Vikan


Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 33
Hláturinn Framhald af bls. 23. íbúð Söndru og Howards kynni að vera. Hann reyndi fyrstu lok- uðu dyrnar, sem hann kom að og gekk inn í það sem hann sá strax að myndi vera búningsher- bergi Sams Delafields. Skápur sem tók eina hliðina í herberginu stóð að hálfu opinn og skein í föt í tylftatali, kvöldklæðnaði, sport- jakka, endalausa röð af skóm. Herra Sam var heldur pjattaður. Það var simi á litlu borði í her- berginu. Peter var í þann veginn að ganga út úr herberginu aftur og leita að híbýlum Söndru, þeg- ar eitthvað kom honum einkenni- lega fyrir. Það var lyktin af tó- baksreyk. — Nýjum tóbaksreyk. Það voru engin merki um hann í búningsherberginu, hann hlaut að hafa komið í gegnum opnar dyrnar í hinum enda herbergis- ins, sem lágu annaðhvort inn í svefnherbergi herra Sams eða baðherbergi. Peter gekk að dyrunum og leit innfyrir- Svefnherbergi herra Sams lá fyrir framan hann. Reiðilegt urr kafnaði í hálsi Peters, á stóra rúminu lá Sandra endilöng með kreppta hnefana. Hún var í föl- bláum kvöldkjól. Augu hennar voru stór af skelfingu. í ösku- bakka á náttborðinu logaði í síg- arettu. —• Peter! hvíslaði hún .... Peter skálmaði að rúminu, þreif um handleggina á henni og kippti henni upp. — Peter, þú meiðir mig! — Þakka þú fyrir að ég háls- brýt þig ekki, sagði Peter. — Það leitaði enginn að mér hér, sagði hún. •—- Mig langaði bara ekki að koma niður í sam- kvæmið. Eg — ég vissi ekki... —• Þú lýgur, sagði Peter. — Allt andskotans pakkið hér í hús- inu vissi að þú ert hér. Þið ljúg- ið öll! Hversvegna, Sandra? Hún rykkti sér lausri og ekki gagntók hana. Hann gekk hraðstígur aftur fram í búningsherbergið. Hann tók upp símtólið og hringdi á lögreglustöðina- Kallið Macklyn lögreglufor- ingja up í radíóinu, sagði hann við afgreiðslumanninn, — og seg- ið honum að ég hafi fundið frú Delafield og hann verði að koma aftur til Delafield hússins, eins fljótt og hann getur. Hann gekk aftur inn í svefn- herbergið. Tárin voru þornuð. Stúlkan sat á rúminu, hafði dreg- ið hnén upp að höku, andlitið ná- fölt. — Allt í lagi Sandra, talaðu! sagði Peter. — Farðu Peter, sagði hún með einkennilega skrækri röddu. — Láttu þetta allt jafna sig án þín. — Fyrir guðs skuld Sandra, þetta er morðmál. Það er ekki til SOGUSAfN IIIICHCOCKS 10 SPENNANDI OG SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR Alfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik- myndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera: í því er fólgin hroll- vekjandi spenna með skoplegu ívafi. — Hit- ^chcock fæddist í Lond- on 13. ágúst 1899. Ilann honum ■ bauðst vinna við kvik- námið þegar stað á HH sijórn á örskömmum tíma og var fyrr en varoi kominn í hóp áhri ameslu Isikstjóra. Kvikmyndir og sjón- varpsþættir Ilitchcocks skipta hundruðum og mánaðarlega gefur hann út í geysistóru upplagi smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sög- urnar í þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu kostum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda. Fæst á næsta sölustað. HILMIR H.F. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK Harifiiatktiriir INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhhi- & ýtihurlir « □ VILHJALMSBON RANARGDTtl 1 ?. SÍMI 19669 að leika sér að. Hvað kom fyrir þig? Þorirðu ekki að segja mér sannleikann? Það sem þú leggur að veði er lífið! Þú átt ekki einu sinni hjónaband til að bjarga. Aðeins sjálfa þig. Allir í þessu andskotans máli eru brjálaðir lygamerðir, Sam Delafield vissi að þú varst hér, og frú Watson, Saki og stóri Joe. •—- Ég er ekki hrædd um sjálfa mig, Peter. — Gerðu það, farðu. — Þér er andskotans nær að vera hrædd um þig. Hvað ætlað- irðu að fara að segja mér þeg- ar sambandið rofnaði í símanum? — Ekkert merkilegt. Ég sá mann að nafni Christie í Country Club í gær, það er allt og sumt. Hann var í áhorfendahópnum. —■ Hvernig veizt þú að hann heitir Christie. Augu hennar stækkuðu en hún sagði ekkert. — Enginn hefur viðurkennt að vita það, sagði Peter- - Hver sagði þér nafn hans? Sam? Gamli góði Sam lýgur eins og laneþjálf- aður sérfræðingur allt kvöldið og sendir Watson og Saki að leita að þér. Hvað gerðu þau? Fóru þau upp, töldu upp að tíu, komu svo aftur niður til að segja að þú værir ekki hér? — Þau gerðu bara það sem þeim var sagt. Ég sagði þeim að segja að ég væri ekki heima. — Svo þau létu okkur senda eftir lögreglunni og tuttugu og fimm gesti út til að leita að þér. Hvernig gat Sam gamli hrætt þig til að haga sér svona? Allt í einu glenntust augu hennar upp. Hún bærði varirnar. Eitt andartak var eins og andlit hennar væri spegill, ósjálfrátt kastaði Peter sér á gólfið, velti sér til annarrar hliðarinnar og spratt upp, úti við vegginn. Stóri Joe Stanwiki stóð í dyr- unum. Hann hafði haldið um hlaupið á skammbyssunni sinni til að nota hana fyrir kylfu, nú sneri hann henni og miðaði beint á bringu Peters. — Það er sjálfum þér verst að vera með nefið niðri í hvers manns koppi, sagði hann. — Út með þig. Peter dró ört andann. Þessi fyrrverandi slagsmálahundur var ískyggilega ákveðinn á svipinn. Macklyn gat ekki verið langt undan. Hann ætti að hafa fengið skilaboðin núna. Hann hlyti að koma á hverri stundu og heimta að komast til Söndru. Peter hallaði sér upp að veggn- um. — Það sem þig Sam Delafield hafið á prjónunum núna Joe, borgar sig ekki. Byssan var fyllilega stöðugt. — Eg vil að þú komir niður í bílskúrinn með mér, félagi, sagði Joe. — Þar förum við í bíl saman og ökum burtu og þá getum við talað- — Talaðu hér, sagði Peter. Einhvernveginn vissi hann að Joe 33. tbi. VIKAN 83

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.