Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 49
ir Liljur vallarins 1964, ságði fólk að ég hlyti að vera kominn á hamingjutindinn. En það er ekk- ert til sem heitir að höndla ham- ingju. Maður getur aðeins skilið og metið hamingjuna ef hann hefur verið reglulega óhamingju- samur. Foreldrar mínir voru svo fá- tæk að þau höfðu ekki efni á að kaupa föt. Mamma safnaði göml- um mjölpokum og bleikti þá og saumaði úr þeim skyrtur handa mér. En þannig fortíð kennir manni listina að komast af, og maður lærir líka einskonar aga. Ekki hernaðarlegan aga, heldur aga sem maður leggur á sjálfan sig eftir að hafa verið barma- fullur af örvæntingu. Þessvegna hef ég áhyggjur af H æskulýð nútímans. í næstum öll- um löndum virðist ríkja örvænt- ingarfull fíkn eftir stöðugum skemmtunum og nautnum, mat, drykk, kynsvalli og svo fram- vegis. Ef við höldum þannig á- fram, verður þetta smáræði af aga, sem við höfum enn hér í heiminum, horfið innan skamms og næstu áratugina mun mann- kynið þá þurfa alveg sérstaklega sterka inngjöf af aga til að jafna sig eftir agaleysið. Sidney Poiter er sjálfur fjög- urra dætra faðir -— sú elzta, Pamela, er sextán ára — og hann hefur skrifað kvikmyndahandrit fyrir börn sín sérstaklega. Og fyrir dætur þúsunda banda- rískra negramæðra. Kvikmyndin heitir For the Love of Ivy. — Eins og aðrar húðdökkar bandarískar stúlkur vilja dætur mínar gjarnan sjá á tjaldinu ein- hverja rómantík á milli negra- drengja og negrastúlkna, endur- varp af því sem í þeirra eigin lífi gerist. En mínar dætur fá aldrei að sjá sig sjálfar á hvíta tjaldinu í rómantískum senum með negrum hins kynsins, jafn- vel þótt segja megi að þær kæmu aðeins fram sem fulltrúar hundr- uð þúsunda negrastúlkna. Sidney Poiter á sér draum, sem hann vonar að einhverntíma verði að raunveruleika: — Eg er fyrst og fremst negra- leikar. En mig dreymir um að verða fyrst og fremst leikari. Og hann brosir mildu, dapur- legu brosi. ☆ París í haust Framhald af bls. 47. lega. í miðið að neðan er dragtar- kjóll fró Balmain, buxnapils með öðruvísi litum, efri hluta eins og tvískipt dragt, jakki í sama lit og pilsið, svartur og gulur. Túrban not- aður við, en þeir virðast aetla að verða vinsælir þetta órið. Ákaflega mikið var um síða jakka, túníkur, á kjólum og drögtum og mætti láta sér detta í hug, að þær sem væru í BORGARSJÚKRAHÚSIÐ VAR EINGÖNGU NOTAÐ THERMOPANE EINANGRUNARGLER TheJimcp. hÉR FÁIÐ EKKI ANNAÐ BETRA Glaverbel's KRI§TJ4MliOM ék> OO. HF, SÍMI 11400 33. tw. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.