Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 19
Vanessa Redgrave í hlutverki Isadoru Duncan. Ilér er hún að kenna börn- um að dansa. Vanessa Redgrave með börnum sínum tveimur í leikhléi. Börnin Natasha og Joely Kim eru af hjónabandi Vanessu og leikstjórans Tonys Richardsons. „Ástin er allt‘. Vanessa Redgrave í hlutverki „hinnar þjóðsagnakenndu dansmeyjar, Isadoru Duncan". Kona með lífsskoðun á undan sinni samtíð. FYRSTA HIPPASTELPAN Bráðum kemur á markaðinn kvikmyndin um Isadora Dun- can, hina frægu og alræmdu listakonu. „Hún er öfgafull, stórlcostlega snjöll, ómórölsk, hugsjónamanneskja“, var sagt um hana meðan hún var á lífi. Hver á svo að leika þessa konu í kvikmyndinni? Auðvitað Vanessa Redgrave. „Við erum svo ]íkar“, segir Vanessa .... „All you need is love“, syngja bítlarnir, og hipparnir í dag reyna á mismunandi hátt að fylgja þessum lífsreglum. Fyrir meira en fimmtíu árum síðan var það fræg listakona sem kom fram með þessa sömu heims- speki. Hún átti auðvitað ekki svo marga aðdáendur, en hún var mjög fræg á sinni tíð. Þetta var hin furðulega dansmær Isa- dora Duncan. „Hún var í raun og veru hippi, og það á þeim tíma þegar það þurfti mikið þor til að koma fram með slík- ar lífsskoðanir,11 segir einn af vinum hennar, sem ennþá er á lífi. ÁSTIN ER ALLT í ÖLLU „Það eina sem gerir þennan heim betri og lífvænlegri, er ástin. Við verðum að elska, eins og Jesús gerði, — eins og Búdda gerði," var Isadora Duncan vön að segja. Þetta þótti nokkuð djarft af henni, en hún reyndi aldrei að leyna skoðunum sín- um. Hún fékk mjög mismunandi dóma. „Geggjuð, öfgafull, stór- snjöll, ómórölsk, hugsjónamann- eskja,“ er nokkuð af því sem sagt var um hana. Menn gátu verið hrifnir af henni, eða lát- ið það vera, — á sínum tíma var Isadora Duncan tákn hins frjálsa lífs, frjálsrar ástar. Við getum líkt henni við hippana, en við verðum að muna það að Isadora var ein á báti. Hún var fædd í „höfuðborg hippanna“, San Fransisco árið 1878, og end- aði líf sitt í Nissa, 49 árum síð- ar. Nú fáum við bráðlega að sjá þessa furðulegu ævisögu á kvik- myndatjaldinu, og það er Van- essa Redgrave, sem leikur hið vandasama hlutverk. Það hefur verið sagt að Isadora hafi ætíð verið ein á báti og hún reyndi heldur ekkert til að eignast áhangendur. Hún var vön að draga úr hæfileikum sínum, þeg- ar einhver vildi hæla henni. „Eg er ekki einu sinni góð dansmær. Það eina sem ég hef áhuga á er Framhald á bls. 34. Vanessa Redgrave í leikhléi ásamr leikstjóranum, Karel Rcisz. 33. tbi. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.