Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 22

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 22
Fjölbrautaskóli Suðurlands er staðsettur á Selfossi í nýju og stórglæsilegu húsnxði. Skólinn býður upp á 25 námsbrautir og þar af eru 9 starfs- og verkmenntabrautir. Þær eru: grunndeildir í málmiðn, rafiðn og tréiðn, framhaldsdeild í vél-og rennismíði, framhaldsdcild í húsasmíði, grunnáfangar í myndlist, sjúkraliðanám og fatagerð, fatahönnun og veitingatækni sem kennd er á hússtjórnarbraut. Grunndeild málmiðna Hvað er lærtfÞú lærir undirstöðuatriði í verklegum og bóklegum greinum málmiðnar. Megin áhersla er þó lögð á verklega hlutann en þar er kennd rennismíði, fræsing,rafsuða og logsuða, notkun handverkfæra og sitthvað fleira. Bóklegu greinarnar eru efnisfræði, rafmagnsfræði og grunnteikning. Vægi verklega hlutans er um 65% og hins bóklega urn 35% Námstími. Námið í grunndeild tekur tvær annir og með því fæst tólf mánaða stytting á námssamningi sem hljóðar þá upp á þrjú ár. Að námi loknu. Próf úr grunndeild veitir aðgang að framhaldsdeild skólans í vélvirkjun og rennismíði sem lýkur með sveinsprófi að loknum starfstíma. Grunndeildarnámið er hagnýtt og hentar mjðg vel stjórnendum vinnuvéla, vörubílstjórum, trillukörlum og bændum. Þá nýtist það ekki síður til ýmiskonar viðhalds- og eftirlitsstarfa í verksmiðjum. Grunndeild rafiðna Hvað er lært? Hér stendur þér til boða að læra grundvallaratriði í störfúm rafiðnaðarmanna. Þú lærir m.a. lóðningar, afeinangrun og tengingar og útbyrð spennugjafa. Kennd er notkun mælitjækja í rafiðnaði, svo sem ohm- arnper- og spennumæla auk aflesturs af sveiflusjá. Einnig lærirðu hönnun og tengingu stýringa með segulliðum og rökrásum og tengingar ljósalagna með rofurn og tenglum. Bóklegi hlutinn samanstendur af rafmangsfræði, efnisfræði og rafeindatækni auk grunnteikningar. Námið er 70% verklegt. Námstími. Grunndeildarnámið er tveggja anna nám og algert skilyrði áframhaldandi nárns í öllum rafiðngreinum. Hafirðu lokið gunndeild styttist námið í þessum rafiðnum um eitt ár. Að námi loknu. Grunndeildin veitir þér aðgang að námi í rafvirkjun, rafvélavirkjun, rafeindavirkjun, rafveituvirkjun, símsmíði og fleiri rafiðngreinum. Grunndeild tréiðna Hvað er lært? I verklega hluta námsins lærirðu að vinna með handverkfærum og handvélum, svo sem borvélum og handfræsurum og að nota trésmíðavélar. Þá fylgir nárninu að skerpa, brýna og stilla vélar og verkfæri. Þú smíðar nytjahluti með margskonar samsetningum, lærir að líma, spónleggja og lakka hvort heldur er með pensli eða sprautu. Þú færð þjálfún í að lesa teikningar og að skipuleggja vinnu þína. Bóklegi hlutinn samanstendur einkum af efnisfræði, véla- og tækjafræði, verktækni, grunnteikningu og rafmagnsfræði. Námstími. Nám í grunndeild tekur t\ær annir eins og nám í öðrum grunndeildum. Að námi loknu. Námið nýtist vel í byggingavinnu og t.d. við viðhald eigin húss. Próf úr grunndeildinni veitir eins árs styttingu á iðnnámi í eftirtöldum iðngreinum: húsasmiði, húsgagnasmíði, húsgagnabólstrun, tréskipasmíði, myndskurði og hljóðfærasmíði. 22 I ð n n e m i n n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.