Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 9

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 9
Johnny Brousard liggur í hlóði sínu á gangstéttinni, kunningjar hans standa ráðalausir umhverfis. Eftir dauða Johnnys tóku nokkrir kunningja hans sér fyrir hendur að bctl'a peninga fyrir kransi að Ieggja á gröf hans. Maður er nefndur Lewis Tilley, doktor að nafnbót og prófessor við Kólóradó-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hafði fengið mikinn áhuga á lífi hippa og eftir að hafa virt þá fyrir sér heima fyrir brá hann sér yfir til Evrópu til að halda athugun- um sínum áfram þar. Sá sem ráðizt var á reyndist snar- ráðari, og það var Johnny sem féll. A fimmta degi dvalar sinnar í Ev- rópu Ijósmyndaði hann dauða ung- lings nokkurs úr flokki hippanna. Þetta gerðist í Amsterdam, höfuð- borg evrópsks hippadóms. Prófess- orinn stóð í glugga Krasnapolsky- hótels, en þaðan blasir við hið mikla hermannaminnismerki, sem borgar- búar eru mjög hreyknir af. Umhverf- is minnismerkið er að jafnaði krökkt af hippum, sem reykja hasj, rausa, liggja í dvala, eðla sig, hvað sem lögreglan segir. Prófessorinn tók nokkrar myndir af unga fólkinu við minnismerkið, en fíest af því virtist sofa þá stundina. Þeirra á meðal var ung- lingur í peysu og lágstígvélum. En hann var glaðvakandi, nýbúinn að loka augunum. Sjálfsagt hefur hann verið algjörlega grunlaus um að líf hans var á enda. Hann hét Johnny Brousard, nltján ára gamall. Andartaki síðar þegar prófessor- inn þóttist hafa myndað nóg, sneri hann sér frá glugganum. En í sömu svipan kom upp einhver ólga I hópn- um umhverfis minnismerkið. Tilley leit út aftur, og sá þá að Brousard lá í blóðtjörn, sem stækkaði óðum. Vinir hans stóðu ráðalaúsir umhverf- is. Prófessorinn tók fáeinar myndir i viðbót. Meira gat hann ekki gert. Lögreglan kom á vettvang og tók fastan tilræðismannmn, Menno að nafni, seytján ára að aldri. Við rann- sókn málsins kom í Ijós, að þeir Johnny voru kunningjar. Þeir höfðu um skeið búið saman í húsi, sem fé- lagshjálp borgarinnar hafði búið út með það fyrir augum að það yrði heimili fyrir hippana. Var tilgangur- inn með því sá að fá þá til að láta Johnny Brousard (örin bendir á hann) liggur hálfsofandi á götusteinunum. Andartaki síðar þaut hann upp með hníf á lofti. af lausingjalifi sínu og taka upp borgaralegri lífshætti. En þetta tókst illa. Sú skerðing á frjálsræði, sem fylgdi vistinni á heimilinu, átti illa við hippana, og illindi og erjur þeirra á milli áttu.sér oft stað. Þeir Johnny og Menno urðu þá óvinir út af stúlku að nafni Trudy, sem báðir sóttust eftir. Svo miklir óvinir að Johnny ákvað að drepa kunningja sinn. Lögreglumenn og hjúkrunarliðar iyfta hinum særða inn í sjúkrabíl, en hann dó á leiöinni á sjúkrahúsið. Sem hann lá við minnismerkið meðan prófessorinn tók myndir sín- ar úr hótelglugganum, beið hann færis, lést sofa, en fylgdist vandlega með Menno, sem var á leið framhjá. Þegar Menno var kominn á móts við hann, spratt Johnny upp með hníf á lofti. En Menno bar líka hníf á sér og hann varð viðbragðsfljótari, svo að það var Johnny sem féll. ☆ 37. tbl. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.