Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 11

Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 11
þýtt þessa bók annað- hvort að hluta eða í heild sinni á móðurmálið, en ekki Island. Um þessa bók var h'ka mikið rætt á ráðstefnunni, unt rétt nemenda, útgáfumál Ob- essu, sem gefur út ritið „On the Blackboard“ og framkvæmdastjórn Ob- essu óskaði eftir að INSI myndi gefa það út í framtíðinni. Framboð var í stjórn Obessu af hálfu INSI og var Asdís í framboði. Hún stóð sig með prýði en náði þó ekki kjöri. Kosinn var fulltrúi frá Slóveníu. Einnig var fjailað um þær ráðstefnur sem voru haldnar á síðasta ári og var rætt um að Island myndi halda ráðstefnu um iðnnám árið 1998. Allt það mál er í vinnslu hjá INSI og BISN. Þegar aðalfundinum lauk, þá tók ráðstefnan við sem fjallaði um rétt nemanda í skólum. Ráð- stefnan var mjög áhuga- verð og var greinilegt að þjóðirnar vestanmegin í Evrópu hafa mun meiri peninga til ráðstöfúnar en hinar þjóðirnar í Evrópu. Ráðstefnan fór þannig fram að skipt var í hópa og reynt að hafa ekki tvo frá sama landi í hverjum hóp og skilaði vinnuhópurinn svo áliti til ráðstefnunnar. Þetta virtist fara eithvað vitlaust í Norðurlandabúa og voru Norðurlöndin nánast alltaf saman fyrir utan Island. Við reyndum að fara í sitthvora hópana, en að vísu var ég ávallt hjá Norð- urlandaþjóðunum og fékk mikið af gagnleg- um upplýsingum úr þeim vinnuhópum sem hægt var að nota hér á Islandi. Ráðuneytismaður frá ungverska forsætisráðu- neytinu, György Here- zeg sem er alþjóðaftilltrúi (international officer) kom á ráðstefnuna. Þessi rnaður var algjörlega ósamála László Pap frá utanríkisráðuneytinu. György talaði mikið um veldi Rússlands, hversu mikið herveldi það væri ennþá og vildi helst hoppa upp í sæng með Rússum og gefa skít í mjög stór borg. Um miðja borg liggur á sent heitir Dóná með átta risastórum brúm sem tengja Pest og Búda saman. Mikið er um kastala í borginni og einnig mikið af fallegum styttum. Langbest er að ferðast í lestum milli bæjarhluta á meðan maður þeytist um alla borgina. Verðlag í Búda- pest er mjög misjafnt, á úti- mcirkuðum var hægt að gera mjög góð kaup, en aftur á móti í stóru kringlunum var verðið eins og hjá Sævari Karli. Allar nauðsynjavörur voru ódýrar. Þegar líða tók á ráðstefnuna var stúlka frá Macedoníu mikið með okkur. Reyndar elti hún okkur út urn allt en það var svo sem allt í lagi nema hvað að hún hafði þá áráttu að vera hrædd við nánast hvað sem er s.s. kettí, hunda, að vera ein osfrv. Ekki batnaði það að öryggisverðirnir voru með risastóran hund, þá fór hún ekki út úr húsi nema í fylgd með einhverjum traustum aðila og það voru við Islendingar að sjálf- sögðu. Ungverskur matur er mjög góður, eiginlega allt of góð- ur því að ég held að ég hafi bætt nokkrum kílóum á mig í þessari ferð. Eitt kvöld á ráðstefnunni eiga allar þjóð- ir að koma með eitthvað frá landi sínu til að borða eða drekka. Við frá Islandi komum náttúrulega með íslenskt Brennivín og hákarl sem Gunnar, varaformaður INSI, hafði stungið að mér rétt áður en við lögðum af stað til Ungverja- lands. Hákarlinn var búin að kólna og hitna nokkrum sinnurn áður en ég bauð ráð- stefnugestum upp á öll herligheitin. Þessi gífúrlega lykt spratt upp og það ætlaði að líða yfir suma. Sungum við allt kvöldið og borð- uðum íslenskan hákarl og drukkum íslenskt Brennivín. Flestir fengu sér að smakka og sumum fannst það nokkuð gott. Svissneski fúlltrúinn, Alessandro drakk t.d. nánast hálfa flösku í einum teig. I lokin vil ég þakka þeim Asdísi og Elísabetu fyrir gott starf bæði á ráðstefnunni og aðal- fundinum. Þær stóðu sig með sóma. Vesturlöndin. Gaf hann upp tvo kosti til að bjarga Ungverjalandi upp úr efna- hagskreppunni, fýrir utan þennan um Rússland, fara í Nató og ESB eða gera eklci neitt og standa einir í samfélagi þjóðanna. Skiptar skoðanir voru á ýmsum málum en eins og ég hef sagt áður heppnaðist ráðstefnan rnjög vel. A meðan við vorum í Búdapest náðum við að skoða borgina nokkuð vel. Búdapest er Iðnneminn 1]

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.