Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 13
;neinni mannlegri uppfinningu. Hugmyndir tóku að vakna. Þessa helgi hlustaði Robert á aðra symfóníu Sibelíusar á nýja stereofóninum sínum. Það var síðasti þátturinn sem snart hann svo að hann spratt á fætur. Hann stóð í miðju herberginu og stjórnaði hljómsveitinni af ákafa. Það var þreytandi en þó hress- .andi. Þetta gneistandi blásturs- etriði í endann var sannarlega upplyftandi. Upplyft.... Orðið hljómaði eins og stór- kostlegur samhljómur í höfði hans. Upplyftandi brjóstahald.... Upplyftandi brjóst.... Hann vissi að hann hafði dott- ið ofan á sína lífsköllun. Hann ætlaði að framleiða hinn full- komna brjóstahaldara fyrir sér- hverja konu. Reikningslist og hugmyndaflug myndi ganga hönd í hönd. Hann myndi færa fegurð inn í líf kvennanna og líf í augu þeirra. Skólastjórinn, sem sagði að honum væri sýnt um vaxta- reikning, kæmi til með að hafa rétt fyrir sér. Robert tók til starfa með blý- ant, pappír, nokkra metra af gúmmíteygju og mismunandi gerðir af borðum, líni og nælum. Innan nokkurra ára hafði hann verið skírður og það í einu helzta verzlunarblaðinu; — Le- onardo da Vinci brjóstahaldar- anna. Hann byrjaði með litla skrif- Framhald á bls. 40. Þessi spennandi og fyndna saga er gerð eftir kvikmyndinni The Bliss of Mrs. Bloss- om, aðalhlutverk leika Shirley Maclaine, Ric- hard Attenborough og James Booth. 4 33. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.