Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 26

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 26
* ■ ■ ■ þanin, sem verða má, þýðir ekki að reyna að auka styrkleika sjón- aukans. Það er vitað hvar takmörk- in eru. Frá sjónarmiði Ijósfræðinnar er sjónauki pípa. Því víðari sem pípan er, því meira Ijós fer f gegn um hana. Vídd pípurnar er kölluð sjó- aldur hennar og mæld í millimetrum. Mannsaugað hefur einnig ókveðna sjáaldursstærð. ( björtu dagsljósi er hún varla meiri en tveir millimetr- ar, en f rökkri eða myrkri kemst hún upp í sjö millimetra. Ef pípa kfkisins er sjö millimetrar að þver- máli (innanmól), þá sést vel f sión- aukanum til allra ótta hvernig sem birtunni er hóttað. Ekki ætti því að vera þörf ó að hafa pípuna víðari en þetta. Sjóaldur sjónauka er ekki annað en þvermál sjónglersins deilt með stækkunartölunni. Sjónauki, sem kallast 7x50 hefur sjóaldur sem er (50:7) = 7.1 mm. Slíkir sjónauk- ar eru ógætir til að hafa að nóttu til. Hitt er annað mól að nætursjón- aukar eru óhönduglega stórir og þungir í hlutfalli við gagnið, sem af þeim má hafa. Ef menn ætla sér að hafa sjónauka sinn með sér í ferð- um, er betra að hafa hann af veik- ari gerð. Það er hvort sem er mjög sjaldgæft, að hægt sé að hafa not af sjónauka að nóttu til. Sjónaukinn, sem kallast 8x30, er miklu minni og léttari, og sjáaldurs- stærð hans, sem er 3.75 mm, gerir hann hinn hagkvæmasta til ýmissa nota. Minni sjónaukar, svo sem 7x18 hafa sjóaldur að stærð 2.5 mm og eru fyrirferðarlitlir, og ógætir að hafa í fullri birtu. Algengasta sjónarsvið sjónauka, sem ætlaðir eru til ýmissa nota, er 6—8°. Verksmiðjurnar tákna þetta ýmist með gráðum (°) eða metra ó þúsund metra fjarlægð, eða feti ó þúsund stika (yards) fjarlægð. Ein gráða (°) svarar til 17.4 m 6 1000 m færi, eða 52 f. ó 1000 stika færi. Ef ó sjónaukanum eða leiðarvísi hans skyldi standa 420ft at 1000 yds., þá er sjónarsvið 420 fet ó 1000 stika færi eða allt að þvf 8°. Það er orðin tízka að hafa sjón- auka víða. Nú eru á boðstólum sjón- aukar með sjónarsviði fró 11° til 14°. Þýzkar og svissneskar verk- smiðjur eru svo vandvirkar, að ekki eru framleiddir sjónaukar með víð- ara sjónarsvið en svo að ekki verði ó kostnað skýrlpikans úti við rendur sjónglersins. Óvandaðar verksmiðjur skeyta ekki um þetta, heldur gera það sem þau sjó sér beztan hagnað í. Þess vegna fást í verzlunum ódýr- ir sjónaukar með stóru sjónarsviði. SJ0NAUKI Á EKKI AÐ VERA RANGEYGUR AÐ VERA RANGEYGUR Sjónauki er ekki ein, heldur tvær pípur og tvö sjáöldur, sitt fyrir hvort auga, og eiga hvorutveggja að vera eins. Oftast tekst þetta, en fari svo að O Beck-Kessel 11x80 Tordalk. Þó a'ð sjón- aukinn sé svona stór er hann samt léttur, en hann stækkar ákaflega mik- ið. Sjónauki þessi hefur verið hafður til einfaldra stjörnuathugana á vís- indaleiðöngrum. 0 Zeiss Dialyt 8x30B. Þessi tegund hefur flöt prismu og sjónvíddar stilli byggð- an inni í pípunum, svo að hann lengist hvorki né styttist við stillingu og er þá algerlega loftþéttur. 0 Leitz Trinovid 7x35B. Báðir þessir sjónaukar, nr. 2 og 3, eru ætlaðir þeim sem hafa gleraugu jafnt sem hinum, sem ekki hafa þau. O Back-Kassel 7x50 „Veiðifálkinn“. Stækkar jafnmikið og stóri sjónaukinn nr. 1, en þolir tæplega eins vel hnjask. Er einkar snotur og fer vel í hendi. © Zeiss 7x50B. Ilylkið er úr gúmmí. Þessi sjónauki er algerlega loft- og vatns- þéttur og þolir vel allskonar hnjask. Þennan sjónauka má liafa með gler- augum. © Þessi japanski sjónauki, sem heitir Super 8x40 er einn hinna ódýrustu. 0 Ilálfur prismasjónauki — eineygður — heitir Falcon de Luxe. O Einfaldur japanskur sjónauki, Mira- dor Supreme 7x35. Þessi sjónauki hef- ur breiðlinsu, það er 11.5 gráður O Þessi er einnig með breiðlinsu. Hann heitir Sui 6x25. Sjónsviðið er 11.5 gráður. © Limer 9—12x35 Zoo. Þessi sjónauki stækkar frá 9—12 sinnum og má stilla á livað sem vill af þessu eins og nafn- ið segir til um. Þegar stækkað er í hámarki, verður skýrleikurinn auðvit- að minni. Sjónauki þessi þykir afbragð að gerð. ® Góður leikhússjónauki stækkar oftast 2.5 til 3 sinnum. Auk þess á að vera hægt að stilla fjarlægð sjáaldursins eftir þörfum og yfir sjónglerin á að vera dregin himna. Þessi sjónauki heit- ir Falcon de Luxe Teater og er jap- anskur. ® Þessi sjónauki er líka japanskur. Hann er ódýrastur af þeim öllum, hann er ekki hægt að stilla, og það sem horft er á, fer mjög úr lagi úti við jaðrana. Ekki er hægt að segja að þetta sé góður sjónauki. O einhver skekkja komi í Ijós, þannig að sjónglerin hafi haggazt ofurlít- ið í afstöðu sinni hvort til annars, verður sjónaukinn rangeygur, eða það sem svo mætti kalla. Það sem annað auga sér skýrt ( honum, sér hitt óskýrt. Augun geta lagfært þetta að vissu marki, en ef skekkjan er lóðrétt, þreytir það augun að horfa í sjónaukann. í sjónaukaverksmiðju mó sjó við þessu með því að viðhafa næga vandvirkni og alúð, og þarf þá að treysta á þol sjónaukans, þola hnjask ón þess nokkuð haggist til til skaða. En mest er þó komið undir því hvernig til hefur tekizt um mólm- blönduna, sem höfð er í sjónauk- ann. Þó að allt annað sé ákjósanlegt, gagnar það ekki, ef raki eða loftið ó hafi úti hefur þau óhrif á málm- inn, að ryð kemur fljótt í gegn um yfirborðshúðunina, og líður þó varla á löngu fyrr en stinga má fingri gegn um málminn. PRÖFIÐ SKÝRLEIKANN Erfitt er að prófa skýrleika sjón- auka áhalda- og hjálparlaust. Reyn- ið samt að horfa í þráð gegn um sjónauka, og sjáið til hvort þráður- inn sést þá jafnskýrt úti við rend- urnar sem fyrir miðju. En til þess að finna hve vel sjón- aukinn skilar myndum í mismun- andi fjarlægð, má hafa þetta ráð: lítið í hann langt úr í fjarskann, og festið auga á einhverju sem þar er, lítið svo á annað í tíu metra fjar- lægð. Þá á hvorttveggja að sjást skýrt, án þess nokkuð þurfi að færa til, ef sjónaukin er góður. Lítið á einhvern ákveðinn hlut. Færið svo sjónaukann til lárétt, þannig að mynd hlutarins líði gegn um sjónarsviðið frá hægri hönd til vinstri handar. Þá má sjá hvort hún breytist nokkuð eða aflagast. Auðvitað má sjónauki ekki sýna regnbogaliti umhverfis þann hlut, sem horft er á. Hvorki í miðjunni eða úti við rendurnar. Ef slíkt kemur í Ijós, er meira en lítið bogið við smíðina. Ef velja skal hlut, sem kunnáttu og hagleik þart til að smíða svo vel fari, borgar sig ætíð að vera vand- látur, og velja hið bezta sem fáan- legt er. En sá, sem ekki á kost á hinu bezta gerir rétt í því að full- vissa sig um að hann kaupi ekki svikinn varning. Hafið vaðið fyrir Haldið sjónaiikanum um hiilfan metra frá auganu og horfið móti ljósi eða ljósum flcti. Ljóshletturinn innan í sjónaukanum á ]>á að vcra hringlaga (A). Jaðri hann við að vera ferhyrnd- ur, með grámusku í krlng, er það merki þess, að prismarnir eru ekki eins og vcra ber. bað er ekki á allra vitorði, að sjón- auka má nota scm stækkunargicr mcð því að beita honum sem hér er sýnt — með allt að fimmfaldri stsekkun. En það er hægt — prófið bara sjálf. Þannig skal prófa s|ónaukac Snúið sjónaukanum við (þannig að hann smækki og haldið honum i hálfr- ar álnar fjarlægð. Berið hlýantsodd að sjónglerinu. í ákvcðinni fjarlægð á blýantsoddurinn að sýnast stækka og fylla út í þann bjarta blett, sem sést i elnu í sjónaukanum. Ef þctta bregzt, er sjónaukinn ckki jafn ijósnæmur og hann á að vcra. Sumar verksmiðjur blekkja með því að setja dökkt gler í sjónaukann. Ilægt cr að kaupa linsur til að sctja framan á sjónaukann. Á þann hátt cr hægt að láta hann stækka t. d. átta sinnum á 25 cm færi, cöa tvisvar sinn- um á meters færi. Það er því liægt að sitja kyrr og fylgjast með skor- dýri en liafa mun víðara sjónarsvið cn vcnjuleg smásjá gefur. í stað við- aukasjónglcrs, sein fcst er á sjónauk- ann, má nota venjuleg gleraugu íyrir fjarsýna — það cr að segja nota dauf safngler. Takið með annarri hendi um hylkið, en með hinni um sjónglerhylklð, — eins og sýnt er á myndinni. Þessum tveimur pípum á ekki að vera unnt að haggá úr þeirri afstöðu, sem þær hafa hvor tíl annarrar. Ef þetta brcgzt, er eitthvað bogið við sjónsviðsmöndul tækisins. Sá sem horfir um stund í slíkan sjónauka, fær af því höfuð- verk. Auðvelt á að vcra að stilla sjónaukann eftir því hvort horft er á nálæga eða fjarlæga hluti. Auðvelt á að vcra að snúa stillinum eins og langt fram og aftur og unnt er án nokkurrar fyrir- stöðu og sömuleiðis miðhengslunum. neðan yður og prófið fleiri en einn sjónauka áður en þér kaupið. Fyrsf er að gæta þess að augun finni ekki til neinna óþæginda þeg- ar horft er í sjónaukann. Ef sjónin óskýrist nokkuð, eða augun fara að flökta þegar starað er í sjónaukann, þá er eitthvað að, og er þá betra að kaupa ekki. Sjónaukar sem hafa skekkju í viðmiðun milli glerjanna valda höfuðverk, sem ekki hverfur fyrr en þó nokkur tími er liðinn. EINHÖLFA SJÖNAUKAR Sjónaukar, sem ekki hafa nema eina pípu, kosta helmingi minna en tvöfaldir, þ.e.a.s. þeir sem bornir eru fyrir bæði augu. Einfaldir sjón- aukar eru einkum hafðir til að taka við mynd úr fjarlægð (eða fjarska) sem svo er stækkuð f holspegli og tekin Ijósmynd um leið. Árangurinn getur orðið sæmileg- ur. Til þessarra nota eru beztir sjón- aukar sem ætlaðir eru fólki sem er vant að hafa gleraugu, — en þá er réttast að ráðfæra sig við sérfræðing. VANDAÐUR FRÁ- GANGUR HLEYPIR VERÐINU FRAM Það sem mest hleypir fram kostn- aðinum við smíði sjónaukans, er í rauninni vandvirkni í smærri atrið- um og stærri. Því fleiri safngler sem eru í sjónauka, því meiri lík- ur eru á að hann sé gallalaus, og því dýrari er hann þá að sjálfsögðu. Góður sjónauki er loft- og vatns- þéttur, og þetta hleypir verðinu einnig fram, og ekki síður nákvæmn- in við samsetninguna. ( vönduðum sjónaukum er dregin svokölluð op- tísk himna yfir sjónglerin, og hefur þetta hina mestu þýðingu fyrir gæð- in. Fjögur af hundraði af því Ijósi, sem gler sleppir gegnum sig, fer afleiðis, þ.e.a.s. breytir um stefnu og sundrast í ýmsar áttir, svo fram- arlega sem Ijósið fellur á glerið bert. ( hverjum sjónauka eru frá fjórtán til tuttugu glerfletir. Því bet- ur sem hin optíska himna er gerð, því minna sundrast af Ijósi, og því skýrara verður það sem horft er á ( sjónaukanum, því geislarnir sem stefna ( ýmsar áttir, verða að villi- Ijósi, svo að myndin óskýrist. Með þessu móti má draga úr sundruninni um allt að þv( 1.7%. Margir hinna ódýrari sjónauka hafa ekki optfska himnu nema öðru megin á glerinu, að utanverðu. Og auk þess kann að vera að þetta sé gagnslítið, svik- ið, aðeins blár litur. Lokaprófunin, sem góðar verk- smiðjur leyfa sér aldrei að sleppa, ætti að tryggja það að enginn sjón- auki sé sendur á markað ef hún sýnir það að hann sé ekki galla- laus. Þetta hleypir verðinu einnig fram. Oll vandvirkni við framleiðsl- una gerir það, en þá á kaupandinn síður á hættu að kaupa svikinn hlut. ☆ 26 VXK'AN 33-tbI- 33. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.