Fálkinn


Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 25

Fálkinn - 22.02.1961, Blaðsíða 25
um, sem nægileg eru samkvæmt lögum. Þér skiljið mitt sjónarmið, er það ekki? — Jú, fullkomlega, sagði Ingalls of- ursti. — Það er auðvirðilegt sjónarmið lítilmótlegs svindlara. Og nú ætla ég að veita sjálfum mér þá ánægju að láta yður fá makleg málagjöld. Hann tók fram montprikið, sem hann hafði undir hendinni. Herra Joreth þaut upp af stólnum í dauðans ofboði, greip símatólið í skyndi og ýtti stólnum í veg fyrir ofurstann. — Fröken! Viljið þér hringja tafar- laust á lögregluna, sagði hann. Að svo mæltu reif hann upp skúffu og tók fram skammbyssu. — Jæja, herra minn, sagði hann og sneri bakinu í vegginn. — Nú skulum við sjá til. — Ég hef þolað ósvífni af yðar hálfu undanfarnar mínútur, en öllu eru nú takmörk sett. Að vissu marki skil ég gremju yðar, enda þótt hún af- saki engan veginn hegðun yðar. Ef þér hverfið héðan strax og sendið mér síð- an ávísun í pósti, — þá skal ég láta málið niður falla. Ef þér kjósið heldur að bíða, þá .... Ingalls ofursti tvímundaði montprik- ið sitt. — Ég ætla heldur að bíða, sagði hann með hægð. — Má vera, að ég hafi hlaup- ið á mig áðan. En þegar ég hugsa um listann yðar yfir svokallaða viðskipta- vini, sem þér álítið að muni vekja furðu mína, þá eru vissulega fleiri en ég, sem ber að taka tillit til í þessu máli. Hann sveiflaði montprikinu leiftur- snöggt og byssan þaut úr höndunum á herra Joreth og rann eftir gólfinu. — Þér hafið haldið, að ættingjar sókn- arprests kysu ekki að mál af þessu tagi yrði opinbert, eða er ekki svo? Þegar þér lesið andlát einhvers þekkts manns, hvað skyldi þá svo sem kosta að senda honum einn reikning? Margir borga þegjandi og hljóðalaust. Þrauthugsað bragð, það vantar ekki! Herra Joreth stóð eins og þvara á gólfinu og hélt ennþá tómri hendinni út í loftið. Hann stamaði: — Ég skil .... skil ekki orð af þessu þvaðri í yður .... — Nei, það er ekki von, sagði Ingalls ofursti. — En sannleikurinn er sá, að yður hefur orðið á herfileg skissa í véla- brögðum yðar. Ég er sannfærður um að bróðir minn sálugi hefur ekki pant- að eina einustu bók hjá yður af þessu tagi og því síður falið þær eða lesið í laumi. Síðustu fimmtán æviár sín lifði séra Ingalls sóknarprestur í þeirri óhamingju að vera algerlega — blindur! Smásaga eftir James Gould Cazzens FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.