Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 5

Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 5
sínum í Háskóla íslands í mars 1996 cn hann var staddur hér í boði Hjálparstofnunar kirkjunnar. Faðir Martin er fostöðumaður Social Action Movement á Indlandi, sam- starfsaðila Hjálparstofnunarinnar og annars af tveimur indverskum samstarfsaðila Islensks dagsverks ‘97. Samtökin starfa í Tamil Nadu fylki og sinna mannréttindabaráttu þeirra lægst settu, utangarðsfólksins, hinna óhreinu eða stéttlausu sem ekkert fólk úr yfirstéttum vill eiga nokkur samskipti við og styðja börnin til mennta. Faðir Martín hélt einnig nokkra fundi með styrktarmönnum Hjálparstofnunar bæði sunnanlands og norðan, heimsótti verkalýðs- leiðtoga og hélt fyrrgreindan fyrirlestur í sam- vinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla íslands. Um 60 milljónir manna búa í Tamil Nadu fylki syðst á Indlandi þar sem Madras er höfðuborg með nærri 6 milljónir íbúá. Alls eru íbúar Indlands rúmlega 970 milljónir og af þeint eru um 200 milljónir stéttlausir. Séra Martin ræddi bæði starf SAM og stöðu mannréttinda á Indlandi á þessum fúndum og fara hér á eftir ýmis atriði úr málflutningi hans. Fyrst er fjallað um stéttaskiptinguna sem hann útskýrði á eftirfarandi hátt en hún er runnin undan rótum hindúismans. Stéttaskiptingin er rót vandans — Menn er fæddir af guði og þeim er skipt niður í fjóra flokka. Þeir sem eru fæddir af höfði guðs eru æðsta stéttin, þeir geta orðið prestar. Þá koma þeir sem eru fæddir af brjósti guðs en það eru verslunarstéttírnar, síðan þeir sem fæddir eru af kviði guðs en það eru þeir sem sinna þjónustu og eru tíl dæmis kennarar, lögreglumenn eða hermenn. Neðst eru þeir sem eru fæddir af fótum guðs sem eru bændur og þeir sem vinna við landbúnað. Þetta eru stéttirna (casts) fjórar sem menn er fæddir í og það breytist aldrei. Menn geta skipt um nafn, trú, flutt búferlum og skipt jafnvel um konu en stéttin fylgir þeim alltaf. Það er skráð í skilríki manna af hvaða stétt þeir eru. Síðan koma þeir sem eru utan stéttakerfisins og þeir eru ekki fæddir af guði. Þeri eru í raun ekki menn og standa miklu nær dýrum. Jafnvel geta dýrin verið betur sett því við vitum að kýr eru heilagar á Indlandi og sama er að segja um fíla. Þetta fólk er fætt í fátækt, má ekki eignast neitt og verður alla ævi háð duttlungum og ofúrvaldi yfirstéttanna sem ræður það í vinnu á lámarkskaupi. Stéttaskiptingin er þannig fúndin upp af mönnum til að þcir geti drottnað yfir þeim lægra settu, notað þá sem þræla til að vinna fyrir sig verk sem yfirstþttirnar vilja ekki óhreinka sig á og í henni eru rætur vandans sem við eigum við að glíma. I fyrirlestri sínum gerði séra Martin þenna hóp, þessar 200 milljónir manna sem eru utangarðsmenn, að sérstöku umræðuefni og þau mannréttindabrot sem eru framin á því fólki. — Fjölmiðlar Vesturlandabúa flytja vissulega ýmsar fréttir af ástandinu á Indlandi af mannréttindabrotum, uppþotum í Punjab eða Kasmír og greina skilmerkilega frá því ef einn eða tveir eru drepnir í átökum. Yfirleitt má segja að Vesturlandabúar sé of uppteknir af félagslegum og pólitískum réttindum. Þeir gera sér ekki grein fyrir að á Indlandi njóta stórir hópar ekki grundvallar mannréttinda, þ.e. þjóðfélagslegra eða efnahagslegra réttinda. Konur utangarðs Þannig er það með þessar 200 milljónir manna, þessa stéttlausu og réttlausu sem enginn vill snerta. Hver bendir á mannrétt- indabrot gegn þeim? Stéttlausar konur hafa sérstaklega slæma stöðu og eru eiginlega utan- garðs meðal utangarðsfólksins og algjörlega annars flokks borgarar. I Tamil Nadu þar sem búa 60 milljónir manna eru 20 þúsund stúlkubörn borin út árlega af því að foreldrarnir vita að framtíð þeirra verður eintómt basl. Þessar stúlkur eru í stöðugri hættu, þær verða fyrir ofbeldi og nauðgunum á ökrunum eða hvar sem þær fara og þá eru litlar líku á að þær getí gifst. Þegar þær sem lifa komast á unglingsár flýta foreldrarnir sér að gifta þær kannski 12 tíl 14 ára gamlar þótt lög heimili ekki giftíngu fyrr en við 18 ára aldur. En þcim finnst heldur meira öryggi fóigið í því að gifta þær ungar, þá er síður hætta á á þær lendi í hremmingum. Þá segir séra Martin að ýmis erlend stórfyrirtæki sem hafi komið upp starfsemi í Indlandi hafi engan áhuga á að gera neitt sem breytt getur aðstæðum hinna stéttlausu til batnaðar: — Fyrirtækin vilja helst ráð konur og börn því það er ódýrasta vinnuaflið, þau fá bestu lóðirnar og hika ekki við að taka jarðir undir verksmiðjurnar sem gefa jafnvel þrjár uppskerur á ári og kaupa þær langt undir eðlilegu markaðsverði. Og yfirvöldin styðja fyrirtækin með því að útvega þeim góðar og ódýrar lóðir. Svo geta þessi fyrirtæki leyft sér að menga umhverfið en stæra sig jafnframt af því að framleiða umhverfisvænar vörur. Þetta eru alheimsfyrirtæki eins og Pepsi, Ford og Dupont og ég þekki vel til þessara mála því þau hafa komið upp verksmiðju í nágrenni okkar. Óréttlætið er enn fyrir hendi Og iséra Martin gagnrýnir einnig yfirvöldin fyrjr að vilja ekki taka almennilega á vanda þeirra stéttlausu: — Stjórnvöld segja að í Indlandi sé nóg landrými, að við getum brauðfætt alla íbúa landsins og að enginn þurfi að líða skort. Það er mikið rétt, en það þarf að gera ýmislegt áður en þessu takmarki verður náð því stjórnvöld gera ekkert til að jafna skiptingu auðsins í landinu. Þau afnámu stéttaskiptingakerfið með lögum árið 1950 en í reynd hefúr það engu máli skipt og óréttlætið er ennþá fyrir hendi. Þau hafa komið á kvóta þannig að þeir lægst settu eiga rétt á um 18% starfa en það er ekki nóg. Vesturlandabúar geta aðstoðað í þessari baráttu með því að vera vakandi, setja sig inn í málefni Indlands og reyna að skilja vanda okkar en rót hans má að langmestu leyti rekja til stéttakerfisins. Það þarf að þrýsta á stjórnvöld, knýja þau til að koma á umbótum í reynd en ekki bara með lagabókstaf sem virtur er að vettugi. Með því að útvega þessu fólki jarðnæði, koma börnunum í skóla og veita þeim ráðgjöf og aðstoð í baráttunni fyrir grundvallarmannréttindum getum við snúið lífi þeirra til hins betra. Ndnari upplýsinjjar um verkefniðfrd því 1991 er að finna í grein Georgs Pdls Skúlasonar sem birtist í Iðnnemanum, 4. tbl. 1995. I ð n n e m i n n 5

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.