Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 9

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 9
BRÚÐKAUP í KRÝSUVIK ,'Skammt fyrir sunnan núverandi bæjarhús í Krýsuvík, spölkorn niður með afleggjaranum, sem liggur af Krýsuvíkurvegi til Grindavíkur, stendur lítið hús með risi. Þetta er Krýsuvíkur- kirkja. Fyrir fáeinum árum var þetta guðshús í algerri niðurníðslu, svo það hékk varla uppi; þá lét Björn Jóhannsson, fyrrum bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, gera kirkjuna upp fyrir eigin reikning og er kirkjan nú í vörzlu þjóðminja- varðar. Það eru margar aldir, síðan Krýsuvíkurkirkja var lögð niður sem sóknarkirkja. Það var gert árið 1563 og þá lögð undir Strandarkirkju, en með prestakallalögum frá 1907 var hún lögð undir Staðarprestakall í Grindavík, unz hún var einfaldlega niðurlögð og sóknin sameinuð Grindavík árið 1929. Og 1914 er þess getið á héraðsfundi, að kirkjan sé í niðurníðslu, svo varla hefur hún nokkurn tíma á þessari öld verið á marga fiska, fyrr en Björn Jóhannsson .gerði hana að góðu húsi á þessum áratug. Það heyrir því nokkrum tíðindum til, að hjónavígsla var í Krýsuvíkurkirkju nú í sum- ar. Það má telja fullvíst, að slík athöfn hafi ekki farið fram í þeirri kirkju á þessari öld og alls ekki eftir 1920. Sennilegra er þó, að all- mörgum áratugum lengra sé til þess, er hjón voru þar síðast saman gefin. Hinar síðari ald- ir hefur verið heldur fámennt í þeirri sókn, er kirkju átti í Krýsuvík, meðal annars er það tekið fram í bréfi Páls Stígssonar hirðstjóra árið 1563, þegar hann leggur til að Krýsuvíkur- kirkja sé lögð niður sem sóknarkirkja og lögð undir Strandarkirkju í Selvogi- —- hvað gert var, - að einhver kirkjumynd verði að hanga uppi í Krýsuvík þegar Strandarkirkjuprestur fari til Krýsuvíkur að sorga um þær fáu hræð- ur, er þar hírast. Eins var það jafntítt, er prestsverk, svo sem skírnir og hjónavígslur, voru unnin, að farið var he:m til prestsins eða presturinn kom inn á heimilin, þar sem verka hans var þörf. Til þess bendir til dæmis sagan af séra Eiríki í Vogsósum, sem árlega fór til bóndans í Nýja- bæ í Krýsuvík til að skíra hjá honum barn. Strax að skírninni lokinni bauð bóndi honum ævinlega til borðs og setti fyrir hann brenni- vín og feitt kjöt nema eitt árið, þá átti hann ekkert brennivín. Síðan hafði séra Eiríkur þetta lengi til viðmiðunar — árið, sem hann skuði brennivínslausa barnið í Krýsuvík. Þannig eru ærnar líkur til þess, að hjón, gef- in saman í Krýsuvíkurkirkju, hafi verið mjög fá um aldirnar og sorgarsálmar jarðarfarar hafi þar oftar ómað en gleðisöngur giftingar. Því um jarðarfarir vitna leiðin í kringum kirkjuna og síðasta prestsverkið þar fram til þess að hún var endurvígð árið 1962 var jarðarför, það var árið 1917. Ólafur Þorvaldsson, þingvörður, er líklega fróðastur núlifandi íslendinga um Krýsuvík. Hann segir í blaðagrein fyrir sjö árum, að Krýsuvíkurkirkju sé fyrst getið um 1200 í kirknaskrá Pálskirkju. Þar er Krýsuvíkurkirkja sögð Máríukirkja og auðug; hún á heimaland ailt í Krýsuvík ásamt Herdísarvík og níu mæl- um lands á Þorkötlustöðum. í grein þessari færir Ólafur líka glögg rök að því, að kirkjan og byggð öil í Krýsuvík hafi í upphafi staðið mun nær sjó en nú er, en bvggðin hafi síðan verið færð undan renn- Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.