Vikan


Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 33, 1952 - HEIMILIÐ - BER □G BERJAFERÐIR Útlit fyrir mikil ber í ár. Nú er kominn timi til að senda ella fjölskylduna í berjamó, draga gamlar krukkur og flöskur fram í dagsljósið, setja upp stærstu svunt- una á heimilinu og hefjast handa. Ber eru bæði holl og góð fæða. Ef við t. d. fiettum upp bláberjum I næringarefnatöflunni i „Lærið að rnatbúa" eftir Helgu Sigurðardóttur stendur þar: Eggja- Kol- Hita- hvíta vetni einingar Bláber 0.8 12.0 27 Taflan er miðuð við 100 gr. af fæðutegundunum. Ef við flettum við blaðinu fáum við að vita að í blá- berjum er líka 31 mg. af Kalcium og 42 mg. af Fosfor. Þetta eru ágæt rök þegar verið er að reka fjölskylduna af stað í berja- mó. Þegar það hefur tekizt er erfið- asta þrautin unnin, þó þá sé eftir að finna berin og geyma þau til vetr- arins. Ef þú býrð í Reykjavík er hið fyrrnefnda auðvelt, því bæði Orlof h.f. og Ferðaskrifstofa ríkisins munu efna til berjaferða í haust. Ferða- skrifstofan hefur ekki getað gefið nákvæmar upplýsingar um sínar ferðir, en VIKAN hefur í þessu sam- bandi átt tal við Ásbjörn Magnús- son, forstjóra Orlofs h.f. Berjaferðir Orlofs h.f. Ásbjörn hefur verið að athuga berjalöndin og tryggja sér leyfi til tínslunnar. Hann segir af útlit sé fyrir að mikið verði af berjum í ár. Orlof hefur þegar ákveðið að efna til berjaferða á tvo staði, en líklega verður farið víðar og gefur skrif- stofan í Hafnarstræti nánari upplýs- ingar þegar það er ákveðið. Þórsmerkurferð: 1 byrjun mánað- arins var þegar komið mikið af berj- um á Þórsmörk og mun Orlof þess vegna halda uppi sameiginlegum Bláberjabúðingur með rjóma. % 1. rjómi. 4—5 matsk. af 1 pk. matarlím. bláberja- 1 dl. vatn. mauki. Matarlímið er hrært út með helmingnum af vatninu og brætt yfir gufu. Það sem eftir er af vatninu er svo hrært út í matarlímið. Blá- berjamaukinu hrært út í þeytta rjómann. Nú er mat- arlíminu hrært út í, þegar það er orðið mátulega kalt. Látið í skál og skreytt með þeyttum rjóma. fjalla- og berjaferðum um helgar í haust. Vegna þurrkanna hefur verið hægt að komast á bílum alla leið í Húsa- dal og gerir skrifstofan ráð fyrir að hægt verði að halda því áfram fiam í lok september. Farið verður á laugardegi, gist í tjöldum og komið aftur á sunnudags- kvöld. Fólk þarf að hafa með sér mat og annan útbúnað, en skrif- stofan hefur hitunartæki. Líka er hægt að fá tjaldpláss, ef um það er beðið. Slíkar ferðir hafa kostað 150 kr., Krækiberjasúpa. y2 kg. kræki- 50 gr. kartöflu- ber. mjöl. 1 yz 1. vatn. 1 dl. kalt vatn. 100 gr. sykur. Heill kanell. Berin eru hreinsuð og soð- in í vatni með kanel í 20—30 mín., síðan síuð. Kartöflu- mjölið hrært í köldu vatni, hrært út í súpuna þegar hún sýður og suðan látin koma upp aftur. Sykur látinn í eft- ir vild. Borðað með tvíbökum. en reynt verður að halda kostnaðin- um niðri, eftir því sem við verður komið. Á Þórsmörk er mest af kræki- berjum. Fólk getur svo valið um, hvort það vill ganga á fjöll og skoða sig um eða tína ber. Kjósin: 1 Kjósinni er bæði mikið af krækiberjum og bláberjum. Orlof mun halda uppi berjaferðum þangað í haust. Þá verður farið að morgnl og komið að kvöldi. Fólk verður að hafa með sér nesti. Ferðirnar munu kosta um 40 kr., en það er talsvert ódýrara en að taka áætlunarbila. Geymsla berjanna. Algengast er að búa til saft úr krækiberjunum, en geyma bláberin heil. Það er ákaflega fljótlegt að búa til saftina, ef berjavél er til á heim- ilinu, því hún kremur berin og síar hratið frá. 1 þessa hreinu saft er svo látið pund af sykri á móti einum potti af saft og það hitað upp í 80°. Hratið má svo sía í sigti, blanda þessa nýju saft jafnmiklum sykri og hina og sjóða hana í 10 mínútur. Ef berjavél er ekki fyrir hendi, má nota hakkavél, en þá verður að sía hrat- ið frá strax. Nú þurfa flöskurnar að vera til- búnar, hreinar og þurrar. Ef þær eru með skrúfuðum tappa, má bara loka þeim, annars er gott að væta bóm- ullarhnoðra í betamon og stinga hon- um ofan í flöskustútinn áður en korktapinn er settur í. Þá þarf lika að lakka yfir tapann. Bláberin má geyma heil í ís. Þá er sykri stráð yfir berin og þau vaf- in í sellofanpapptr. Þeir sem ekki hafa aðgang að ís- hólfi ættu að hræra berin saman við sykur, pund á mðti pundi og geyma þau í krukkum. Um veturinn má svo hafa þau í ábæti eins og þau eru í krukkunni og bera þeyttan rjóma með. Börnunum líður vel á nýja barnaheimilinu í Laugarási Þegar komið er í nánd við Skál- holt sér maður e. t. v. eitthvað enn merkilegra en margra alda gamlan skurð, því þarna koma marserandi 60 útitekin og hraustleg Reykja- víkurbörn. Það er helmingur þeirra barna sem í sumar dvelja á nýja barnaheimili Rauða Kross Islands í Laugarási í Biskupstungum. Þetta barnaheimili á sér sögu. Hún hefst 1940, þegar Rauði Kross Is- lands fór, ásamt öðrum aðilum, að koma börnum á öruggan stað úti í sveitunum. ÖU stríðsárin var þessu starfi haldið áfram með aðstoð ríkis og bæjar, þó við mikla erfiðleika væri að etja. Sveitaheimilin voru of langt í burtu og barnaheimilin rekin i óhentugum skólahúsum. Á 20 ára afmæli Rauða Krossins 1944 var svo hafizt handa um að koma upp barnaheimili, sem byggt væri sérstaklega í slíkum tilgangi. Byggingarnar voru áður sjúkra- hús Bandaríkjahers og stóðu við Hafravatn. Rauði Krossinn fékk þær að gjöf frá ríkinu og flutti þær að Laugarási í Biskupstungum, því þar er hentugur staður fyrir slikt heim- ili: gnægð af heitu vatni, myndarlegt bú, sem getur útvegað heimilinu það sem með þarf, læknir situr í Laugar- ási og staðurinn er hæfilega langt frá Reykjavík. Flutningurinn átti auð- vitað að ganga fljótt og kosta lítið, en nú mun kostnaðurinn vera orð- inn um 1800.000 kr. og heimilið tók ekki til starf fyrr en 5. júlí í vor. Þegar komið er f hlað I Laugar- ási rekur maður fyrst augun í böm, börn að vega salt, börn að róla og börn á hlaupum upp allar hlíðar. Þarna er annar 60 bama hópur, sem f dag leikur sér í kringum húsið en á morgun verður sendur í gönguferð eins og hinn hópurinn, sem þá verð- ur heima. Byggingin er 10 smáhús og innan- gengl í þau öll. Fyrst er komið inn í tvo stóra sali. Annar er ætlaður börnimum til að leika sér í þegar vont er veður, en í hinum em mi3- jafnlega lftil borð og stólar. Þar geta 3 ára börnin setið eins og þeim hent- ar og 8 ára bömin komið sér þægi- lega fyrir meðan þau em að borða. Flest borðin og rúm barnanna eru smíðuð í Reykjalundi. Svefnskál- arnir em fjórir, tveir fyrir drengi og tveir fyrir stúlkur. Rúmin em 30 í hverjum skála og hvert barn hefur litinn skáp undir dótið sitt. Fram- an við dymar standa 30 tannburst- ar og glös í snyrtilegum röðum og þar em lágir vaskar til að þvo sér úr. Fóstrurnar tvær hafa lítið her- bergi við endann á hverjum svefn- skála. 1 eldhúsinu em öll nýjustu þægindi og innar af því kæliklefi. I þvottahúsinu stendur þvottakonan við þrjár þvottavélar og í næsta her- bergi bíða strauvélarnar eftir þvott- inum. I starfmannahúsinu er her- bergi með þrem litlum rúmum og rúmi fyrir hjúkmnarkonu, ef veik- indi bera að höndum. Til þess hefur enn ekki komið, en þar er ein fóstran að líma heftiplástur á meiddan fing- ur. Rekstur heimilisins er í höndum Reykjavíkurdeildar Rauða Krossins. 26 starfsmenn eru þar í sumar, 23 stúlkur, forstöðukonan Ingibjörg Ingólfsdóttir frá Fjósatungu, Þórður Kristjánsson kenr.ari og vélamaður. 50 hestafla dieselrafstöð sér hús- inu fyrir rafmagni og nægilegt heitt vatn er þar á geymi. 1 þurrkunum í sumar varð heimilið vatnslaust og varð í skyndi að leggja leiðslur í annað vatnsból. Á meðan var varla hægt að þvo börnunum, þeim til mik- illar ánægju. Bömin dvelja á heimilinu í 8 vik- ur í sumar, en hvað á að gera við bygginguna hinn hluta ársins? Því eru nú forráðamenn heimilisins að velta fyrir sér. Af nógu er að taka hvort sem það verður heimili fyrir vangæf börn, hvíldarheimili fyrir þreyttar mæður eða jafnvel fyrtr þreytta þingmenn og bæjarfulltrúa, eins og Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri stakk upp á, en þeir gætu borg- að fyrir sig með því að planta trjám. Húsakynnin eru líka mjög hentug, ef koma þarf mörgum börnum úr bænum I skyndi eða sem sjúkrahús ef á þarf að halda. Það er auðséð að börnunum líður vel í sveitinni. Þau hafa flest þyngst þennan tíma, sem þau eru búin að vera þar. Allt er gert til að hafa ofan af fyrir þeim t. d. er þar til kvikmyndavél og von á filmum, sem hægt verður að sýna þegar fer að versna I veðri og börnin verða að vera meira inni. Þegar ráðskonan yar spurð, hvort börnunum væri nokkuð kennt, svaraði hún: „Nei, en þegar maður er úti að ganga með þau, er auðvitað reynt að tala um blómin og þess háttar." Er hægt að finna betri kennsluaðferð ? SPAKMÆLI Sérhver þjóð býr við það stjóm- arfar, sem hún á skilið. — Joseph de Maistre. Óhófið verður lýðræðisríkjunum að falli, en fátæktin einræðisríkj- unum. — Montesquieu. Dýragarðurinn Maðurinn með uxasvipinn vinnur mikið og er óþreytandi við að skemmta sér. Metnaðargjarna kona, þetta er maður við þitt hæfi (þ. e. ef heilsa þín þohr það). « \

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.