Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 18

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 18
Á GÓLFINU var iðandi kös. Hljóm- sveitin lék fjörugt lag. Þau sem sátu horfðu á danspörin og fylgdu takt- inum með fótunum og höfuShreyf- ingum. Einstaka danspör voru flínk- ari og aðsópsmeiri en önnur, en allir dönsuðu af hjartans list. ViS erum stödd í BreiðfirSingabúð á miðvikudagskvöldi og það er troð- fullt hús, troðfullt lms af ungu og fjörugu fólki, sem er komið hingað til að dansa, fara í leiki, syngja -— og dansa meira. Þetta eru allt fé'Iagar i Hjartaklúbbnum. Við eitt borðið sitja stjórnarmeðiimir og „Fálkinn“ er boðinn velkominn. Svanhildur Karlsdóttir, gjaldkeri stjórnarinnar, segir allt af létta um starfsemina í fjarveru formannsins Magnúsar Jónssonar, sem starfar sem þjónn í Nausti. — Hvernig stóð á því að þið stofnuðu þennan klúbb? — Það var þannig að við vorum nokkrir krakkar, sem alltaf vorum í „Búðinni“ á sunnudögum og miðviku- dögum. En það voru alltaf einhverjir sem komu fullir og eyðilögðu fyrir okk- ur skemmtunina. Svo við tókum það til bragðs að stofna klúbb — í nóvember s.l. Seinna komum við okkur svo í samband við Æskulýðsráð og störfum nú undir umsjá þess og fáum hjá því margvíslega aðstoð. í kvöld byrjuðum við kl. 8 á föndri og voru um 50 krakkar með í því. Kl. 9.30 byrjuðum við svo að dansa og nú er alveg troðfullt, eins og þú sérð. — Hvað eru margir meðlimir? — Um 360 núna. En við urðum að hætta að skrifa inn. Við skrifuðum 60 inn í kvöld. — Og hvað kostar inngangurinn? — 25 krónur og svo er félagsgjald 25 krónur fyrir hálft ár í senn. — Ætliðið að starfa í sumar? — Já, við ætlum að reyna að fá ein- hvern skála, t. d. við fallegt vatn. Við ætlum líka að reyna að fara saman í skíðaferðir. V Og Svanhildur fræðir okkur á því að langvinsælasta skemmtunin séu hlöðu- böllin, því þá mega krakkarnir mæta í gallabuxum! Á hverju balli er eitthvað haft til skemmtunar. Síðast kom Judo- flokkur og sýndi listir sínar og þetta Þar sem unga fólkið dansai í leiki og skemmtir sér á I HJARTAKLÚBI

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.