Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 16

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 16
a r— 9 afagMhÁ Öhh VATNSFLÚÐ í BLOKKINNI Það var aðalfundur í skákklúbbnum. Ég man annars ekki, hvort ég var bú- inn að segja ykkur, að við fjórir gamlir skólafélagar hittumst alltaf á hverju mánudagskvöldi á vetrum og teflum saman. Og aðalfundurinn er haldinn í febrúar. Þá fáum við frí frá konum og börnum eitthvert gott laugardags- kvöld og hittumst á heimili einhvers okkar. Við vorum mættir á mínútunni átta, en klukkan hálf níu var aðalfundar- störfunum lokið og þá voru tekin fram glös, flöskur og vindlar. Ekki þarf að orðlengja það, að þetta var mjög ánægjulegt kvöld, eins og alltaf er, þegar fjórir góðir félagar skensa hver annan heilt kvöld og allir eru vel við skál. Það er bara um að gera að reyna að forðast handalögmál, og tókst það í þetta sinn. Ekki vissi ég nákvæmlega, hvað klukkan var, þegar við pöntuðum bíl- inn, en líklega hefur það verið einhvern tíma milli tvö og fimm. Voru þá kær- leikarnir orðnir svo miklir, að við ætl- uðum aldrei að geta slitið okkur hver frá öðrum. Svo var líka það, að við vorum aldrei allir búnir jafnt úr glös- unum. Þegar einn kláraði, þá áttu hinir eitthvað eftir í sínum og var þá þeim, sem búinn var, skenkt að nýju, svo hann gæti skálað við hina. En þegar sá nýskenkti var ekki nema hálfnaður, var einhver annar búinn, og varð þá sá að fá agnarlítið til að geta skálað áfram. Svona hafði það víst gengið lengi vel, en loks komumst við þó af stað. Og svo var ég kominn út úr bíln- um fyrir utan blokkina, sem ég bý í á fjórðu hæð. Og þá var það fyrst, sem Ég bý á fjórðu hæð og það er engan veginn auðvelt að komast þang- að, þegar maður kemur heim af aðalfundi skák- klúbbsins... erfiðið byrjaði, því maður hleypur sko ekki léttilega upp 5 tröppur, þegar mað- ur kemur heim af aðalfundi skákklúbbs. ins. Mér gekk blessunarlega að opna hurðina og lagði af stað upp stigann, en ákvað að hvíla mig á fyrstu hæð. Þar heyrði ég hroturnar í Andrési fyrr- verandi lögreglumann. Hann var karl- rumur um sextugt, sem gætt hafði laga og réttar austur á landi, en var nú fluttur í bæinn. Hann elskaði lögregl- una og var það hans eina ánægja í líf- inu að aðstoða hana eftir beztu getu. Hann stóð löngum við gluggann sinn og skimaði arnfráum augum fram eftir götunni til að sjá, hvort hann kæmi auga á fullan kall eða eitthvað það annað, sem gæfi honum tilefni til að kalla á lögregluna. Á annarri hæð heyrðust engar hrotur, enda ekki við því að búast, því þar ríkti þokkagyðjan Arndís hin afslappaða. Hún trúði á afslöppun og stundaði hana af öllum lífs og sálar kröftum. Ég skildi bara aldrei eftir hvað hún var alltaf að slappa af, því hún gerði aldrei skap- aðan hlut. Gárungarnir sögðu, að eitt sinn, er hún var nýbúin að meðtaka rækilega og dýra hárliðun, hafi hún slappað svo rösklega af, að hárið hafi lagzt niður flatt og öll liðun úr því! Arndís var gift Sigmundi nokkrum, og var hann skrifstofumaður. Honum bann- aði hún að hrjóta og hlýddi hann því. Á þriðju hæðinni bjuggu fullorðin hjón, ágæt að öllu leyti nema því, að þau lásu Moggann minn alltaf á und- an mér á morgnana, og gerði það mér oft gramt í geði, sérstaklega á sunnu- dagsmorgnum. Nú, ég slampaðist ein- hvern veginn upp eina hæð af annarri; komst upp tvær tröppur, en hrapaði svo ekki niður nema um eina, svoleiðis að raunverulega hafa tröppurnar ekki verið 58 í þetta sinn, heldur 87. Ég var ósköp feginn að komast inn til mín og var fljótur að tína af mér spjarirnar, þvo mér í framan og stinga mér í bólið. Ég ætlaði að sofa alveg fram á hádegi og fara ekki fram úr fyrr en konan væri búin að steikja hrygg- inn úr vesalings lambinu, sem fæddist í fyrravor og allir kepptust um að lofa fyrir fegurð og birta myndir af í blöð- unum. En lítið varð úr frameftirsvefninum mínum, því ég vaknaði upp við það, að barið var harkalega að dyrum um áttaleytið. Konan fór fram, en ég reyndi að losa skraufþurra tunguna frá efri gómnum. Ég heyrði á mannamálinu, að þarna var kominn Andrés fyrrverandi og fleiri karlmenn, og töluðu þeir mik- ið. Þegar konan mín kom aftur, sagði hún, að ég yrði að fara strax niður í kjallara, Því þar væri allt á floti í geymslunum. Rör hafði sprungið um nóttina í íbúð Andrésar og hann vakn- að við vondan draum, og þá ekki beðið boðanna með að kalla á vini sína, lög- reglumennina. Bölvandi og ragnandi klæddist ég og fór niður í kjallarann. Þar var ófagurt um að litast. Vatnið var um fet á dýpt yfir öllu gólfinu og alls kyns skran í geymslunum lá undir skemmdum. Þarna var Andrés ásamt löggunum og ljómaði hann allur yfir þessu fágæta tækifæri. Hann spennti brjóstkassann út en þving- aði ístrtuna inn, svo að buxurnar sýnd- ust hólkvíðar, en tölurnar ætluðu að bresta á skyrtunni vegna þessara óvæntu tilfæringa á holdi mannsins. Vinir hans úr lögreglunni voru aftur á móti fýldir á svip og fannst lítið til um tilefni kvaðningarinnar. Arndís afslappaða fylgdi manni sín- um niður til að kanna skemmdirnar í sinni geymslu, en fór síðan upp aftur og kvaddi hann með þeim orðum, að hann færi varlega, þegar hann kæmi upp aftur, svo hann vekti hana ekki. Svo byrjuðum við að ausa og bera vatn. Mér leið hreint ekki vel að standa við vatnsaustur í þessu ástandi, en reyndi þó að harka af mér. Eftir rúmra tveggja stunda austur tókst okkur að þurrka upp það síðasta af gólfinu, og var klukkan þá farin að ganga ellefu. Þá var ístran á Andrési löngu sigin niður í buxnastrenginn aftur og hvíldi þar eins og sofandi ungbarn í móður- örmum. Þá notaði ég tækifærið og rúttaði dálítið til í geymslunni og henti út ónýtum pappakössum og öðru drasli. Þótti mér það nokkur sárabót, að nú myndi konan hætta að sífra í mér að laga til í geymslunni. Svo drattaðist ég upp stigana, og einmitt þegar ég gekk fram hjá þriðju hæðinni, opnaðist rifa á hurðinni og Mogganum mínum var skotið fram á ganginn. Dagur Anns. 16 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.