Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 40

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 40
Keppandi í steinsmíði, cin afþeim iðnjjreinum sem ekki þckkjast hér á landi. Þarna voru nutttir tvcir iðnnemar í starfsþjálfun í viðfr&gum iðnncmabúningi. 34. Ólympíuleikar iðnað Undirritaður fór til Sviss í surnar ásamt Astu Erlingsdóttur frá Sammennt til að fylgjast með 34. Ólympíuleikum ungra iðnaðarmanna í St. Gallen dagana 4. til 7. júlí. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast keppninni sem slíkri og kanna möguleika á þáttöku Islendinga í henni seinna rneir. Við vorunt í lauslegu samfloti með 15 manna danskri sendinefnd sem var að undirbúa þáttöku Dana á nxstu leikum sem haldnir verða í Kanada 1999. Við fylgdumst með keppninni og funduðum nteð Svíum og Norðmönnum en báðar þjóðirnar voru nteð keppendur á leikunum, Norðmenn nú í annað sinn. Einnig var fundað með forseta IVTO (International Vocational Training Organisation) og rætt við einstaka kepp- endur. Að sjálfsögðu var tekið ógrynni af myndum og einnig upp á myndband. Hægt er að skoða þetta allt saman á skrifstofu INSÍ. Uppruni og markmið Uppruni leikanna er keppni sem haldin var á milli Spánar og Portúgals en fljótlega óx keppnin þannig að í dag eru 34 lönd sem aðild eiga að samtökunum og 16 lönd til viðbótar, aðallega frá Austur-Evrópu hafa sótt um aðild. Markmið leikana er að fá ungt fólk, fyrirtæki og meistara til þess að bæta og auka faglega kunnáttu sína og að auka veg og virðingu fyrir starfsmenntun. Auk þess er mikið lagt upp úr leikunum sent alþjóðasamskiptum þar sem nauðsyn er á viðurkenningu á milli þjóða og sameiginlegs mælikvarða á getu, hæfni og gæðum. Leikarnir Til þessara leika mættu 538 keppcndur frá 33 löndum og kepptu í 40 iðngreinum, 155.000 gestir koniu til að fylgjast nteð. Flestar keppnis- greinarnar er hægt að heimfæra beint upp á íslenskar iðngreinar þótt vissulega séu margar þeirra eitthvað frábrugðnar því sem við þckkjum. Aberandi var hversu afmarkaðar iðn- greinarnar voru, þ.e.a.s. iðngreinar sem við þekkjum hér á landi skiptast kannski upp í tvær eða fleiri í keppninni. Einnig var áberandi í sumum iðngreinum, t.d. í málmiðnaði hversu ný tæki og búnaður voru í notkun, tæki sem varla þekkjast hér á landi. Islendingar eiga þó góða möguleika á að taka þátt í flestum þeim iðngreinum sem keppt er í og þá sér í lagi þeim iðngreinum sem þegar er keppt í á Islandi eða t.d. á milli Norðurlandanna, s.s. matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn (sem var reyndar ekki keppt í nú), hárgreiðslu, hárskurði (reyndar nýlega sameinuð fög hér á landi) og fataiðn. Einnig sýndist mér að Islendingar ættu án mikillar fyrirhafnar að geta sent keppendur í skrúðgarðyrkju, hellulögnum (sér grein á leik- unum), gull- og silfursmíði, málaraiðn og raf- virkjun. I málmgreinum (þ.m.t. bílgreinum), byggingagreinum og öðrum, s.s. rafeinda- virkjun, iðnstýringum og tækniteiknun þarf eitthvað meiri undirbúning og þá sérstaklega í 40 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.