Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 33

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 33
Auglysinga- getraun Hvaða tegund tryggingar er það, sem SAMVINUHTRYGGINGAR hófu hér á landi fyrst allra tryggingafélaga, og er sérstaklega sniðin við þarfir heimilanna? 1 Grjótaþorpinu er skrifstofuvélaverzlun og verkstæði, sem hefur einka- umboð fyrir hinar heimsþekktu vestur-þýzku bókhaldsvélar KIEMZLE. Finnið nafn fyrirtækisins og götunúmer? Einhver áhrifamestu auglýsingatæki nútímans eru Ijósaskilti. Auk þess eru þau prýði í hverri borg. 1 Múlahverfi hér í bæ er fyrirtæki, sem framleiðir slík glitljós. Hvað heitir fyrirtækið, hvar er það og hver er síminn? Sjóklæðagerð Islands h.f. framleiðir stakk, sem er bæði vandaður og ódýr. Hann þolir allt að 40 gráðu frost. Hann er rafsoðinn á öllum saumum og mjög léttur. Hvað heitir stakkurinn? Hvað heitir sú rafritvél, sem er draumur allra vélritara? Hún kom fyrst rafritvéla á 'heimsmarkaðinn, og er langsamlega mest notaða raf- ritvélin á heimsmarkaðinum. Hér á landi er umboðið á Laugavegi 11. I Skólavörðuhverfinu er heildverzlun, sem selur mikið af kjólefnum, lér- efti og rennilásum. Lesendum til leiðbeiningar skal þess getið, að fyrsti stafurinn í seinna orðinu er þ. Hvað heitir fyrirtækið og hvar er það? Norður á Akureyri er súkkulaðiverksmiðja, sem hefur orðið fyrst til að flytja út súkkulaði og tyggigúmmi til sölu á erlendum markaði. Vörur þessarar verksmiðju njóta mikilla vinsælda, t. d. er suðusúkkulaði verk- smiðjunnar viðurkennt sem fyrsta flokks átsúkkulaði. Hvert er nafn verksmiðjunnar og við hvaða götu stendur hún á Akureyri? Vanti yður glæsileg og góð föt, hvert munduð þér fara? Verzlunin, sem þér finnið fötin, sem þér eruð að leita að, er við aðalverzlunargötu bæj- arins. Finnið nafn verzlunarinnar, og hvar hún er. Hvaða heildverzlun hér í bæ hefur umboð fyrir CEREBOS-salt, SILVO- fægilög, TWININGS-te og LOXENE-shampoo? Finnið nafn heildverzl- unarinnar og hvar hún er. AMM-I-DENT er selt í 75 gramma túbum. Það hefur verið selt hér um árabil og aflað sér mikilla vinsælda, sérstaklega vegna þess mikilvægis, að það inniheldur FLUORIDE, sem varnar tannskemmdum. 1 Vogahverf- inu er heildverzlun, sem hefur umboð fyrir þetta tannkrem. Hvað heitir hún, hvert er götu- og símanúmer hennar. Fyrir nokkrum áratugum gat varla heitið, að um trjá- eða blómagarða væri að ræða hér í bæ. Á seinni árum hafa risið upp ýmsar gróðrar- stöðvar og blómaverzlanir, sem bættu úr brýnni nauðsyn. Eitt fyrir- tæki hefur þó öðrum fremur haft forystuna ekki sízt hvað snertir þjón- ustu við garðeigendur, enda selt jöfnum höndum blóm og tré. Fyrirtækið hefur bækistöðvar á fleiri stöðum. Aðalbækistöðin hefur ekkert götu- númer. Finnið nafn fyrirtækisins. NAFN: .................................. HEIMILISFANG: FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.