Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 54
BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 34 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég hrekk við og missi næstum brenn-heitt kaffið niður á mig þegar maður- inn við hliðina á mér hnerrar skyndilega. Þetta var kraftmikill hnerri og maðurinn hélt ekkert aftur af sér. Ég sé að fleirum en mér hefur brugðið, fullorðin kona á borði við gluggann horfir stóreyg á mann- inn þar sem hann þurrkar sér í vasaklút- inn, muldrandi eitthvað um „bölvað kvef- ið“. Ég held niðri í mér andanum og þríf úlpuna af stólbakinu. Ég klára ekki einu sinni úr kaffibollanum heldur dríf mig út undir ferskt loft og dreg ekki aftur andann fyrr en ég er komin fyrir húshornið. HVAÐ var ég að asnast þetta á kaffihús í miðjum heimsfaraldrin- um? bölva ég sjálfri mér í huganum. Það síðasta sem ég las í blaðinu áður en maðurinn hnerraði, var ein- mitt að svínaflensan virt- ist leggjast sérstaklega hart á Íslendinga, nóg er nú samt! Ég tek stefnuna heim, það er ekkert vit í að vera á ferðinni meðal fólks núna. Ég ákveð að ganga þennan spöl frekar en taka strætó þótt rigning- in dynji á malbikinu. Ég þori ekki að sitja lokuð inni í bíl með ókunnugu fólki, maður veit aldrei hvernig heilsufarsástandið er á hinum farþegunum. NEÐAR Í GÖTUNNI vík ég mér fimlega undan erlendum túristum í litríkum regn- slám sem reyna að spyrja mig til vegar. Hver veit nema þeir hafi borið með sér svínaflensuna frá heimalandinu. Eins tek ég stóran sveig fram hjá hópi skólabarna sem kemur askvaðandi á móti mér, það vita allir að börn eru gangandi gróðrarstía. ÉG ER FARIN AÐ ÓTTAST svínaflensuna meira en nokkuð annað. Ég er sem hengd upp á þráð, sný mér undan ef á mig er yrt, hrekk til við minnsta hósta og skelli hik- laust á fólk ef það svo mikið sem ræskir sig í símann. Það er aldrei of varlega farið. Ég skrúbba á mér hendurnar upp úr spritti og fletti blöðunum margsinnis á hverjum degi í von um að rekast á fyrirsögnina „Nægt bóluefni komið til landsins, almenningur bólusettur í dag“. Á FÉSBÓKINNI fylgist ég í örvæntingu með hvernig vinirnir falla einn af öðrum fyrir svínaflensunni og ég veit að hringur- inn fer að þrengjast. Ég slepp varla mikið lengur, get hvergi falið mig. Og þó! Í flýti hendi ég niður í tösku og endasendist upp í afskekkta sveit norðan heiða. Nú þakka ég fyrir að ekki náðist að malbika hingað upp eftir í góðærinu, eins og stóð til. Á flótta undan flensunni Eiríkur víkingur Conan barbari Lalli ljúflingur Því miður, við getum ekki haldið áfram að hittast! En... eftir allt það sem við höfum gert og upplifað saman? Nákvæmlega! Það má enginn komast að þessu! Þú ert önd, fjandinn hafi það! Haha! Sérðu þetta? Með því að blanda mismunandi teiknimyndasögum saman skapa ég eigin sögu! Já... sett saman úr sögum frá mismunandi for- lögum! Sniðugt! Bless pabbi! Ég elska þig! Segirðu „ég elska þig“ við pabba þinn? Já, gerir þú það ekki? Neibb. Ég hef valið að bera tilfinningar mínar ekki á torg. Hvað á það að þýða? Minni lífsgleði og nokkuð fjandsamlegt viðhorf. Hvað eigum við að gera? Ætli við verðum ekki að fara að leita að nýrri þvottavél og nýjum þurrkara. Þurrkara líka?? Hvað er að honum? Til að byrja með er komin stór beygla á hann. Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 515 5100 + sala@a4.is + www.a4.is Glerárgötu 34, Akureyri + Sími: 515 5160 + akureyri@a4.is + www.a4.is Gefðu persónulega gjöf sem er ótrúlega auðvelt að útbúa. Klipptu út fallega mynd af barninu þínu, gæludýrinu eða þér sjálfri/ sjálfum og settu inn í þessa glitrandi snjókúlu. Tilvalin gjöf handa ömmu og afa. Hægt að setja mynd báðum megin. 14 sm jólakúla 1.695 kr. 8,5 sm jólakúla verð 995 kr. Fjölskylduspil á frábæru tilboði! Vr. A825 85060692 Fullt verð 5.990 kr. 3.990 kr. auk 1.000 punkta x2 TI LB OÐ Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.