Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 10

Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 10
Tæja, 11. desember rann upp fallegur og með glampandi sól. Við lögðunr af stað frá skrifstofu Iðnnemasanrbandsins unr hádegisbilið og var keyrt geyst til að komast í fríhöfnina á Leifsstöð áður en flogið var. Flugið var um hálf þrjú svo við höfðum u.þ.b. eina klukkustund til að versla áður en við hoppuðum inn í Flugleiðavélina sem flaug með okkur til Kaupmannahafnar. Flugið tók um þrjá tíma, okkur var plantað nálægt hreyflunum svo við gátum lítið unnið í fundargögnunr vegna hávaða. Stoppið í Dan- mörku var mjög stutt og hefðum við viljað vera lengur í kóngsins Kaup- mannahöfn. Þann 12. desember hélt ferðin okk- ar áfram. Rétt fyrir klukk- an eitt fór flugið okkar í loftið. Við flugum í Fokker 70 frá flugfélagi Ungverjalands sem heitir Malev og eins og fyrri daginn var okkur plantað við hliðina á hreyflinunr. Þegar við lentum loksins í Búdapest þá fékk maður áfall, allt morandi í her- mönnum tilbúna að skjóta hvern sem er og hvenær sem er. Við vor- unr flutt með strætisvagni að flugstöðvarbygging- unni senr var nýleg að sögn Asdísar, en stars- fólkið í tollinum voru hermenn og ekkert ný- tískulegt við það. Fyrst fórunr við í gegnum vegabréfsskoðun, þegar ég rétti þeinr vegabréfið mitt þá horfðu þeir á það, sögðu ekkert ,stimpluðu í það og réttu mér það. En aftur á móti þegar Asdis og Elísabet sýndu sín tóku þeir myndir af vegabréfunum og grand- skoðuðu þau, sem nrér fannst fúrðulegt. Við tókunr flugvallarútu frá flugvellinum sem keyrði okkur til Csillebérc. Það var mikil þoka í Búdapest þegar við konrum og sáum við lítið af borginni en mjög nrikið af auglýsingaskiltum meðfram veginum. Aldrei á ævi nrinni lref ég séð jafn nrörg skilti. Miðað við efnarhag Ungverjalands fannst manni ótrúlegt að einhver hafði efni á þessu nema örfáir útvaldir. Á leiðinni í gegnum borgina sáum við að vísu fallegar byggingar, en einnig hús sem voru að hruni komin. Búdapest er í raun og veru tvær borgir eða Búda og Pest, milli borganna rennur áin Dóná. Eftir rúnt um nánast alla borgina konrunr við loks til Csilleberc. Csilleberc er í útherfi Búda, þar senr aðalfundurinn og ráðstefnan voru haldin. Þetta voru herbúðir fyrir leyniþjónustu Ungverjalands sem breytt hefur verið í sumarbúðir fyrir bandaríska unglinga, en er í eigu vinstrisinnaða skáta. Csillebérc er unrkringt hárri girðingu með gaddavír. Tvö hlið eru inn í búðirnar og við hvert hlið er öryggisvörður sem gætir þess að engin óviðkomandi konrist inn. Verðir vakta búðirnar nreð lrunda dag og nótt. Aðbúnaður í búðunum var til fyrirmyndar. I boði voru tt'eggja manna herbergi með sturtu, ldósetti, ísskáp, útvarpi og einnig var sjónvarpsaðstaða. Innan búðanna var líka rekið Youth Hostel. I hótelinu var ráðstefnan og aðalfundurinn haldinn. Við komunr deginunr fyrir aðalfúndinn, svo við gátunr konrið okkur þægilega fyrir og náð að lesa gögnin fyrir fundinn. Aðalfúndurinn hófst þann 13. des. og stóð til 15. des. Á aðalfúndinunr og ráðstefnunni voru fúlltrúar frá nánast öllunr löndum í Evrópu. Allar Norðurlandaþjóðirnar nrættu fyrir utan frændur okkar frá Fær- eyjunr. Aðalfundurinn var keyrður mjög hratt í gegn, ég æda að nefna nokkur atriði frá fundin- um, svo senr að byrjað var á því að velja fúndar- stjóra og sá sem varð fyrir valinu var John Sinner ffá Luxemborg. John er búinn að starfa nreð Obessu í nokkurn tíma og að hans sögn var þetta hans síðasta ráðstefna, en sunrir höfðu nú efasemdir um það. John stóð sig mjög vel við fundastjórnina. Rætt var um hækkun á gjaldi til Obessu, einnig var rætt um að aðeins 8 félög hafa greitt til Obessu, af 24, sem okk- ur fannst mjög slæmt, og var samþykkt að þau félög senr borga ekki hafa ekki atkvæðisrétt á aðalfúndum. Síðan kom fyrst ritari utanríkisráðu- neytis Ungverjalands að nafni László Pap. Hann ræddi unr bágan efna- hag í Ungverjalandi og að þeir væru að reyna að breyta því. Einnig nefúdi hann að meðal- laun í Ungverjalandi væri unr 20.000 kr ísl á nránuði og þeir væru að biðja unr hjálp frá Vesturlöndunr til að rétta efnahaginn við og hvað það væri gott að komast inn í Evrópusanrstarf. Fjórunr félögum var vísað úr Obessu vegna engrar virkni í félögunum og fjögur ný félög komu inn, eitt þeirra er frá Noregi og tengjast þau samtök iðnámi. Undiritaður var kosinn varaendurskoðandi Obessu. Einnig var rætt nrikið unr handbók Obessu og um rétt nemenda í Evrópu. Flest löndin höfðu 10 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.