Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 20

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 20
mmmimwMmmmm Verkmenntaskáli AustuHands er staðettur í Neskaupstað. Hanti þjónar öllum Austfirðingum ojj þar er hœjjt að lejjgja stund á fjölbreytt nám, bntði verklejjt ojj bóklejjt. Við skólann er rúmjjóð heimavist ojj aðstaða til íþrótta er í íþróttahúsi b&jarins. KENNSLUHÆTTIR. Kennsla í grunndeildum málmiðna, tréiðna og rafiðna fer fram í nýju verkkennsluhúsi og tekur eitt ár. Vígsla verkkennsluhússins fór fram í byrjun maímánaðar að viðstöddum mennta- málaráðherra og miklu fjölmenni. Grunndeild málmiðna fer frarn á neðri hæðinni og þar eru einnig kenndar bóklegu faggreinarnar eins og efnisfræði og áhalda- og tækjafræði í rúmgóðri kennslustofu. Grunndeild tréiðna og rafiðna eru á efri hæðinni í rnjög rúmgóðu húsnæði og þar eru einnig kenndar bóklegar faggreinar þeirra iðngreina í þar til gerðurn kennslu- stofum. Kaffistofa er á efri hæðinni fyrir allar deildirnar þrjár. Grunnteikningin er hins vegar kennd í bóknámshúsi skólans svo og iðnteikn- ingin. Franthaldsdeildir iðnnáms eru vélsmíði og rennismíði, húsasmíði og rafi'irkjun þegar nemendafjöldi leyfir. Námið tekur 3-4 ár eftir iðngreinum. Skólinn aðstoðar nemendur við gerð námssamnings og skipuleggur námið með nemandanum frá upphafi til enda. Framhaldsnámið er lánshæft en nemendur í grunndeildum fá dreifbýlisst)'rk búi þeir utan Neskaupstaðar. MEIRANÁM ÍUNDIRBÚNINGI I undirbúningi er nám í vélstjórn l.stigs, vélavarðarnám og verða fyrstu nemendur teknir inn haustið 1998. Einnig er í undirbúningi nám á verknámsbrautum sem styttir samnings- tíma iðnnema. Nýjar námsbrautir haustið 1997 eru nám á sjávarút\'egsbraut sem er undanfari náms í Stýrimannaskólanum og tekur tvö ár og fyrstu tvær annirnar í hársnyrtiiðn. Af öðrum brautum við skólann má nefna sjúkraliðabraut þar sem verklegi hluti námsins fer fram í Fjórðungssjúkrahúsinu. Námið tekur t\'ö og hálft ár. Tvær stúdentsbrautir eru við skólann, félagsffæðibraut og náttúrufræðibraut. Námið tekur fjögur ár. Skólinn hefur lengi sinnt fullorðinsfræðslu og 20 í ð n n e m i n n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.