Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 50

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 50
Margaret stökk út úr bílnum, rétt í því að lestin nam staðar. Larissa hrópaði fyrir aftan hana að hún næði ekki af sér öryggis- ólinni, en hún anzaði því ekki og hljóp meðfram vögnunum þangað til hún fann hann. — Flýttu þér, kallaði hún. Hann hikaði ekki, greip tösk- una sína og flýtti sér út. — Hvað er að, Margie, hefur eitthvað komið fyrir Larissu? Og skyndilega var hann ekki gamall lengur, svolitið eldri út- gáfa af Ted, sem bauð upp á ör- yggi og stuðning. Hann lagði arminn um axlir hennar. — Segðu mér hvað er að, vina mín. Er það eitthvað al- varlegt? — Það er, — það er ekkert að, tengdapabbi. Hún brosti, en tárin runnu niður kinnar hennar. (Hvers vegna var hún eiginlega að gráta?). — Tengdapabbi . . . ég . . . Larissa . . . við getum ekki án þín verið. Við vonum að þú verð- ir svo góður við okkur . . . að koma með okkur heim aftur? Hún horfði á hann og það var angist í augnaráðinu. Ef Larissa hafði haft á röngu að standa? Ef hann vildi nú heldur búa hjá Ken.... — Vilt þú að ég koma heim með ykkur? — Já. En ef þú vilt heldur ... ég á við . . . Ken og Madge geta gert svo miklu meira fyrir þig, þau hafa betri ráð, meiri tíma til að sinna þér.... Larissa, sem loksins hafði náð af sér öryggisólinni, kom nú dansandi eftir brautarpallinum og fleygði sér um háls hans. Hann þrýsti henni að sér og leit á Margaret. — Enginn getur gefið mér nokkurn hlut, sem er mér dýr- mætari en það sem þið nú hafið gefið mér, Margie. En ert þú viss um að þú viljir í raun og veru fá mig til þín aftur? ífig get kann- ske orðið þér að einhverju liði, ég gæti.... Hún svaraði ekki, en stakk höndinni undir arm hans og leiddi hann að bílnum. — Ó, sagði hún og það var ekki laust við skjálfta í rödd- inni, — fyrst verður þú að lána mér peninga, svo ég geti hringt til Teds og sagt honum að þeir bræðurnir þurfi ekki að fara á brautarstöðina. Heldurðu að þeir verði mjög reiðir við mig? — Ken verður kannske svo- lítið vonsvikinn, en honum léttir örugglega vegna Madge, hann veit að hún vill ekki fá mig til sín. Ted fær aðeins einu sinni ennþá að vita að hann á svo fjandi góða konu. Margaret ætlaði að segja eitt- orði. Gamli maðurinn stakk pen- ingum í lófa hennar. — Flýttu þér nú, Margie, sagði hann rólega. — Ó, afi, ég hef svo margt að segja þér, sagði Larissa og hopp- aði í kringum hann. — Ég var heima hjá Desmond í dag og við lékum okkur í kofanum í trénu, og hann sagði að ég mætti koma líka á morgun. — Er það satt? sagði hann og lagði mikla áherzlu á orð sín. — Já, og mamma hans hefur bakað bollur með rúsínum og.... Dyrnar að símaklefanum féllu að baki hennar, svo hún heyrði ekki meira til þeirra. En þegar hún leit í spegilinn og sá tárvott andlit sitt, þá rak hún út úr sér tunguna framan í sjálfa sig, vegna þess hve heimsk hún hafði verið. En svo fór hún að hlæja, vegna þess hve hamingjusöm hún var. ☆ Fjarlægið naglaböndin á auðveldan hátt * Fljótvirkt * Hreinlegt * Engar sprungur * Sársaukalaust Hinn sjáltlylltl Cutipen gefur mýkj- andi lanolfn blandaSan snyrtilög, elnn dropa I einu sem mýkir og eyöir óprýSandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur óþrjótandi sjálfblek- ungur sérstaklega gerSur tll snyrting- ar. Hlnn sérstæSi oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndln svo aS negi- ur ySar njóti sfn. Engra pinna eOa bómullar er þörf. Cutipen er algjör- Iega þéttur svo aS geyma má hann i handtösku. Cutipen fæst f öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar á- fyiiingar. Cufápen Fyrir stökkar neglur biSjiS um Nutri- nall, vftamínsblandaSan naglaáburS sem seldur er f pennum jafn hand- hægum í notkun og Cutipen. UMBOÐSMAÐUR: J. Ó. MÖLLER & CO. KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK 50 VIKAN 37. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.