Iðnneminn


Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 3

Iðnneminn - 01.03.1997, Blaðsíða 3
 wBL Á undanförnum árum hafa iðnncmar og aðrir framhaldsskólanemar þurft að greiða sífellt meira fyrir skólagöngu sína í formi alls konar aukagjalda fyrir hitt og þetta. Annaðhvort hafa þessar jaldtökur verið lögbundnar eða þá afa skólarnir ákveðið að innheimta gjöld fyrir nltekna þjónustu til að auka értekjur sínar. Töfraorðið í öllum breytingum sem varða ffamhaldsskólana er HAGRÆÐING. Nemendur gera sér hinsvegar fulla grein fyrir því að þessar hagræðingar eru ekkert annað en mismunandi aðferðir til að láta nemendur greiða meira fyrir skólagöngu sína og ríkið minna. Með nýju framhaldsskólalögunum var skólunum heimilað að innheimta 12.500 króna efnisgjald af þeim nemum sem njóta verklcgrar kennslu. Þar með var gefin heimild til að gera verklegt nám dýrara en bóklegt nám og enn einu sinni var mismununin orðin að staðreynd. bað virðast vera lítil takmörk fyrir því hvað skólarnir og menntayfirvöld geta leyft sér í innheimtu á gjöldum ýmiss konar og er tölvugjaldið í Iðnskólanum lýsandi dæmi. Þar er nemendum gert að greiða fyrir afnot af harða diskinum í skólanum og sumir nemendur eru í þeirri aðstöðu að náms síns vegna geta þeir ekki amiað. I’arna er á ferðinni vafasöm gjaldtaka þar sem sumir nemendur hafa ekki annan kost en að greiða 1500 kr. fyrir tölvuafnotin. I’að nýjasta í þessum málum er endurinnritunargjaldið, eða fallskattur- inn svokallaði. Með tilkomu hans er nemendum gert að greiða 500 kr. fyrir hverja einingu sem þeir falla í. Mér skilst þó að þarna eigi að hafa ákveðið svigrúm þar sem nemendur þurfa ekki að greiða fyrir 12 einingar, þ.e. ef nemandi með 20 eininga önn fellur í öllu, þarf hann aðeins að greiða fyrir 8 einingar. Gjaldið verður því aldrei hærra en 4.000 kr. á önn. Eins og við öll vitum þá mun fallskatturinn bitna helst á þeim sem eiga erfitt uppdráttar í skóla. I iðimámi eru mýmörg dæmi þess að nemendur eru haldnir námserfiðleikum þegar kemur að bóldegum fögum en eru hinsvegar hinir bcstu handverksmenn. Áhyggjur mínar beinast aðallega að þessum hópi og er hætta á því að sömu nemendurnir þurfa að greiða fallskatt önn eftir önn vegna námsörðugleika. Þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur það að vera metnaðarmál okkar allra fá sem hæfasta iðnaðarmenn út vinnumarkaðinn. Við t'iljum að allir geti valið sér menntun eftir hæfni og áhuga án þess að fjárhagur leild þar stórt hlutverk. I’að er margsamiað mál að þjóðfélagið, og þar með vil öll, hagnast á því að mennta fólk í iðn- og starfsgreinum. Leiðin til þess að fá sem hæfasta einstaldinga til að leggja stund á iðn- og starfsmenntun er ekki að gera námið sífellt dýrara með alls konar aukagjöldum, í staðinn værður að greiða leið sem flestra sem búa yfir áhuga og hæfni tíl menntunar. hlýtur því að vera hlutverk iðn- og starfsnámsnema að koma stjórnvöldum í skilning um að það dugar skammt að byggja verknámsskóla á heimsmæli- kvarða ef enginn hefur efni á.að stunda nám þar. Síauknum gjaldtökum vcrður því að linna. Við segjum nei við fall- skattinum og öðrum svívirðilegum gjaldtökum á iðn- og starfsnámsnema. Drífa Snædal, formaður INSÍ bað f n i 4 Islenskt dagsverk - menntun til frelsis 6 Borqar sig að vera í hagsmundfélagi? 7 Verkmenntaskóli Austurlands 9 Ferðasaga frá Ungverjalandi I ð n n e m i n n 3

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.