Vikan


Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 33, 1952 VORIÐ ER KOMIÐ T^YRSTU daga vorsins, þegar jörðin er að vakna og fara í grænu fötin og hlýtt og ilmandi loftið leikur um vanga okkar, fyllir lugun og virðist jafnvel ná til hjartans, þá finnum við til óljósrar löngunar til frelsis, til hamingju, löngun- ar til að hlaupa, reika um og anda að okkur vorinu. Veturinn hafði verið óvenju harður og vortilfinningin í maí var lík- ust eiturlyfi. Morgun nokkurn, þegar ég vaknaði, sá ég úr glugganum mínum himininn baðaðan í sólinni yfir nágrannahúsunum. Kanarífuglarnir sungu hátt í gluggasyllunum, og það gerðu þjónarnir á hverri hæð líka; ánægjukliður barst neðan frá götunni og ég fór út eins kátur og dagurinn, til að halda — ég vissi ekki hvert. Allir á göt- unni brostu. Maður gat næstum sagt að ástar- gola svifi yfir borginni, og í augum morgun- klæddra kvennanna á götunni var falin blíða; þær gengu hægt og reisulega og fylltu hjarta mitt óróa. Án þess að vita hvernig eða hversvegna, var ég staddur á Signubökkum. Gufubáturinn var að leggja af stað til Surenes, og allt í einu var ég gripinn ómótstæðilegri löngun til að ganga í gegnum skóg. Þilfar „Flugunnar“ var þakið farþegum, þvi sólskin að vorlagi dregur fólkið út úr húsunum, hvort sem því er það ljúft eða leitt, allir voru á þönum, komu og fóru og mös- uðu við ferðafélaga sína. Nálægt mér var litil stúlka, án efa verka- stúlka, sem hafði yfir sönnu aðdráttarafli París- arstúlkunnar að ráða: lítið höfuð með dálítið krulluðu hári, sem líktist ljósglampa þar sem það flögraði í golunni, lagðist niður með eyr- unum, náði niður á hnakkann og varð að svo fíngerðum og Ijósum dún að varla var hægt að koma auga á það og mann langaði til að láta kossunum rigna yfir það. Ég þrástarðí á hana svo hún leit i áttina til mín og síðan niður og í lítilli hrukku við munn- vikið, sem var að því komið að mynda bros, gyllti sólin ljósan silkikenndan dún. Lygn áin breikkaði; loftið var hlýtt og alveg kyrrt, en niður lífsins virtist fylla það. Nágrannakona mín leit aftur upp og x þetta sinn brosti hún, því ég starði enn á hana. Hún var töfrandi og í augnaráði hennar sá ég þús- und leyndarmál, sem ég hafði hingað til verið alls ófróður um, ég skynjaði óþekkta dýpt, alla töfra viðkvæmninnar, öll ljóðin, sem okkur dreymir, alla þá hamingju, sem við erum stöð- ugt að leita að. ílg fékk brjálæðiskennda löng- un til að taka hana í fangið og bera hana burt, til að hvisla hljómfögrum ástarorðum í eyra hennar. Er G ætlaði að fara að ávarpa hana, þegar einhver snerti öxl mína, og þegar ég sneri mér undrandi við, sá ég ósköp hversdagslegan mann, sem hvorki var ungur né gamall og horfði dapurlega á mig. „Mig langar til að tala við þig,“ sagði hann. „. . . Stjórnin ætti að setja stórar auglýsingar á veggina með þessari áletrun: VORIÐ ER AB KOMA! BORGARAR, VARBÐ YKKUR Á ÁSTINNI.“ Hann sá vafalaust að ég gretti mig, því hann bætti við: „Það er mjög mikilvægt málefni." Ég stóð upp og elti hann yfir í hinn enda bátsins og þar sagði hann: „Herra minn, þegar veturinn kemur með kulda og snjó, segir læknirinn alltaf: „Láttu þér ekki verða kalt á fótunum, gættu þín fyrir dragsúg, kvefi, lungnabólgu, gigt og brjóst- himnubólgu. Þá fara menn varlega, fara í ullar- föt, þykkar kápur og góða skó, og samt kemur það ekki í veg fyrir, að maður verði að eyða tveimur mánuðum í rúminu. En þegar vorið kemur með laufguðum trjám, með hlýjum and- vara og ilminum af kornökrunum, öllu þess, sem gerir mann dálítið órólegan og viðkvæman að ástæðulausu, þá segir enginn: Herra minn, varaðu þig ð ástinni! Hún liggur alls stað- ar í launsátri; hún bíður eftir þér á hverju götuhomi; allar snörur hennar eru lagðar, öll vopnin til reiðu og allt tálið tilbúið! Gættu þín fyrir ást- inni! Hún er hættulegri en koníak, lungnabólga eða brjóst- himnubólga! Hún fyrirgefur aldrei og lætur okkur fremja óbætanleg heimskupör. Já, herra minn, franska stjórnin ætti að setja stórar auglýsingar á veggina með þessari áletrun: „Vorið er að koma! Borgarar, varið ykkur á ástinni!" alveg eins og þeir setja upp: „nýmálað". En þar sem franska stjórnin gerir það ekki, verð ég að koma i hennar stað og segja við þig: Gættu þín fyrir ást- inni, því hún er að gripa þig og það er skylda min að að- vara þig. Bg var mjög undrandi og reigði mig um leið og ég sagði: „Satt að segja fninst mér þú vera að skipta þér af máli, sem þér kemur ekkert við." Hann hr^yfði sig snöggt og svaraði: „Ó herra minn! herra minn! Eftir GUY de MAUPASSANT Ef ég sé mann vera að drukkna, á ég þá að „ láta hann dnikkna? Hlustaðu á sögu mína og þá skilurðu hvers vegna ég vogaði mér að tala þannig til þín.“ AÐ gerðist um þetta leyti í fyrra. En fyrst verð ég að segja þér, að ég er skrifstofu- maður hjá fiotamálaráðuneytinu, þar sem yfir- menn okkar, fulltrúarnir, taka gullborðana sina alvarlega og fara með okkur eins og háseta á skipi. Jæja, úr skrifstofuglugganum mínum gat ég séð ðrlítinn blett af bláum himni og flögrandi svölunar, svo að mig langaði til að dansa innan um skjalamöppurnar. Löngun mín í frelsi varð svo áköf, að ég fór inn til yfirmanns mins, þrátt fyrir andúð mína á þessum skapvonda manni. Þegar ég sagði honum, að mér liði ekki vel, leit hann á mig og sagði: „Ég trúi því ekki, en snautaðu í burtn. Heldurðu að nokkur liðsforingi geti unnið með svona skrifstofumenn ?“ Ég lagði strax af stað niður að Signu. Dagurinn var alveg eins og i dag og ég tók „Fluguna" til Saint-Cloud. Æ, hvað það hefði verið gott, ef húsbóndi minn hefði neitað mér um fríið þann dag! Mér fannst ég stækka allur í sólinni. Mér þótti vænt um allt — gufubátinn, ána, trén, húsin og samferðafólk mitt. Mig langaði til að kyssa eitt- hvað, alveg sama hvað; ástin var að leggja snöru sína fyrir mig. Við Trocadero kom stúlka með lítinn pakka í hendinni um borð og settist á móti mér. Hún var fremur lagleg, en það er undarlegt, herra minn, hve miklu fallegri okkur virðast konurnar á hlýjum vordegi. Þá svifa töfrar þeirra á mann og það er eitthvað heillandi við þær. Það er alveg eins og að drekka vin á eftir osti. Ég leit á hana og hún leit líka á mig, en að- eins öðru hverju, eins og stúlkan þama gerði áðan; og að lokum, af því við höfðum horft svo mikið hvort á annað, fannst okkur við þekkj- ast nógu vel til að tala saman, svo að ég ávarp- aði hana og hún svaraði mér. Hún var falleg og elskuleg og hún heillaði mig, herra minn! Hún fór I land við Saint-Cloud og ég elti hana. Hún afhenti pakkann, en þegar hún kom aftur, var báturinn nýfarinn. Ég gekk við hlið hennar og hitinn kom okkur báðum til að andvarpa. „Nú væri gott að vera úti í skógi," sagði ég. ,,Já,“ svaraði hún. „Eigum við að ganga þangað okk- ur til skemmtunar ungfrú?" Hún leit snöggvast á mig, eins og til að at- huga nákvæmlega, hvemig ég væri, og svo féllst hún á uppástungu mína eftir nokkurt hik. Brátt gengum við hlið við hlið úfei í skógi. Sólin skein á þykkt, Ijósgrænt grasið, í loftinu var krökt af skordýmm, sem líka voru í ástarmakki, og fuglarnir sungu allstaðar. Samferðakona mín fór að stökkva og hlaupa, ölvuð af sveitaloftinu og ég fór að dæmi hennar og stökk líka og hljóp. En hvað við getum stundum verið heimsk, herra minn! Því næst söng hún ófeimin ,ótal lög, óperu- aríur, lagið um Musette! Lagið um Musette! En hvað mér fannst það skáldlegt þá! Ég næstum tárfelldi yfir því. Æ, þessir heimskulegu söngvar gera okkur brjálaða; farðu að mínum ráðum og gifztu aldrei konu, sem syngur uppi í sveit, eink- um ef hún syngur lagið um Musette! Brátt varð hún þreytt og settist niður í grös- uga brekku, og ég settist við fætur hennar og tók um hendur hennar, litlu hendurnar, sem voru svo blóðrisa af nálinni, að ég komst vife. Ég sagði við sjálfan mig: „Þetta eru heilög merki vinnunnar". Ó, herra minn, vefetu hvað þessi heilögu merki vinnunnar tákna? Þau tákna all- ar kjaftasögur vinnustofunnar, hvisluð hneyksli, og sál flekkaða af óþverranum, sem þar er sagð- ur; þau tákna tapað hreinlífi, heimskulegt þvað- ur, alla eymd daglega lífsins, alla þröngsýni Framhald á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.