Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 4
4 5. nóvember 2009 FIMMTUDAGUR –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 9° 9° 7° 11° 9° 8° 6° 9° 25° 12° 20° 11° 27° 2° 11° 18° 6° Á MORGUN Stekkingur NV-lands og með S-ströndinni. LAUGARDAGUR Dregur úr vindi. 4 3 5 78 6 6 4 44 ÁTAKALÍTIÐ Það verður átakalítið veður á landinu í dag en svo verður nokkur breyting þar á. Það bætir í vind og úrkomu og má búast við strekkingsvindi sums staðar á landinu á morgun með úrkomu víða um land. 3 4 6 4 3 3 4 5 7 3 5 7 6 7 5 5 4 4 4 3 1 4 Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður STJÓRNMÁL Alls 37 frambjóðendur til síðustu alþingiskosninga áttu enn eftir að skila upplýsingum um kostnað við framboð sitt til Ríkis- endurskoðunar í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun brjóta þessir frambjóðendur því lög um fjármál stjórnmálasamtaka, en slík brot geta numið allt að sex ára fang- elsi, séu þau framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Samkvæmt lögunum er hverj- um frambjóðanda sem eyðir meira en 300 þúsund krónum í framboð- ið skylt að skila inn fjárhagslegu uppgjöri. Hinum sem eyða minna er skylt að skila inn einfaldri yfir- lýsingu um það. Frambjóðendurnir hafa haft ríflega hálfs árs frest til skilanna og Ríkisendurskoðun hefur ítrek- að skilafrestinn, sem var til 23. október. Þá hafa sumir fjölmiðlar fjallað um þetta mál síðustu vikur, og um skilin hingað til. Meðal þeirra sem ekki höfðu skilað inn upplýsingunum í gær eru Árni Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. Einnig Jórunn Frímannsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Nítján frambjóðendur VG höfðu engum upplýsingum skilað og ell- efu frambjóðendur Sjálfstæðis- flokks. Fimm frambjóðendur Frjáls- lynda flokksins og tveir frá Sam- fylkingu höfðu heldur ekki skilað upplýsingum. Þegar skilafrestur rann út 25. október áttu hátt í níutíu eftir að skila. Þeim hefur því fækkað mjög. Lárus Ögmundsson, skrifstofu- stjóri hjá Ríkisendurskoðun, segir enn óákveðið hvenær stofnunin kæri eftirlegukindurnar. „Í sjálfu sér munum við halda þessari skrá opinni fyrst um sinn þannig að við uppfær- um hana ef okkur berast skil, en auðvitað kemur að því að við lokum henni og þá stendur upp á okkur hvað við gerum við svörtu sauðina,“ segir hann. Lárus á þó ekki von á því að á það reyni, fólkið hljóti að skila um síðir. klemens@frettabladid.is Nærri fjörutíu frambjóð- endur til Alþingis brjóta lög 37 frambjóðendur til Alþingis eru enn brotlegir við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og hafa ekki skilað upplýsingum um kostnað við framboð til Ríkisendurskoðunar. Stofnunin bíður með að kæra til lögreglu. ALÞINGI 281 af 318 frambjóðend- um hafa skilað inn upplýsingum til Ríkisendurskoðunar. Þar af hafa 43 skilað inn fjárhagslegu uppgjöri, sem þýðir að þeir eyddu meira en 300 þúsund krónum í framboð til alþingis- kosninga. . FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR D, Sjálfstæðisflokkur (11): Árni Árnason, Reykjanesbæ. Árni Johnsen, Vestmannaeyjum. Bergþór Ólason, Akranesi. Gunnólfur Lárusson, Búðardal. Haukur Þór Hauksson, Garðabæ. Jórunn Frímannsdóttir, Reykjavík. Kjartan Þ. Ólafsson, Selfossi. Sigríður Andersen, Reykjavík. Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, Akureyri. Þorvaldur Hrafn Yngvason, Reykjavík. Þórður Guðjónsson, Akranesi. F, Frjálslyndi flokkurinn (5): Guðjón Arnar Kristjánsson, Ísafirði. Guðni Halldórsson, Borgarnesi. Ragnheiður Ólafsdóttir, Akranesi. Sigurður Hallgrímsson, Skagaströnd. Sigurjón Þórðarson, Sauðárkróki. S, Samfylkingin (2): Pétur Tyrfingsson, Reykjavík. Valgerður Halldórsdóttir, Hafnarfirði. V, Vinstri græn (19): Andrés Rúnar Ingason, Selfossi. Arnór Pétursson, Hafnarfirði. Fida Abu Libdeh, Reykjanesbæ. Guðbergur Egill Eyjólfsson, Akureyri. Heimir Björn Janusarson, Reykjavík. Hörður Þórisson, Reykjavík. Jórunn Einarsdóttir, Vestmannaeyj- um. Jósep B. Helgason, Akureyri. Kári Gautason, Vopnafirði. Mireya Samper, Kópavogi. Paul Nikolov, Reykjavík. Sigurður I. Björnsson, Hvammstanga. Sigurjón Einarsson, Noregi. Úlfur Björnsson, Hveragerði. Trausti Aðalsteinsson, Húsavík. Þorsteinn Bergsson, Egilsstöðum. Þorvaldur Þorvaldsson, Reykjavík. Þórbergur Torfason, Höfn. Þórður Arnfinnsson, Keflavík. HAFA ENN EKKI SKILAÐ UPPLÝSINGUM UM KOSTNAÐ EFNAHAGSMÁL Nýja Kaupþing mun reyna í þaula að semja við eigendur 1998, eignarhaldsfélags Haga, um endurskipulagningu fyrirtækisins áður en leitað verður til annarra mögulegra fjárfesta. Þetta er samkvæmt þeirri meginreglu bankans að eiga samstarf við eigendur og stjórnendur fyrirtækja í vandræðum, vegna endurskipulagningar lána, og að skoða hvort eigendurnir geti komið með nýtt fjármagn. Frést hefur af hópi fjárfesta sem hyggst gera tilboð í sextíu prósenta hlut í Högum. Fréttablaðið hefur reynt síðustu daga að fá upplýsingar frá Finni Sveinbjörnssyni, bankastjóra Kaupþings, um þetta og um málefni 1998. Blaðið spurði meðal annars hvort leitað hefði verið til ann- arra fjárfesta en þeirra sem áður áttu 1998/Haga, um að færa fjármagn í endur- reist fyrirtæki. Því var svarað með framangreindum hætti. Bankinn svarar hins vegar ekki hvort hagkvæmt gæti verið að skipta fyrirtækinu upp og selja í hlut- um, eða hvort fyrirtæki og einstaklingar sitji við sama borð við skuldaniðurfellingu. Bankinn vísar í verklagsreglur og útgefna yfir- lýsingu um að ekkert hafi verið afskrifað hjá 1998, að eigendur fyrirtækisins njóti engrar sérmeðferð- ar og að upplýsingar sem borist hafi í fjölmiðlum séu úr lausu lofti gripnar. - kóþ Nýja Kaupþing vill litlu sem engu svara um Haga og 1998: Reynir fyrst við Jón Ásgeir STJÓRNSÝSLA Sextán hafa sótt um stöðu forstjóra Bankasýslu ríkis- ins, en umsóknarfrestur rann út 2. nóvember. Þau eru: Birgir Örn Gunnarsson, Conor Byrne, Elín Jónsdóttir, Gísli Jaf- etsson, Guðmundur Franklín Jónsson, Halldór Eiríkur S. Jón- hildarson, Ingólfur Guðmunds- son, Ingólfur V Guðmundsson, Íris Björk Pétursdóttir, Jakob- ína Ingunn Ólafsdóttir, Jóhannes Ágústsson, Már Wolfgang Mixa, Ólafur Örn Ingólfsson, Viðar Kárason og Vilhjálmur Bjarna- son. Nafn eins umsækjanda vantar á listann, sem barst blaðinu í gærkvöldi. Bankasýslan ætlar að leiðrétta tilkynninguna í dag. - kóþ Bankasýsla ríkisins: Sextán vilja vera forstjóri FINNUR SVEINBJÖRNSSON Bankastjórinn hefur sætt ámæli fyrir að ætla að láta eigendur 1998 fá stóran hluta í Högum fyrir tiltölulega lítið fé. PAKISTAN, AP Um 40 vígamenn talibana hafa fallið síðustu daga í hörðum bardögum við pakist- anska herinn í Suður-Wazirist- an við landamæri Pakistans og Afganistans. Þar af féllu tíu í hörðum götubardögum í borginni Ladha, einu af þremur helstu vígj- um talibana og hryðjuverkasam- takanna Al Kaída í héraðinu. Undanfarnar vikur hafa her- sveitir ríkisstjórnarinnar ráðist gegn sveitum talibana í Suður- Waziristan og þrengt að tali- bönum, sem hafa verið allsráðandi innan héraðsins. Vígamenn tali- bana hafa hefnt með hryðjuverka- árásum víða um Pakistan. - pg Suður-Waziristan í Pakistan: Ráðist á her- sveitir talibana MENNING Stjórn Félags kvik- myndagerðarmanna mótmæl- ir fyrirhuguðum niðurskurði fjárveitinga til Kvikmynda- miðstöðvar Íslands. Með niðurskurðinum skemm- ist margra ára uppbyggingar- starf og hann dragi niður í íslenskum röddum á erlendum vettvangi. Bent er á í tilkynningu frá félaginu að niðurskurður hjá Kvikmyndamiðstöð nemi 34 prósentum en á öðrum sviðum menningar fimm til sjö prósent- um: „Munurinn er svo mikill að ætla mætti að ásláttarvilla hefði slæðst inn.“ Hver króna í kvikmyndagerð skili fjórum til sex krónum til ríkisins, þar af komi helmingur frá útlöndum. - kóþ Kvikmyndagerðarmenn: Mótmæla nið- urskurði til kvikmynda GENGIÐ 04.11.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 222,9019 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,34 124,94 205,54 206,54 183,5 184,52 24,654 24,798 21,72 21,848 17,608 17,712 1,3676 1,3756 197,47 198,65 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.