Vikan


Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 33, 1952 3 Utkoman er hörmuleg fyrir þúsundir manna TyEGAR þetta er ritað hefur ekki eitt einasta síldarskip fiskað fyrir kostnaði og ástandið í landi — á söltunarstöðvun- um, í síldarverksmiðj- unum — er eftir því. Þúsundir manna — sjómanna, síidar- stúlkna og verka- manna — munu því naumast verða mat- vinnungar. Flestar síldarstúlk- urnar munu hafa ráðið sig upp á kauptryggingu, og auk þess fríar ferðir og frítt fæði. Þó er útkoman hjá þeim allt annað en glæsileg. Almenn- ast mun vinnusamningur þeirra hafa hljóðað upp á 1650 króna tryggingu frá þeim tíma, sem byrjað væri að salta, til 13. september. Við þetta bæt- ast um 4%, svo að sumartekjurnar verða rösklega 1700 krónur. Hér eru þó óhjákvæmileg útgjöld (hjá mörgum stúlknanna) ekki reiknuð til frádráttar, svo sem kaup á sfldarpilsi (99 krónur í Reykjavík), stígvélum (80—100 krónur), vinnuvetlingum (12 krónur parið) o. fl. o. fl. Sjómennimir hafa sömu rauna- söguna að segja. Kauptrygging há- seta á herpinótabát er 2,745 krónur á mánuði, 1. vélstjóra kr. 3,870 (þetta er hæsta tryggingin), skip- stjóra kr. 1800. En fæðiskostnaður er talsverður, sjófötin dýr — og ósjaldan stórt hcimili í landi. MYNDIN á forsíðunni er tekin á Djúpa- vík, sennilega sumarið 1940. Það er síld. Maður þarf ekki að horfa nema and- artak á myndina, til að komast í þá síldar- stemningu sem er mótorskellir og drekk- hlaðnir bátar, klofháar bússur og gul olíu- pils, saltþefur og síldarhreistur og menn með harða hatta, hróp og köll og ræs og splæs — og mikill hlátur. Það er verið að salta yfir myndina þvera og endilanga, og það er maður á hlaupum með handvagn upp bryggjuna, það eru þessar blessunar- legu tunnur og svo, fjærst okkur, Garðar, GK 25, þáverandi Hafnfirðingur. Það er greinilega síld. Þessi mynd heyrir fortíðinni til. Það hafa verið teknar myndir á Djúpavík í sumar; þær eru nútíðin. Og á þeim mynd- um er öllu snúið öfugt, eins og Djúpavík sé ekki meira síldarpláss en til dæmis Esbjerg í Danmörku eða Banbury, sem er inni í miðju Englandi. Því það er alls engin síld. Tunnustafl- arnir standa óhreyfðir eins og egypskir pýramídar, máfurinn masar við sjálfan sig á bryggjunum, olíupilsin eru eins rauð- 8ILDARLAIJ8T 8UIHAR - „Algert hallæri“ fyrir Norðurlandi - gul og óþæfð og ólánlega ný eins og þegar þau voru keypt í búðinni í sumar, Hafi einhver farið í splæs, þá hefur það verið út úr eintómum leiðindum. Því að sannleikurinn er þessi: Það hefur aldrei fiskast minna af síld fyrir Norðurlandi, síðan veiðar hófust þar að ráði með herpinót. Það er ekki til á skýrslum lakara ár, svo langt sem þær ná. DAVÍÐ ÖLAFSSON fiskimálastjóri sagði VIKUNNI fyrir nokkrum dög- um: „Þetta er algert hallæri. Sannleikurinn er sá, að í sumar hefur engin síld verið í nágrenni við landið.“ Hver verður þá afleiðingin ? Hér er part- ur af svarinu: Af þeim 175 skipum, sem ætlað er að hafi farið til síldveiða fyrir Norðurlandi í sumar, hefur ekki eitt ein- asta fiskað fyrir kostnaði. Þegar þetta er skrifað, eru flestir smærri bátanna hættir. Engar áreiðanlegar tölur eru þá enn fyrir hendi um fjölda þessara báta. Ástæðan gefur í sjálfu sér góða mynd af þessu hörmungarástandi: Sumir bát- anna hafa í allt sumar hvergi komið fram á síldarskýrslum, með þeim árangri, að gjörsamlega ómögulegt hefur verið að fylgjast með ferðum þeirra og fá um það nákvæma vitneskju, hvort þeir væru hætt- ir og farnir heim eða einhversstaðar úti í hafi að leita að síldinni. Á er það spumingin: Hvað veldur þessu? Um það eru (eins og raunar um nærri því allt, sem að síldveiðunum lýtur) skiptar skoðanir. Þó virðist sú kenning sennilegust — og kannski eiga stuðning flestra kunnáttumanna — að greinilegasta orsökin sé breyting á haf- straumum. Staðreynd er það að minnsta kosti, að frá Norður-íshafinu liggur nú kaldur straumur austur fyrir landið, straumur, sem ætla má að „girði fyrir síldina“ og hindri ,,eðlilega“ göngu henn- ar inn á íslenzku miðin. Það styður þessa kenningu, að Norðmenn og Svíar hafa fisk- að sæmilega í reknet sín um 120 mílur austur og suð-austur af íslandi, og aðal- magnið virtzt vera austur frá landinu. Norsk herpinótaskip hafa þó lent í sama aflaleysinu og þau íslenzku. I^SLENZK síldveiði hefur verið háð undar- legustu sveiflum. Ein slík ,,sveifla“ sendi þennan smáa en verðmæta fisk í endalausum torfum inn í Hvalfjörð, og úr því varð stórfiskirí og stórverksmiðja — og síðan hefur ekki sést síldarseiði í Hval- firði. Hið algera aflaleysi fyrir Norður- landi er heldur engin nýjung: síldarkóng- ar hafa svo sem farið á höfuðið fyrr en nú, hersveitir af rukkurum tekið á móti bátunum í heimahöfnum, áhafnir farið slippar frá borði og síldarstúlkur á suður- leið naumast átt fyrir sígarettum. Síldin er og verður lotterí, að minnsta kosti með núverandi veiðarfærum og vitneskju. TTVAÐ þá um framtíðina? Er síldin — •*■■*• valútufiskurinn — farin frá íslandi fyrir fullt og allt? Er kaldi straumurinn norðan frá íshafi aðeins stundarfyrirbæri, eða á hann eftir að girða fyrir miðin okk- ar norðlensku næstu áratugina? Er hring- nótaveiðin og herpinótaveiðin fyrir Norð- urlandi dauðadæmd, eða færir næsta sum- ar okkur kannski metafla og nýtt líf og nýjan lífsþrótt? Komast hörðu hattarnir aftur í tísku — eða tekur síldarstúlkan döpur saman pjönkur sínar og kveður al- farin Norðurland? Davíð Ólafsson svaraði þessu fyrir VIK- UNA nokkru fyrir síðustu helgi. Hann sagði sem satt var: „Þetta veit enginn nema síldin.“ Forsíðumyndina tók Guðbjartur Ásgeirsson. Hér geta menn borið saman fjögur ár OÍLDVEIÐIN fyrir Norðurlandi hefur ^ aldrei verið minni en í ár, svo langt sem skýrslur ná. Samkvæmt síldar- skýrslu Fiskifélagsins í síðastliðinni viku, höfðu þá aðeins 64 skip (af urn 175) fengið yfir 500 mál og tunnur. Á þeirri skýrslu var Akraborgin frá Akur- eyri hæst með 2,342 mál og tunnur. Taflan hér á eftir gefur nokkra mynd af ástandinu. Það skal tekið fram, að 1940 er besta árið í síldveiðisögu íslend- inga; það hefur hvorki fyrr né síðar borist jafnmikið sfldarmagn á land. En 1944 var líka metár, því að þá veidd- ist meiri sfld á nót en nokkru sinni fyrr. 1 bræðslu 1 salt (mál) (tunnur) 1940 1,651,300 68,000 1944 1,570,000 33,300 1951 350,000 87,000 1952 (til 16. ág.) 27,417 33,436

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.