Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 35

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 35
þau að horfast í augu við þá bitru staðreynd að ntatið var vitlaust unnið frá upphafi og niðurstöðurnar eru ekki marktækar. Þegar horft er á reynsluna frá Italíu er annað uppi á teningnum. Þar var lagt í einfalt mat, þar sem nokkrar hnitmiðaðar spurningar voru sendar til allra framhaldsskóla á Ítalíu og útúr því kornu gagnlegar upplýsingar sem landssamtök námsntanna hafa getað stutt sig við í starfi sínu. I’arna var engu til kostað nema tveggja mánaða vi'nnu og póstsendingarkostnaði. Ekki var laust við að Danirnir litu ítalina öfundaraugum. A ofangreindu má sjá að hægt er að velta hinum ýmsu hliðum á gæðamati fyrir sér og varla að viku ráðstefna nægi til að taka á öllum flötum málsins. Engin ein töfralausn var fundin sem átt gæti við öll löndin en sá var heldur aldrei tilgangurinn. hað sem þessi ráðstefna kom til skila er aðallega þekking og kunnátta til að framkvæma gæðamat í hinum ýmsu löndum Evrópu. Síðast en alls ekki síst var skrifað undir samstarfssamning við Skólameistarasamtök Evrópu og Foreldrasamtök Evrópu. har var fastmælst um að vera í náinni samvinnu við framkvæmd gæðamats í hinum ýmsu löndum. Undirritun þessa samnings var stórsigur fyrir OBESSU-samtökin, því fyrir aðeins t\'eim árum síðan neituðu Skólameistarasamtökin allri samvinnu við nemendasamtök. hað sem Iðnnemasamband Islands hagnaðist aðallega á varðandi ráðstefnuna er að nú búum við yfir þekkingu til að framkvæma okkar eigin gæðakannanir. Margar hugmyndir skutu að sjálfsögðu upp kollunum hjá fulltrúum INSI á ráðstefnunni og verður þeirn hugmyndum að sjálfsögðu fylgt eftir. hví má búast við að á þingi Iðnnemasambands íslands í lok október verði lagðar fram ályktanir þess efnis að gæðamat verði eflt í skólum að frumkvæði iðnnema. Drífn Sn&dal Annn S. Hnllgrímsdóttir Amsterdam. hað kostaði miklar andvökunætur í tölvuverinu og nær eintóma inniveru þrátt fyrir 25 stiga hita útivið. Uppbygging ráðstefnunnar var, að við höldum, nteð hefðbundnu sniði. Dagurinn byrjaði iðulega á heilaóveðri (brainstorm) þar sem spurningar dagsins voru til umræðu og hver og einn lýsti sinni afstöðu, væntingum og viðhorfi. h\'í næst var þátttakendunum skipt upp í vinnuhópa og efnið krufið til mergjar og reynt að komast að skynsamri og sameiginlegri niðurstöðu, (þetta kostaði oft mikinn tíma og skemmtileg orðaskipti). Að hópvinnunni lokinni var haldið aftur inní salinn þar sem niðurstöður hópanna voru kynntar. I því skyni var allt leyfilegt, sumir komu niðurstöðunum á framfæri í leikþætti en aðrir létu sér nægja myndvarpa og þurran fyrirlestur. Tungumálið olli okkur ekki erfiðleikum en oft þurfti að taka tillit til þeirra sem minna kunnu fyrir sér í ensku til að þeirra sjónarmið nytu sín einnig. harna reyndi því oft á samvinnuna og hjálpsemina svo ekki sé minnst á þolinmæðina, en öll höfðurn við það markmið að allir fengju að njóta sín til að ráðstefnan nýttist öllurn. I flestum löndum Evrópu er gæðamat orðinn fastur liður í skólastarfinu.Við urðum því fljótlega varar við hvað Island er aftarlega á merinni í gæðamati og gæðastjórnun. Sem betur fer var íjallað um viðfangsefnið í sem víðustum skilningi þannig að dugleysi íslenskra stjórnvalda varð okkur ekki fjötur unt fót. Til þess að skilja viðfangsefni ráðstefnunnar þarf að skilgreina hvað átt er við með gæðamati í skólunt. heir sem halda að gæðamat fjalli urn að segja hvaða kennari sé haldinn táfylu og hver sé leiðinlegur eru gersamlega á yilligötum. Vissulega er hluti gæðamats að meta frammistöðu einstakra kennara en það er aðeins brot af heildinni. Til þess að gera fullnægjandi gæðamat í skólum þarf að meta alla þætti skólastarfsins. há erurn við ekki einungis að tala um kennarana heldur skólaumhverfið, útbúnað skólans, yfirstjórn skólans, námsskrár, kennsluaðferðir, námsráðgjöf, öryggismál og svo mætti lengi telja. Eldci má halda að nemendur sleppi billega því að sjálfsögðu þarf einnig að meta þeirra framlög og þátttöku. Sumir vildu einnig ganga svo langt að Ieggja mat á nemendafélögin og landssanttök námsmanna, sem er reyndar ekki vitlaus hugmynd að mínu mati. hegar búið er að kryfja hvað á að meta, þá er næsta spurning hverjir eiga að taka þátt í gæðamatinu. har geta komið til hinir ýmsu hagsmunahópar eins og kennarar, yfirstjórn skólans, menntamálayfirvöld og svo að sjálfsögðu nemendur. I mörgum löndunt hafa nemendur haft frumkvæði að gæðamati á landsvísu og hefur það gefist mismunandi. A ráðstefnunni fengum við að heyra hvernig hefði gengið í mismunandi löndum og komumst við fljótlega að þeirri niðurstöðu að ef hugmyndavinnan á bak við gæðamatið er ekki unnin nógu vel, þá getur matið aldrei orðið fullnægjandi. Aður en lagt er upp í gæðamat, þá verða viðkomandi aðilar að ákveða tilganginn með gæðamatinu, hvernig framkvæma á gæðamatið og hvaða væntingar eru á bakvið. Ef tekin eru dönsku námsmanna- samtökin sem dæmi þá eru þau búin að eyða um 10 milljónum og tveimur árum í að gera allsherjar gæðamat á skólunt landsins. I dag þurfa I ð n n e m i n n 35

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.