós, að bróðir hans hafði orððð honum hlutskarpari í ástamálunum og náð þeim tökum á stúikunni, að hún varð Þórði fráhverf... HAUSTIÐ var komið. Grösin sölnuð. Kulið, myrkrið og ömurleikinn að fær- ast yfir. Dauðinn er á ferð með ljáinn sinn. Skepnurnar verða mest fyrir hon- um. Sláturtíðin er byrjuð. Ása á Sval- barði er í slátri. Hún er að hreinsa vamb- ir, sauma iður og fylla þau með blóð- graut með mörögnum í. Mig ber að garði hjá gömlu konunni og er boðið sæti á stólnum í baðstofunni, eins og vant er. Ása strýkur af höndum sér, tekur af sér strigasvuntuna, sezt á kistilinn við rúmgaflinn og svo förum við að spjalla saman. „Nú er Þórður gamli á Tröðum dáinn,“ segi ég hægt og rólega. „Guð sé með sálu hans. Hann hefur átt góða heim- komu.“ „Hann var góður maður,“ svaraði Ása og viknaði um leið, en sat síðan þegj- andi um stund. Þórður gamli á Tröðum var gamall einsetumaður hinum megin við fjörð- ixm. Hann var stór maður og myndarleg- ur, beinlínis öldurmannlegur, fríður í andliti, ljós í framan með hvítt skegg ofan á bringu. Augu hans höfðu verið ákveðin, róleg og blíð, en nú var ljós þeirra slokknað fyrir rúmum 10 árum. — Þórður hafði verið einhleypur mest- an hluta ævinnar og efnazt vel sakir sparsemi sinnar og nýtni, og svo var hann hagleiksmaður á allt og var sí- vinnandi, þótt blindur væri, og hafði alltaf haft nokkrar tekjur af smíðum sínum. Hann smíðaði meðal annars flesta rokkana, sem spunnið var á í sveit- inni og jafnvel næstu sveitum og bús- áhöld af svo mikilli list, að ekki var betur gert hjá fagmönnum. Þórður gamli átti hálfar Traðirnar og hafði byggt sér þar stofuhús í sam- bandi við bæinn, þannig að innangengt var úr því í baðstofuna. Þar hafðist hann við, en hjá honum var til ánægju drengur, sonur hjónanna á Tröðum, sem gamli maðurinn hafði tekið ást- fóstri við og látið sofa í rúminu fyrir ofan sig, frá því að hann fór að geta staulast. Svo átti Þórður hjall með af- þiljaðri „kommentu", á bakkanimi niður við sjóinn. Þar geymdi hann dót sitt og var þar við smíðar að sumrinu, þegar veður var bærilegt. Litli drengurinn leiddi þá Þórð gamla á hverjum morgni niður túnið í hjall sinn eða smíðahús og var þar hjá honum til skemmtunar meg- inhluta dagsins til kvölds. — Svona leið hver dagurinn eftir annan. Litli drengurinn stækkaði og var nú orðinn myndarlegur unglingur, en Þórður hrörnaði með hverjum degi, svo að nú var hann kominn að fótum fram. „Úr hverju dó Þórður,“ spurði Ása. Ég sagði henni, að ég hefði heyrt, að hann hefði fengið bólu á handlegginn í olnbogastað og svo hefði handleggurinn blánað og kirtlarnir í handarkrikanum bólgnað. Þessu, sem eflaust var blóðeitr- un, hafði fylgt mikil hitasótt og loks hafði dauðinn gripið hann í faðm sinn, þegar hann lá í svefnmóki. „Hann hefur þá fengið hægt andlát. Það verðskuldaði hann,“ sagði Ása og þagði svo um stund. Síðan fór hún að rifja upp fyrir sér endurminningarnar um kynni þeirra Þórðar, en þar tvinn- aðist saga gamla mannsins inn í. Foreldrar Þórðar á Tröðum bjuggu í Tungu og voru alla tíð bláfátæk með fjölda barna. Þórður var elztur drengj- anna, en næstur honum var Jóhannes. Þeir bræðurnir voru afar ólíkir í sjón og reynd, enda ekki samrýmdir. Þeir voru að vísu báðir hinir myndarlegustu menn, en gáfu lítið hvor um annan og mun þar hafa ráðið um atvik, sem nú skal sagt frá. Ásu var Þórður sérstaklega minnis- stæður, þegar hann eitt haustkvöld fyr- ir 58 árum kom til foreldra hennar og baðst gistingar, en þá var hún aðeins 11 ára gömul telpa og Þórður um tví- tugt. Hann var þá útbúinn eins og hann ætlaði í langferð, vel klæddur og vel skóaður, í nýjum vaðmálsfötum með þykka leðurskó á fótunum, og svo var hann með poka í bak og fyrir, og studd- ist við háan broddstaf. Fólkinu heima hjá Ásu þótti eitthvað undarlegt við þetta ferðalag Þórðar í Tungu. Hann var ekki vanur að vera á neinu ferða- flandri eða bæjasnuðri og svo var líka að sjá, að hann væri með föt sín og pjönkur í pokanum. Um kvöldið var Þórður hljóður og mælti varla orð af munni og svo var hann þungbúinn og alvarlegur, að Ása man enn, að það var eins og alvara og þungt skap hans legð- ist yfir allt heimilisfólkið, svo að það fór ósjálfrátt að pískra í hornunum og tala í hálfum hljóðum. — Svo fór Þórð- ur morguninn eftir og trúði þá föður Ásu fyrir því, að hann væri að fara suður á land, alfarinn að heiman og bætti því við, að langt gæti orðið, þang- að til hann sæi aftur æskustöðvar sínar. Síðan fór að kvisast um ástæðuna fyr- ir því, að Þórður hefði horfið svo snögg- lega að heiman, en þeir sem kunnugastir voru, þóttust vita hana með vissu. Á næsta 'bæ við Tungu var ung heimasæta, ljómandi falleg stúlka. Þórður felldi ást- arhug til hennar og þau hvort til ann- ars, en svo hafði hann orðið fyrir sár- um vonbrigðum, því þegar á átti að herða, kom það í ljós, að Jóhannes bróð- ir hans hafði orðið honum hlutskarpari í ástamálunum og náð þeim tökum á stúlkunni, að hún varð Þórði alveg frá- hverf. Þetta féll honum svo þungt, að hann tók þá ákvörðun að hverfa í burtu, en svo voru örlögin hláleg að haga þessu þannig, að Jóhannes naut heldur ekki blómarósar þessarar og var honum sjálfum um kennt, því að hann reyndist henni ekki eins og honum bar skylda til og er sagt, að Þórði hafi gram- izt þetta enn meir og það hafi aukið á raunir hans. Stúlkan giftist síðan þriðja unnusta sínum og undi hag sínum vel, en sárið, sem Þórður fékk í þessum ásta- leik, greri aldrei. Hann sveið undan þeim áverka meðan hann lifði. Þórður staðnæmdist ekki fyrr en suð- ur á Seltjarnarnesi, en þar reyndist hann fyrirmynd annarra ungra manna, svo að allir vildu ná honum í skiprúm og hafa hann í vinnu. Hann vann þar líka baki brotnu, svo að segja nótt og dag í nokkur ár og var engu líkara en hann væri að kæfa raunir sínar í vinnunni. Hann varð brátt efnaður lausamaður og þá greip kona aftur inn í tilveru hans. Hann trúlofaðist og giftist og var hinn hamingjusamasti, en sú sæla stóð ekki nema árið. Þá missti hann konuna af barnsförum og dó barnið líka. Eftir þetta tók Þórð svo sár sorg, að hann undi ekki lengur á Nesinu, en tók sig upp og brá sér vestur í Dali. Þar varð hann „æðsta ráð“ hjá auðugri ekkju, sem nýlega var ÞORÐURATRÖBUM 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.