Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 2

Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 2
Iðnnemasamband Islands SkólavörSustíg 19 101 Reykjavlk Sími: 551-4410 Bréfsími: 551-441 1 Vefsíöa: www.insi.is Upplýsinga- og réttindaskrifstofa INSI er opin alla virka daga frá kl. 9:00 til 17:00. Lokaö milli jóla og nýárs Forsíða: Matthías Skúlason IÐNNEMINN 1. tbl. 65. árg. mars 1 997 Ritstjóri: Elsa Þóra Eggertsdóttir Ritnefnd: Matthias Skúlason, Hjörtur Jónsson, Eyþór Frimannsson, Ann Eyjólfsson og Drífa Snædal. Ábm.: Drífa Snædal Prófarkalestur: Drífa Snædal Umbrot: Reykvisk útgáfa sf. Prentvinnsla: Hagprent-lngólfsprent Iðnneminn er gefinn út á tveggja mánaða fresti í 10.000 eintökum. Iðnneminn er sendur endurgjaldslaust heim til allra iðnnema og til rúmlega 5.000 iðnfyrirtækja, meistara og stofnana. Jæja, þá er komið nýtt ár með nýjunt væntingum og nýjum breytingum. Ásamt öllum þeim fyrirheitum sem áttu að gerast í fýrra en ekki voru gerð og einnig þeim fyrirheitum sem bætt var við nú um áramótin. Margt er á dagskrá innan Iðnnemasambandsins næstu vikurnar og mánuðina. Fyrirhugað er að fyrsta mánudag í hverjum mánuði verður ftmdur hjá kjarantálanefnd, annan mánudag í mánuði er fundur hjá Iðnmenntanefnd, þriðja mánudag í mánuði er fundur hjá Félagsmálanefnd. Fundir hjá Ritnefnd eru fyrirhugaðir fyrsta þriðjudag eftir útgáfu blaðsins. Fundir þessir eru opnir öllum / / félagsmönnum innan INSI. A þessa fundi getur fólk mætt og látið í ljós sínar skoðanir á málunum, einnig ef fólk vill starfa með þessum nefndum þá láti fóll áhuga sinn í ljós. Ákveðið hefur verið að vikuna 24. ferúar til 1. rnars mun Kjaramálanefnd gera kjarakannanir hjá matreiðslunemum og vikuna 17. til 22. mars mtm verða gerð könnun hjá hárgreiðslunemum. Feii' félagsmenn sem eru innan INSI og eru í skóla þurfa ekki að örvænta yftr þvíað ekkert verði gert í sambandi við fallskattinn, INSI hefitr tærið að ræða þetta við menntamálayfirvöld og mun framkvæma einhver mótmæll gegn þessum fáránlegu lögum sem íslens stjórnvöld hafa komið á fót. Næsta blað kemur út 1. maí og mun þema þess blaðs vera kjaramál, niðurstöður kjaramálakannana verða birtar og vonandi einhverjar niðurstöður frá samningunum sem að öllum lílcindum \7erða tilbúnir þá eða mjög langt á veg komnir. Fannig að ef þú lesandi góður vilt skrifa í blaðið, sem þér er frjálst að gera, þá væri gott að greinarnar verði í anda kjaramála eða annara baráttumála. En eins og þú veist þá er hægt að senda inn greinar, Ijóð, smásögur, teiknimyndasögur og annað í þessum dúr. Eg er ekki alveg nógu hress með það hvað þið eruð ódugleg við það að tjá ykkur í blaðið en ég er það mikil bjartsýnismanneskja að ég trúi því statt og stöðugt að þið sendið mér nú nokkrar línur. Með von um aukningu í póstkassann, kær kveðja Ritsjóri

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.