Vikan


Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 33, 1952 9 MAÐUR f FRÉTTUNUM! •NAGUIB* Naguib steypti Farouk af stóli. Hann varð á einni svipstundu leiðtogi heiJl- ar þjóðar. Hann hefur sagt spillingunni stríð á hendur. Og bylting hans hefur enn einu sinni sann- að það, að „herinn er voldugri en kóngurinn''. Mohámmed naguib hershöfðingi er 51 árs, kvœntur og á þrjú börn. Hann kveðst ekki haldinn neinni „pólitískri metorða- girni“ og ekki ætla sjálíum sér pólitísk völd í Egypta- landi, þótt hitt sé auðvitað ómótmælanieg staðreynd, að liann sé valdamesti maður landsins og hálfgildings ein- ræðislierra. Hann fékk megna óbeit á egypskum stjórnmálamönn- um í stríðinu við Israels- menn 1948; egypski herinn beið þarna hinn herfilegasta ósigur, enda kom á daginn, þegar á hólminn var kom- ið, að vopn lians voru meira og minna sviltin. Astæða; egypskir auðkýfingar og á- hrifamenn (þar á meðal sennilegast sjálfur konung- urinn!) höfðu grætt á þvi offjár að selja hernum stór- gölluð vopn og ónýt slíot- færi. FAROUIÍ YARÐ AÐ HLYÐA. Ósigurinn gegn Gyðing- um og spillingin, sem þá náði hámarki sínu, valcti sára reiði Naguibs og þeirra liðsforingja í egypska hern- um, sem ekki liöfðu þegar gengið þessari spillingu á liönd. Það má segja, að stjórnbyitingin í Egypta- landi hafi verið í deiglunni síðan 1948, og þótt Farouli og hirðgæðingum hans væri þetta ljóst og andæfðu eftir megni, fengu þeir ekki rönd við reist. Þegar Naguib sendi skriðdreka sína inn í Alexandríu og gerði kon- ungi boð um að afsala sér völdum og liypja sig úr landi innan sex stunda — þá varð liann að gera svo vel og lilýða. Raunar mátti liann prísa sig sælan að fá að sigla sinn sjó í sinni kon- unglegu lystisnekkju, því að það er nú komið á daginn, að einbeittustu samsæris- mennirnir vildu taka liann af Iífi byltingarnóttina. Mohammed Naguib hefur lýst yfir, að hann ætli að hreinsa til í egypsku póli- tíkinni. Sennilegast er, að Bretar og Bandaríkjamenn telji valdatöku lians öllum aðilum fyrir beztu; sendi- lierrar þeirra í Cairo dauf- heyrðust að minnsta kosti við hinni örvæntingarfullu bæn Farouks um, að ríkis- stjórnir þeirra gripu í taum- ana. Raunar hafa Bretar lengi haft megnustu óbeit á kónginum fyrrverandi, en um Naguib segja þeir hins- vegar, að hann sé „eins og brezkur liðsforingi“. Óþarft er að taka það fram, að í augum Breta er þetta ó- skaplegt hól. LÍFSEIG TlZIÍA. En Naguib á erfitt lilut- verk fyrir höndum. Það hef- ur alla tið verið tízka í Egyptalandi, að pólitikusar og fylgifiskar þeirra ættu greiðan aðgang að f járliirzl- um rikisins. Og svona tizka er allajafna lífseig, þrátt fyrir góðan vilja noklturra umbótamanna. Um eitt virðast menn þó vera sammála: Það ætti að taka stjórnmálamenn Nagu- ibs að minnsta kosti tíu ár að verða eins gerspilltir og broddborgarar Farouks. Það er að segja, ef þeir koma þá ekki öllum á óvart með því að efna gefin loforö! FAROUK. Það er eltki enn vitað með vissu, hve miklu fé Farouk tókst að koma undan frá Egyptalandi. Sumar lieimildir herma, að það liafi verið að minnsta kosti sjö millj- ónir sterlingspundna, eða um 820,000,000 króna! Farouk hefur hinsvegar sjálfur tjáð fréttamönn- um, að hann væri snauð- ur maður — en það tek- ur sennilega enginn liá- tíðlega. Menn eru á einu máll um, að liann sé vell- auðugur, enda hef ur hann ausið peningum á báða bóga, þær vikurnar, scm hann er búinn að vcra landflótta. I Myndir í fréttunum | RÍTA OG BETTY Rita Hayworth er á mynd- inni til vinstri, ásamt Re- bekku dóttur sinni. Betty Hutt- on, sem hér sást nýlega í mynd- inni „Annie, get your gun“, er á hinni myndinni. Hún er tekin í Koreu, þar sem Betty skemmti hermönnum Samein- uðu þjóðanna. Rita hefur hins- vegar látið Koreu eiga sig, sennilegast haft í nógu að snúast í sínu eigin stríði í sambandi við skilnaðinn við Aly Khan hinn austræna. Ann- ars segist hún ætla að fara að leika í kvikmyndum aftur — sem eflaust er mörgum aðdá- endum hennar tilhlökkunar- efni. Eflaust á hún líka eftir að gifta sig aftur, en hún hef ur fylgt Hollywood-kerfinu dyggilega og er þrígift. Nr. 1 Var verzlunarmaður, nr. 2 leik- ari, nr. 3 prins. DAGLEGUR ATBURÐUR Morðið er ennþá í mörgum löndum daglegur viðburður. Meir að segja i Svíþjóð er að meðaltali myrtur einn maður á viku, og i Finnlandi erú morðin nærri þvi 300 árlega. Maðurinn á myndinni til vinstri var myrtur við höfnina í New York. Þar er byssan enn tals- vert á lofti, ekki síst þegar bófar þar þurfa að gera upp sakirnar sín á milli. Morðingi þessa manns fannst ekki. En liann mun hafa verið myrtur í sambandi við það óþokka- bragð glæpamanna, að heimta þóknun af hafnarverkamönn- um, en neita þeim að öðrum kosti um vinnu! VAR SENNELEGAST FORSTJÓRI I MORÐI H.F.! Maðurinn, sem snýr andlitinu að okkur á myndinni hérna undir, heitir Joseph Anastasio. Grunur manna er sá, að hann hafi verið meðlimur í hinu alræmda glæpafélagi Morð h.f., en aldrei hefur samt tekist að sanna þetta. Morð h.f. mun á sínum tíma hafa „séð fyrir“ tugum ef ekki hundruðum manna; félagsskapurinn tók að sér að koma fólki fyrir katt- arnef fyrir þóknun, sem miðaðist við það hve viðkomandi var áhrifamikill og efnaður. Nú eru þó líkur fyrir því, að Anastasio, sem er af ítölskum ættum, verði bönnuð landvist í Bandaríkjunum æfilangt. Þessi stúlka er systir Glaretta Petacci, hjákonu Mussolinis, sem var líflátin með honum. Systirin heitir Myriam Petacci og leikur í itölskum kvikmyndum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.