Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 7
Borgar sig að vera í hagsmunafélagi? Frjáls félaga aðild. Hvað er nú það gæti einhver spurt. En þeirri spurningu er ekki fljótt svarað. Þessi mál hafa verið ofarlcga í umræðunni síðustu daga bæði úti í atvinnulífinu og einnig nú síðast inni í skólum með tilkomu nýrra ffamhalds-skólalaga þar sem segir “að hverjum sé frjálst að velja um hvort hann er í nemendafélagi eða ekki”. Að sjálfsögðu cru það mannréttindi að fá að velja um félagsaðild eða ekki þ.e. “Hver maður hefúr frjálst val um það hvort hann er í nemenda- félagi eða ekki”. Þetta hefur alltaf verið svona og hafa nemendur alltaf getað sagt sig úr nem- endafélagi sínu innan ákveðins tíma. Það er bara spurnin um hvernig hlutirnir eru fram- kvæmdir. Það hefúr sýnt sig í gegnum tíðina að fólk virðist ekki hafa hugmynd um það hver réttur þeirra er fyrr en á þarf að halda og oft er það of seint um rassinn gripið. Það hefúr sýnt sig í gegnurn tíðina að fólk er alltaf tilbúið að þiggja en ekki tilbúið að gefa, hvað þá borga fyrir veitta þjónustu. Kom það vel í ljós er stofnað var til skipti-bókamarkaðar fyrir nemendur í Iðnskólanum í Reykjavík nú nýverið. Þar voru allir til í að gera góð kaup þ.e. selja okkur bækurnar og kaupa svo aðrar. Þetta var því miður ekki hægt og urðu sumir að taka við bókum til baka sem ekki seldust. Það stóð ekki á svari frá nemendum er skömmuðust yfir því að aldrei væri opið og við hefðurn ekki drullast til þess að selja bækur þeirra. Það hefði verið auðsótt mál að standa fyrir alvöru markaði ef einhveja áhættu hefði verið hægt að taka en svo var ekki þar sem ekki var um neina peninga um að ræða til þess að borga út með. Nemendur í Iðnskólanum í Reykjavík eru tæpir 1500 nú á vorönn en aðeins 480 nemendur skráðu sig í Nemendafélagið. Með 400 nemendur x 1600 krónur í nemendagjöld = 640,000 krónur er ekki mikið hægt að gera. Við hefðum t.d. getað selt nýjar bækur til nemenda á talsvert lægra verði en nú er hjá Iðnú, þar sem við hefðum fengið þær í heildsölu eða greitt þær niður til nemenda. Nú Iangar mig til þess að koma að kjarna málsins því margir hafa spurt mig sömu spurningar hvað eftir annað. Það er “Hvað fæ ég fyrir peningana sem ég set í skólafélagið”: Því er ekki fljótt svarað og held ég oft að fólk geri sér ekki grein fyrir því hver staða þess er utan hagsmunagfélags og þá um leið utan Skólagfélagsins. Nú get ég eingöngu talað fyrir rninn munn en ekki neins í Skólafélagi Iðnskólans í Reykjavík. Fyrst skulum við þó líta á nokkrar staðreyndir sem vert er að hafa í huga. Iðnnemar eru nokkuð af öðrum meiði en aðrir nemendur sem stunda nám hér á landi því meðalaldur þeirra er í kringum 23,5 ár og hafa flestir þeirra lokið öðru námi og þá oft stúdentsprófi þegar þeir hefja iðnnám. Innan þessara raða er oft fjölskyldufólk eða pör þar sem bæði eru í námi eða annar maki er fyrivinna. Ekki má þó gleyma þeirn mikla fjölda sem stundar almennt nám hér við skólann og allir þeir sem eru í námi tengdu iðnnámi. Astæða þess að ég fer út í þessa sálma er sá að sýna hversu fjölbreyttur og aldursskiptur hópur iðnnemar eru í raun og hagsmunir þeirra misjafnir. Getur maður ekki annað en spurt sig hvers vegna jafn fáir skrái sig í skólafélagið. Er það af fjárhagslcgum ástæðum eða félagslegum. Því verður að sjálfsögðu ekki svarað hér, en hinu er þó hægt að svara sem er varðandi réttindastöðu þeirra sem ekki eru í SIR (Skólafélagi Iðnskólans í Rcykjavík). SIR er aðili að eftirtöldum félögum: FF, FÍN og INSÍ. Of langt mál yrði að fjalla ítarlega um þau öll svo mér finnst nægja að kynna hvert þeirra lítillega. SIR er hagsmunafélag nemenda við Iðnskólann í Reykavík og eru ýmis mál sem koma inn á borð félagsins svo sem kvartanir undan kennurum, kennslu og kennslugögnum, hefúr félagið aðstöðu til þess að sinna slíkum málum. SIR hefúr fulltrúa í skólanefnd sem sér um ráðningu kennara og samskipti rnilli skólans og Menntamálaráðuneytisins. Einnig hefúr SIR fúlltrúa í skólastjórn sem sér um daglegan rekstur skólans. SIR hefúr einnig fúlltrúa í mötuneytisnefnd sem sér um rekstur mötuneytis sem er að hluta í eigu SIR. Af þeim sökum hefúr staða nemenda breyst á þann veg að þeir sem ekki eru í SIR eiga á hættu að þurfa að borga hærra verð fyrir þá þjónustu sem mötuneytið veitir bæði hvað varðar matsal og mötuneytið sjálft. Einnig er rekið innan SIR félagsaðstaða sem nú er verið að stækka og verður hún staðsett á neðstu hæð skólans. Þar verður til húsa skrifstofa SIR ásamt félagsaðstöðu sem saman stendur af vinnusölum fyrir félagsmenn, aðstöðu fyrir ýmiskonar afþreyingu svo sem leiki og tónlist, myndbandagerð, klúbbastarfsemi o.fl. Þetta verður eingöngu í boði fyrir félagsmenn ásamt því að skemmtanir og böll sem SIR stendur fyrir, verða mun ódýrari fyrir félagsmenn en aðra. Þetta á einnig við um aðra skóla og er samvinna mikil í þessum efnum innan FF (Félag framhaldsskólanna) sem er einskonar samskiptamiðstöð með alla framhaldsskólana innanborðs nema Verslunarskóla Islands. Á vegum þessara samtaka eru haldnar ýmsar upp- ákomur svo sem söngvakeppni, spurninga- keppni ofl. Einnig eru skipulagðir tímar fyrir skemmtanir og böll innan skólanna. Með öðrum orðum er þetta aðal samskiptamiðstöð allra framhaldsskólanna. Eins og áður segir gildir það að ef þú ert ekki félagi í nemenda- félagi þíns skólafélags þarft þú að borga um- talsvert hærra gjald inn á allar uppákomur, þar með talin öll þau, böll sem haldin eru í þínum skóla sem og öðrum, því samvinnan er alger á vegum FF. SIR á helming í FIN (Félagsíbúðir Iðnnema) á móti INSI með eignir upp á tæpar 38,000,000. Félagíbúðir Iðnnema eru reknar sem séreignafélag mcð íbúðir og herbergi bæði fyrir einstaklinga, pör og barnafólk þar sem félagar í INSI og SIR geta sótt um leiguíbúð sem hentar þeim hverju sinni. INSI (Iðnnemasamband Islands) er svo það hagsmunafélg sem sér um flest það sem snýr að kjara- og réttindamálum iðnnema. Þeir nemar sem ekki eru í SIR eru ekki í INSI og fá því enga þjónustu varðandi réttindamál sín og dettur mér strax í hug nemar í hárgreinum sem alla tíð hafa átt í útistöðum við meistara sína. Hafa sumir verið látnir þvo þvott eða fara út með hund meistaranna eða þaðan af verra. Einnig ber að nefna kjarakannanir sem hafa haft það í för með sér að nemum er borgað rétt kaup og farið sé með þá eins og fólk en ekki eins og skepnur. Þar sem kokkanemar eru grýttir með diskum, bakarnemar eru látnir vinna eins og skepnur og fá vart hvíld, nemar í byggingagreinum eru látnir sópa, hreinsa timbur og aðra vinnu sem ekki er til að auðga hæfni þeirra sem iðnaðarmenn. Að lokum er það þess virði að vera í skólafélagi eða hagsmunafélagi ? I ð n n e m i n n 7

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.