Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 13

Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 13
Verkmenntaskóli Austurlands Verkmenntaskóli Austurlands er miðstöð verk- og tæknimenntunar á Austurlandi. Hann hefur aðsetur í Neskaupstað og þjónar öllu Austuriandi. Vcrkmenntaskólinn býður upp á ýmis konar hagnýtt nám ásamt því að bjóða upp á undirbúning fyrir nám í öðrum skólum. Námsbrautir sem jafnan eru starfræktar eru: Grunndeildir málm-, tré- og rafiðna. Grunndeildir eru hvorttveggja í senn undirbúningur undir iðnnám á þessum sviðum og hagnýt starfsþjálfun til almennra starfa. Iðnnemar á námssamningi geta lokið öllum bóklegum áfbngum iðnmenntunar við skólann. Iðnbrautír sem að jafnaði eru starfræktar þegar nemendafjöldi leyfir eru: Húsasmíði, bifVélavirkjun, vélsmíði, rennismíði og rafi'irkjun. Aðrar brautir sem Verkmenntaskólinn býður uppá eru: Sjúkraliðabraut, uppeldisbraut, náttúrufræðibraut, félagsfræðibraut, almenn braut og fornám. Það eru 18 kennarar í fúllu- eða hlutastarfi við skólann. Reyndar eru surnir þeirra notaðir við kennslu í efstu bekkjum grunnskólans sem eru til húsa í Verkmenntaskólanum. I dag eru um 160 nemendur sem leggja stund á nám við skólann, ýmist í skólanum eða eru í svokölluðu utanskólanámi. Verkmenntaskólinn er núna að undirbúa iðnmeistaranám sem er 1-2 ára nám eftir greinum, sem ætlunin er að hefja haustið 1997. Um jólin 1995 var tekið í notkun nýtt íþróttahús bæjarins. Iþróttahús þetta er allt hið glæsilegasta og eru bæði framhaldsskólinn og grunnskólinn með kennslu í því. Um svipað leyti fluttí grunndeild málmiðna starfsemi sína í gamla íþróttasalinn óbrevttan. En nú á haustönn 1996 er búið að skipta honum í t\ær hæðir, og verður málmiðnaðardeild á neðri hæðinni, en tré- og rafiðnaðardeildir á efri hæðinni. Húsnæðið er í alla staði mjög glæsilegt. Á neðri hæðinni er ein kennslustofa, sér herbergi fyrir raf- og logsuðu, og einnig hefúr mikið af nýjunt tækjum verið keypt og kornið þar fyrir. Þar rná meðal annars nefna 4 nýja rennibekki og nýjan fræsara. Tréiðnaðardeildin er að verða fúllbúin með nýjum iðnvélum af mörgum gerðum svo að aðstaða til tréiðnaðarkennslu er með því besta sem völ er á. Hvor hæð fyrir sig er um 370 fermetrar. Við VA er einnig glæsileg heimavist með eins til tvcggja manna herbergjum og mötuneyti. Við Verkmenntaskóla Austurlands er einnig starfsræktur farskóli sem er mjög öflugur í endurmenntun og fúllorðinsfræðslu á Austurlandi. Farskólinn á Austurlandi er miðstöð fullorðinsfræðslu í fjórðungnum og hefur starfað í tæplega átta ár, eða frá haustinu 1988. Starfssvið farskólans er mjög víðfeðmt og hefur stór hluti námskeiðahaldsins falist í endurmenntun í hinum ýmsu starfsgreinum. Má í því sambandi nefna þá góðu samvinnu sem tekist hefúr með samtökum iðnaðarmanna og leitt hefur af sér reglulegt námskeiðahald í málm-,tré- og rafiðnaði, bílgreinum og vélstjórn. Þá hefúr í vaxandi mæli verið leitað inn á önnur svið t.d. félagslega þjónustu, heilsugæslu, verslun, sjávarútvcg og margt fleira. Sem nemandi í Verkmenntaskólanum og íbúi á heimavistinni hvet ég sem flesta til skólastarfs í VA, þar sem bæði er mjög þægilegt að vera á heimavistinni og umhverfið á Norfirði er alveg einstaklega fallegt, og allt sem þig vantar er í næsta nágrenni. Fulltrúi Iðnnemasambands Islands í VA Kristín Döjjff Guðmundsdóttir Iðnneminn 13

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.