Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 42

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 42
FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ OÐINSTORG - SlMI 10322 að hagkvæm kaup gætum við gert í NSrbogade, þar væri mik- ið vöruval. En þegar þangað kom urðum við þó í talsverðum vanda staddir og það kannske ekki sízt vegna þess, hve margra kosta var völ. En nú eins og fyrr í þessu velheppnaða ferðalagi, höfðum við lánið með okkur. Þarna hittum við íslenzka konu, sem dvalið hafði í Danmörku í 40 ár. Hún var öllum hnútum kunnug og einnig mjög smekk- vís. Leiðbeindi hún okkur með öll innkaup vel og viturlega og bauð okkur að því búnu heim til kaffidrykkju. Kona þessi hafði gifzt ytra dönskum manni, sem Olaf hét. Eftir að hafa setið þarna í góðu yfirlæti snerum við aftur heim á hótelið þar sem við bjuggum. Öll var þessi ferð okkur hin ánægjulegasta. En einstök fannst okkur þó fyrst og fremst gest- risni og alúð þess fólks, sem við útlendir menn öllum ókunnugir nutum. Þegar heim kom keyptum við nokkur íslenzk loðskinn og send um þessu ágæta fólki sem ofur- lítinn þakklætisvott. En skinn eru sú vara, sem nýtur mikilla vinsælda erlendis. Hinni íslenzku konu átti ég síðar kost á að greiða dálítið fyrir. Hún var þá á ferð hér heima. Þ. M. Við vorum hræddari... Framhald af bls. 15 elsisvist. í Vestur-Þýzkalandi gerðu þeir ráð fyrir að sleppa með vægari refsingu. í von um að skapa sér framtíð í „hinu gullna vestri“ létu þessi átta ungmenni sig hafa það að grípa til ráðs, sem alls staðar er talið glæpsamlegt: flugvélarráns. En í Vestur-Þýzkalandi hafa flóttamenn frá ríkjum kommún- ista löngum verið vel séðir, svo að flóttafólkið vonaði að sá vestur-þýzki dómstóll, sem um mál þeirra fjallaði, myndi sjá í gegnum fingur við þau. Pörin fjögur voru frá smá- þorpi að nafni Ostrov rétt hjá Karlovy Vary, sem er í Súdeta- héruðunum og hét til skamms tíma Karlsbad. Þau höfðu þekkzt frá bernsku og unnið í sömu glerverksmiðjunni. Þeim þótti kaupið lágt miðað við verðlag; þau urðu enn að búa heima hjá foreldrum sínum og höfðu enga von um að fá eigið herbergi, hvað þá eigin íbúð. Svo að þau fór að langa vest- ur í auðvaldsheiminn. En landa- mærin höfðu verið lokuð frá sovézku innrásinni 1968. Og að skríða í gegnum gaddavír í myrkri og þoku með fjórar kon- ur og smábarn virtist ómögulegt. Það var ekki um annað að velja en loftleiðina. Karlmennirnir skipulögðu að- gerðirnar. Upprunalega var fyr- irhugað að fljúga á föstudaginn tuttugasta og níunda maí. Þau voru búin að kaupa miðana, en þegar til kom var svartaþoka í Karlovy Vary og fluginu var frestað. Flóttafólkið ók í öngum sínum heim; þau þorðu ekki að reyna að fá miðana endurgreidda af ótta við að allt kæmist þá upp. Miðarnir féllu því úr gildi. Til að afla sér nýrra miða seldu þau allt, sem þau gátu losað sig við: úr, skartgripi, útvarpstæki og bifhjól. Og áttunda júní kom- ust þau loksins á loft. Flugvélin stefndi nú á Núrn- berg, og Jiri, Rudolf og Jaro- slav stóðu vörð yfir flugmönn- unum frammi í stjórnklefa. Far- þegarnir voru nú farnir að jafna sig eftir hræðsluna, sem hafði gripið þá fyrst þegar þeir sáu skammbyssurnar. Sumir voru ekkert vondir út í flugvélarræn- ingjana. Maður nokkur sagði við Mariu: „Hefði ég vitað þetta, hefði ég tekið fjölskylduna með. Því miður get ég ekki notað þetta tækifæri." Stanislava sagði svo frá síðar: „Hinir farþegarnir voru allir ákaflega alúðlegir við okkur. Það leið ekki á löngu áður en okkur hvarf allur ótti. Við höfð- um óttazt að til illinda kæmi við áhöfnina, en menn okkar höfðu lofað okkur að skjóta ekki, hvað sem í skærist. Við vildum alls ekki særa eða drepa neinn. Ef flugmennirnir hefðu neitað að gera eins og við báðum, værum við nú fangar fyrir austan.“ Eftir tæprar klukkustundar flug lenti flugvélin á flugvellin- um við Nurnberg. Vestur-þýzka lögreglan tók þá karlmennina fjóra og Veru í sína vörzlu, af því að að þau voru vopnuð. Þau verða að svara til saka fyrir rétti. Maria, Eva og Stanislava fengu hins vegar að að fara frjálsar ferða sinna. Flóttafólkið hefur allt beðið um hæli sem pólitískir flótta- menn og gerir sér miklar vonir um framtíðina. „Fyrst ætlum við að græða dálítið af peningum og kaupa okkur svo litlar íbúðir," sagði Maria. ☆ 42 YIKAN 37- »i.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.