Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 9
búin að missa mann sinn og tók að sér forstöðu á stóru búi hennar. Það fórst honum svo vel úr hendi, að hagur henn- ar blómgaðist með hverju ári og var Þórður þar ráðsmaður þangað til synir ekkjunnar voru orðnir svo vaxnir, að Þeir gátu tekið við búi móður sinnar. Þórður, sem var orðinn gamall maður, fór nú að leita æskustöðvanna eftir 40 ára útlegð, en margt var þá eins og vænta mátti orðið breytt. Foreldrar hans löngu dáin og enginn ættingja hans í Tungu, þar sem hann hafði alizt upp. Jóhannes bróðir hans var giftur og átti fjölda barna og var örfátækur og heilsu- laus. Þórður kom að Tröðum og fékk þar aðsetur hjá ungum hjónum, sem þar voru nýbyrjuð búskap og keypti hálfa jörðina þeim til styrktar. Hjá þeim hafði hann svo gott atlæti og góða aðhlynn- ingu og þar hændust börnin að honum. Það voru reyndar til öfundartungur, sem sögðu, að allir á Tröðum væru svo góðir við Þórð gamla af því, að þeir þættust vita, að kistillinn hans væri ekki alveg tómur og ef til vill gæti þeim þá á sín- um tíma áskotnazt eitthvað af þeim kringlóttu, sem í honum væru. Vel get- ur eitthvað hafa verið til í þessu, en hvað sem um það var, þá leið gamla manninum vel á Tröðum. Jóhannes á Hrauni bróðir Þórðar var í mesta basli með börn sín. Hann átti eina kú og nokkrar kindur, og eitt haustið tókst svo illa til, að beljunni hlekktist á við burðinn og varð sama og geld, og einmitt um líkt leyti missti Jóhannes helminginn af kindunum sínum í sjóinn. Þær flæddi á skerjunum fyrir framan Hamar. Þeim hafði ekki verið gefið auga og voru ekki reknar frá sjó, þegar að féll, því að húsbóndinn hafði lagt sig í rökkrinu. Vegna þessara vandræða varð Jóhannes að leita hreppsnefndar- innar um styrk til þess að geta eignazt mjólkandi kú, því að hann var mjólk- urlaus með 6 börn sitt á hverju árinu. Hann leitaði samt ekki til Þórðar bróð- ur síns, þó að hann væri á næsta bæ, en svo hélt nefndin fund og bað Þórð á Tröðum að koma þangað til viðtals. Þórður var mesta snyrtimenni og var vanur að vera prúðbúinn þegar hann fór á mannafundi. Hann fór þá í spari- fötin sín, og setti ávallt um leið upp giftingarhring sinn og svona var hann búinn í þetta skipti. Það kom fyrir, þeg- ar samkomur voru í sveitinni og Þórður var þar, að strákar og stelpur voru að hlæja og flissa í kringum hann og skjóta því fram við Þórð gamla, hvort hann væri að fara til kirkjunnar til að gifta sig, en Þórður lét þá alltaf eins og hann heyrði Það ekki. Menn tóku samt eftir því, að honum varð þungt í skapi og eins og angurvær svipur yfir andlitið, þó að jafnvægi hans yrði ekki raskað með neinum smáglettum. Til þess var hann orðinn of velktur og veraldar- vanur. Þegar hreppsnefndarmennirnir voru allir komnir í stofuna á Eyri og búnir að ræskja sig, snýta sér og taka í neflð, hófst fundurinn með því, að oddvitinn skoraði á Þórð á Tröðum að hjálpa Jó- hannesi bróður sínum til þess að eignast kú. Honum væri slíkt skyldast, þar sem hann væri svona nákominn honum og auk þess efnaður maður. Þórður gekk lengi fram og aftur um stofugólfið, en svo sneri hann sér að odd- vitanum og sagði með fastri rödd og ákveðinni: „Ég get ekkert látið af hendi við Jóa bróður. Ég er sjálfur orðinn gamall og hrumur og verð senn hreppsmatur sjálf- ur.“ Síðan gekk hann út og talaði ekki við nokkurn mann, og enginn vogaði sér að yrða á hann, — svo var hann ákveð- inn og brúnaþungur. Hann labbaði svo niður að Tröðum og var að dunda í Framh. á bls. 31. ISLENZK FRASOGN EFTIR OSCAR CLAUSEN FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.