Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI neyðarkallFIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009 Forvitni skilyrðiHundar hafa rækilega sannað gildi sitt í leitun og björgun mannslífa. SÍÐA 4 FIMMTUDAGUR 5. nóvember 2009 — 262. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG MARTA MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR Klæðist fötum eftir systur sína og vinkonu • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Þetta er uppáhaldskjóllinn minn í augnablikinu. Ingibjörg systir mísaumaði h hugmyndir sem hú Í fötum eftir systur sína, frænku og vinkonuLögfræðineminn Marta María Friðriksdóttir er yfir sig ánægð með kjólinn sem systir hennar saumaði á hana í sumar. Hún klæðist helst eingöngu kjólum og pilsum en fer í buxur um það bil KATE MOSS kynnir nú nýja kjólalínu sína sem kemur í verslanir Topshop von bráðar, í tæka tíð fyrir jólin. Áhugasamir geta einnig keypt kjólana í gegnum vefsíðuna www.topshop.com Marta María í uppáhalds kjólnum sínum sem systir hennar saumaði á hana í sumar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N eirberg.is • 569 3100 • S Fæst í apótekum Rodalon– alhliða hreingeog sótthreinsun • Fyrir baðherbergi• Eyðir lykt úr íþrótt• Vinnur gegn mygl• Fjarlægir óæskile• Eyðir fúkka úr tjöl Afsláttardagar fi mmtudag til sunnudags Opið til 21 í kvöld SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG Ávallt reiðubúið að koma til aðstoðar Sérblað Slysavarnafélagsins Landsbjargar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG KRISTÍN OG EIRÍKUR Kynlífið gerði kraftaverk Kynlífspar Kanans er hamingjusamt FÓLK 58 Einar vísar veginn Hvíta bókin Einars Más lofuð í Danmörku. FÓLK 50 Stórafmæli félagsheimila Haldið upp á fimmtíu og sextíu ára afmæli félagsheimila í Flóahreppi. TÍMAMÓT 32 Saga frá Suður-Afríku „Einhliða réttlæti sigurvegarans tryggir hvorki iðrun né fyrir- gefningu og ekki heldur uppgjör við liðna tíð,“ skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 24 HÆGUR VINDUR víða á landinu í dag. Skúrir á Vestfjörðum en ann- ars úrkomulítið. Suðvestanlands verður bjart með köflum. VEÐUR 4 5 6 4 34 Málið blásið upp Logi Geirsson segist ekki hafa verið svik- inn til þess að kaupa verðlausar fasteignir. ÍÞRÓTTIR 52 FÓLK Áslaug Dröfn Sigurðardóttir, hárgreiðslu- og förðunarfræð- ingur, og eiginmaður hennar, Steffen Wiederman, komu bæði að gerð danska sakamálaþáttarins Forbrydelsen. Önnur þáttaröð er nú sýnd í Danmörku við fáheyrðar vin- sældir. Áslaug hljóp í skarðið vegna veikinda. - fgg / sjá síðu 58 Áslaug Dröfn Sigurðardóttir: Farðaði fyrir Forbrydelsen LÖGGÆSLA Lögregluembættum verður fækkað úr fimmtán í níu, embætti ríkislögreglustjóra verð- ur stjórnsýslustofnun og yfir- mönnum í lögreglu verður fækkað verulega, nái tillögur starfshóps dómsmálaráðuneytisins fram að ganga. Þær miða að því að ná fram hagræðingu og sparnaði hjá lögreglunni í landinu. Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra, sem skipaði starfshópinn, hefur kynnt ríkisstjórn greinargerð hópsins um sameiningu lögregluemb- ætta í landinu, svo og skýrslu embættis ríkislögreglustjóra um skilgreiningu á grunnþjónustu lögreglunnar. Starfshópurinn leggur einnig til að yfirstjórn lögregluembætta verði skilin frá sýslumannsembættum. Farið verði yfir verkefni embættis ríkislögreglustjóra með það fyrir augum að embættið verði fyrst og fremst stjórnsýslustofnun með því að færa löggæsluverkefni til stækkaðra lögregluembætta. Einnig verði skoðað hvort hag- kvæmt kunni að vera að fela ein- stökum embættum önnur verkefni lögreglunnar á landsvísu. Í nýju lögregluembættunum verði gert ráð fyrir færri yfirmönnum. Embættum ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Suðurnesjum og lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu verður samkvæmt tillög- unum gert að ráðast í sams konar endurskoðun á fjölda yfirmanna í sínu skipulagi. Starfshópurinn staðsetur ekki hin nýju lögregluumdæmi að öðru leyti en því að þau verði á Suð- urnesjum, Vesturlandi, Norður- landi, Austurlandi og Suðurlandi, auk höfuðborgarsvæðisins. Hóp- urinn telur eðlilegt að þeir sem nú starfa sem lögreglustjórar njóti forgangs til áframhaldandi stjórnunarstarfa. Starfshópurinn bendir á að nú séu liðlega þrír lögreglumenn á hvern stjórnanda í lögreglunni. Ekki sé óvarlegt að reikna með því að almennir starfsmenn geti verið um tíu á hvern stjórnanda, sem þýði umtalsverða fækkun stjórnenda. Hópurinn leggur til að nemend- ur Lögregluskólans fái einungis laun meðan þeir eru í starfsnámi. Að öðru leyti fjármagni þeir nám sitt með námslánum eins og aðrir nemendur. Til þessa hefur Lög- regluskólinn greitt lögreglunem- um laun á lokaönn í skólanum en hún er bóknámsönn. Hópurinn gerir ráð fyrir að nýtt skipulag lögregluembættanna taki gildi 1. apríl 2010. jss@frettabladid.is Lagt til að löggæsla verði flutt frá ríkislögreglustjóra Fækkun yfirmanna í lögreglunni, breyting á embætti ríkislögreglustjóra og fækkun lögregluembætta er kjarninn í tillögum starfshóps dómsmálaráðherra. Greinargerð hópsins hefur verið kynnt í ríkisstjórn. STJÓRNSÝSLA „Við erum að skoða mörg mál sem varða hugsanlega ríkisaðstoð. Þar á meðal eru mál tengd peningamarkaðssjóðum bankanna,“ segir Per Sande- rud, forseti stjórnar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Sanderud og aðrir starfsmenn ESA funduðu í gær með íslenskum ráðamönnum um ýmis álitamál, þar af um sex sem tengjast hruni fjármálakerfisins. Þá tengjast önnur mál gömlu íslensku bönkunum sem erlendir kröfuhafar hafa sent inn í tengslum við setningu neyðarlaganna. Fundað verður aftur í dag. Starfsmenn ESA koma hingað til lands einu sinni á ári og fara þá með ráða- mönnum yfir gögn sem tengjast þeim álitamálum sem til skoðunar eru hjá ESA. Fjögur fjármálafyrirtæki sem ráku eigin peninga- markaðssjóði kvörtuðu til ESA í vor en þau telja sam- keppnisbrot hafa verið framið þegar stóru bankarnir þrír keyptu skuldabréf úr peningasjóðum sínum í október í fyrra. Bankarnir voru í ríkiseigu þegar þeir keyptu bréfin. Erfitt er að meta hvenær niðurstöðu er að vænta, að sögn Sanderuds. - jab Eftirlitsstofnun EFTA skoðar hugsanleg brot tengd peningamarkaðssjóðunum: Skoða sex mál tengd hruninu MÁLSVERÐURINN UNDIRBÚINN Rúmlega 480 máltíðir voru útbúnar hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í gær. Máltíðirnar eru í hvítum plastpokum og samanstanda af ýmist fiski eða kjötmeti og kartöflum. Þá fylgir brauðmeti með hverri máltíð, mjólk, ávextir og kex. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir matarskömmtunum hafa fjölgað samfellt frá haustinu 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Nær fjörutíu fram- bjóðendur til síðustu alþingis- kosninga brjóta lög um fjármál stjórnmálasamtaka með því að skila ekki inn fjárhagslegum upplýsingum vegna framboðsins. Ríkisendurskoðun hefur ekki ákveðið hvenær brugðist verði við þessu. - kóþ / sjá síðu 4 Yfirlit Ríkisendurskoðunar: Frambjóðendur brjóta landslög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.