Vikan


Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 28.08.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 33, 1952 5 „Farðu nú, Trudý.“ Rödd hans skalf. „Þú áttr ir ekki að koma hingað. Þetta —- þetta er konan mín.“ „Já, það datt mér í hug, en . . .“ aftur virti hún Önnu fyrir sér og virtist ekki finnast hún skipta miklu máli. Allt i einu var Anna gripin reiði. „Lárus, viltu vera svo góður og sjá um að vin- kona þín fari strax, en hún vill líklega hneppa að sér kjólnum fyrst.“ Þegar Lárus hafði farið fram með stúlkuna, þrýsti Anna höndunum að titrandi vörum sín- um. Hana langaði allt í einu til að æpa og hlæja. Önnur kona — ung og hrein með sakleysisleg augu. Anna var líka ung, eins ung og Trudý. En í augum Lárusar var hún vansæmd. Hún hafði eitt þremur dögum og þremur nóttum með Mik- ael Killikk. Þegar Lárus kom aftur var hún algjörlega ró- leg. „Lárus, ég get ekki verið hér hjá þér. Ég fer undir eins,“ sagði hún hljómlausri röddu. En hann stóð i vegi fyrir henni og hún sá að hendur hans skulfu. „Nei, Anna, þú mátt ekki fara,“ stundi hann. upp. „Þetta var bara Trudý Blake, sem býr á neðri hæðinni. Það er ekkert okkar á milli, alls ekkert. Ég er ekki ástfanginn af henni eða neitt í þá áttina. Þú ert eina stúlkan, sem ég hefi nokkru sinni elskað, en reyndu að skilja hvernig mér líður — hvernig mér leið, þegar ég hugsaði um þig og Killikk. En þú getur liklega ekki skil- ið hvernig karlmanni liður. Það var mér kvalræði . . . og Trudý heimsótti mig og var vingjarnleg við mig, einmitt þegar ég þurfti þess mest með og það gerði þetta dálítið léttbærara fyrir mig. En hún hefði ekki átt að koma og bíða svona eftir mér. Hún er mér í raun og veru einskis virði. Það er bara að . . .“ I VEIZTU -? | 1. Hvers vegna stálið í Bulova-úrunum = kostar meira en þyngd þess i gulli? 1 2. Hvaða 3 enskar systur hafa verið I þekktir rithöfundar? | 3. Hvað er seiðhríía ? = 4. Hvaða fimm tónverk hafa verið sam- i in um Faust? = | 5. Hvers vegna eru rendurnar á peningum = grópaðar ? | 6. Var Lindberg fyrsti maðurinn, sem i flaug yfir Atlantshafið ? | 7. Hvaða gyðingur er frægasti fiðluleik- i ari heimsins ? = 8. Hvað er það, sem hinn fátæki fleygir i frá sér, en hinn ríki stingur hjá sér? i = 9. Antony Eden er nú giftur frænku i Churchills, en hver var fyrri kona i hans ? 1 | 10. Hvenær var Samvinnuskólinn stofn- i aður ? 1 Sjá svör á bls. 14. | „Að þú getur litið öðruvísi á hana en mig.“ „Nei, nei, þetta er ekki sambærilegt. Ég elsk- aði þig í raun og veru, Anna, og ég geri það enn. En þetta hefur verið mikið áfall og allt sem hann sagði. Að hugsa um þig og hann . . „Lárus, ég endurtek það að . . .“ „Nei, hættu! Það þýðir ekki neitt. Þetta er allt svo vonlaust. En þú mátt ekki fara frá mér, Anna.“ • Önnu til mikillar undrunar hneig hann niður á rúmið, faldi andlitið í höndum sér og snökkti. Axlir hans skulfu af þungum ekka. Að lokum samþykkti hún að fara ekki. Ekki strax, að minnsta kosti. Lárus virtist ótrúlega grimmur og eigingjarn, en hún skildi ef til vill ekki tilfinningar karlmannanna. Þetta sama kvöld kom ungur maður á lögreglu- stöð eina í London og lýsti því yfir að hann vildi gefa skýrslu varðandi mál Geralds Killikks, sem blöðin höfðu nýlega tilkynnt dauðann og sagt að hefði horfið á dularfullan hátt. Hann gaf yfirlögregluþjóninum, sem var á vakt, eftirfarandi skýrslu: „Ég heiti Henry Wallace. Ég vinn hjá fyrir- tækinu, sem Gerald Killikk vann hjá. Ég var vinur hans, líklega bezti vinur hans. Ég hefði átt að koma fyrr, en ég var hræddur við að gera það. Ég hélt að ef til vill yrði ég ásakaður um að hafa aðstoðað hann. En svo var mér sagt, að ef maður aðstoðar lögregluna,' þó seint sé, skipti það ekki svo miklu máli, þó maður hafi ekki komið fyrr.“ „Segðu mér nú allt sem þú veizt,“ sagði yfir- lögregluþjónninn. „Já, þegar hann slapp, eftir að hann var tekinn fastur, kom hann beint til mín og bað mig um að lána sér peninga. Ég átti þá ekki til og sagði honum það. Þá sagðist hann ætla að reyna að komast til Mikaels bróður síns, sem byggi ein- hvers staðar fyrir norðan. Hann sagði „Mikael á næga peninga og ef hann vill ekki sleppa ein- hverju af þeim, þá gerist eitthvað söguíegt." Henry Wallace dró djúpt andann. „Og nú fannst mér að ég yrði að segja frá þessu, úr því eitthvað sögulegt gerðist, eða var það ekki? Það stendur í blöðunum að hann hafi dottið fram af kletti í sjóinn. En það veit eng- inn hvað hef'ur gerzt milli bræðranna áður. Það hefur verið mikil deila, skyldi ég halda. Þetta hefur ef til vill verið slys, en bróðir hans hefði líka getað kastað honum fram af eða drepið hann fyrst og kastað svo líkinu í sjóinn . . .“ Yfirlögregluþjónninn stöðvaði hann með því að banda frá sér. „Ég kæri mig ekki um að vita hvað þú álítur, Wallace." En hann var mjög hugsandi á svip- inn. ,,Ég ætla að spyrja þig nokkurra spurninga og þú verður að láta þér nægja að svara þeim.“ Þegar Anna kom heim eftir að hafa verið í burtu allan seinni hluta dagsins, bjóst hún við því að hitta Lárus heima, en hurðin hjá Trudý stóð opin og þaðan heyrði hún hlátur ungu stúlk- unnar og lágværa karlmannsrödd. Gat það verið, að Lárus væri þar ? Anna stanz- aði og titraði af ótta og reiði við tilhugsunina. Meðan hún stóð þarna hló maðurinn líka. Hjarta hennar virtist stanza eitt augnablik. Hún þekkti hláturinn — og þó var það ómögu- legt. Hann gat ekki verið þarna. Hún stóð kyrr eins og bergnumin. 1 þessu kom Trudý fram að hurðinni, líklega til að loka henni og kom auga á hana. Hún starði á hana, en svo fór hún að skellihlæja. „Hérna er hún,“ kallaði hún. „En hvað þú ert heppinn." Maðurinn kom fram í dyrnar. Það var þá satt. Mikael Killikk var þarna. „Svo þú hefur dirfzt að elta mig hingað," sagði hún. Hún gleymdi Trudý, sem fylgdist með at- burðunum af vaxandi áhuga. „Alls ekki, en ég þurfti að fara til London hvort sem var og þá datt mér í hug að líta inn.“ „Og þú þorir að láta sjá þig hérna eftir . . . ef þú ferð ekki undir eins, læt ég kasta þér út.“ Mikael ýtti Trudý inn til sín og brosti til henn- ar. „Farðu inn til þín, telpa mín,“ og við Önnu sagði hann: „Getum við nú staðið hér í stigan- um og talað saman?“ llll■llllllll■■lllll■■■■lll■ll■lll■llllll■l■■llll■■llllllllll■lllllll■■lllllllllllllllllllllllllllllll Ástin er að þvi leyti lík tannburstanum, að hún ætti réttu lagi að vera öllum óviðkomandi nema eigandanmn. — O. Henry. ....I■l■■■■■lll■l•l■í■l■■l■■lllll■■■■■l■ll■lllll|||||■llllllllll■■l||■■■|||||||||■||||||l|l|l|||||||| „Við getum alls ekki talað saman," hún átti erfitt með að tala. Hann leit í kringum sig. Á næstu hæð fyrir ofan bjó Lárus Fielding og hingað hlaut hann að hafa farið með Jóhönnu. Mikael vissi varla sjálfur hvers vegna hann var hingað kominn. Ef til vill iðraðist hann ör- lítið við að minnast hve örvæntingarfull Anna var á svipinn þegar hún fór frá eynni, eða hann hefði veika von um að geta bætt örlítið skaðann, sem hann hafði valdið. En nú var hjarta hans aftur orðið eins hart og steinn. Já, Lái'us hafði farið með Jóhönnu hingað til að koma illa fram við hana. Og Anna hafði vitað um það, það vissi hann, og fengið Lárus til að yfirgefa hana og svo höfðu þau hlegið að þessu saman. „Nei, eftir á að hyggja þá höfum við ekkert að tala um.“ Hann tók svo fast um höku hennar að hún gat ekki. hreyft sig og horfði í augu henn- ar. „Ég var bara að hugsa um, hvort þú værir nú loksins orðin frú Fielding", bætti hann við. Hann sá að roðinn kom fi'am í kinnar hennar. Skepna, í'uddalega skepna, hugsaði hún. Síðast- liðin nótt — nótt, sem hafði verið eins hræðileg og allar hinar. Hún hafði legið í öðrum helming hjónarúmsins og Lárus í hinum. Lái’us hafði legið kyrr og starað upp í loftið og stunið öðru hvoru þungt. Bara legið þar til morguns. Hann hló lágt. „Aðeins að nafninu til — jómfrú Anna,“ sagði hann og sleppti henni. Hann sagði ekki fleira, en snei-i við og gekk niður stigann. Ef hún hefði getað myrt hann á þessu augnabliki, hefði hún ekki hikað. Þegar hann var farinn gekk Anna hægt upp. Hún gekk svo hægt að þegar hún var komin upp á stigapallinn heyrði hún einhvern kynna sig sem leynilögreglumann við dyr Trudýar Blakes. Hún læddist aftur niður og hlustaði skjálfandi. „Hefur Mikael Killikk heimsótt yður, ungfrú?“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.