Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 15
Flugvélarán eru mjög í tízku um þessar mundir og eru stunduð í ýmsum til- gangi. Meðal annarra eru þar að verki pólitiskir flóttamann, sem telja sér ekki vært í ættlöndum sín- um. Þess liáttar ræningjar hafa rænt nokkrum austur- evrópskum flugvélum og komizt þannig lil Vestur- Evrópu. Hér segir frá einu slíku flugvélarráni. Maria Prohaskova, átján ára gömul starfsstúlka í glerverk- smiðju, var í sinni fyrstu flug- ferð og taugaspenntari en nokkru sinni fyrr á ævinni. Ekki var það þó af því að hún flaug nú í fyrsta sinn. Þessi snotri kven- maður leit ekki út um gluggann, heldur starði sem dáleidd á vís- ana á armbandsúri sínu. Hún skalf öll og titraði. Maria vissi að öll framtíð hennar var undir því komin, hvernig til tækist næsta klukku- tímann. Hjá henni sat eiginmað- ur hennar Josef, tuttugu og þriggja ára gamall; þau höfðu verið gift í rúman hálfan mán- uð aðeins. Hann lagði handlegg- inn róandi um herðar henni, en andlit hans sjálfs var gagntekið kvíða og spennu. Undir jakka- boðungnum hélt hann krampa- kenndu taki um skefti hlaup- víðrar skammbyssu. Flugvélin sem þau sátu í var tékknesk eins og þau sjálf, en að vísu keypt í Sovét, af gerðinni Iljúsjín 14. Hún hafði lagt af stað frá Karlovy Vary klukkan tuttugu og sex mínútur gengin í ellefu áleiðis til Prag, með tutt- ugu og fimm farþega og þrjá flugiiða innan borðs. Nú var úrið hennar Mariu orðið næstum hálfellefu. Flug- Vestur-þýzka lögreclan var tilbúin þegar vélin Icnti en handtók aðeins það af flóttafólkinu scm vopnað var. vélin var komin í tvö þúsund metra hæð og tók nú stefnu í suður. Stundin var komin. Maria dró súkkulaðipakka upp úr handtösku sinni og reif papp- írinn utan af titrandi fingrum. Þetta var merkið, sem ákveðið hafði verið að hún gæfi félögum sínum, þegar tími væri til kom- inn að hefjast handa. „Enga þvermóðsku, annars verður skotið!“ Fyrir framan og aftan Josef og Mariu sátu þrjú önnur pör, sem hugsuðu það nákvæmlega sama og þau: Vonandi komumst við heil á húfi vestur fyrir.... Stanislava, vinkona Mariu, sat með dóttur sína átján mánaða, Stanizku, í fanginu. Hún þrýsti barninu að sér, dauðhrædd. Josef dró upp skammbyssu og spratt á fætur. Samtímis stóðu einnig upp vinir hans Jiri, tutt- ugu og eins árs, Rudolf, tuttugu og fimm ára og Jaroslav, tuttugu og tveggja, allir líka vopnaðir skammbyssum. Þeir stefndu á Moracek flugstjóri tók þessu öllu saman með ró. „Okkur var rænt, en annars er allt í lagi,“ símaði hann til Prag. flugmannsklefann. Hurðin var læst, en Jiri braut hana upp með skrúflykli. Á meðan beindu Jos- ef og ein stúlknanna, Vera að nafni og nítján ára, skammbyss- um sínum að farþegunum. En farþegarnir sýndu engin andófs- merki. Þeir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið, og sama var að segja um flugstjórann, Bretislav Moracek, og aðra áhafnarmeð- limi þegar ræningjarnir gengu inn í klefann með skammbyssur á lofti. Ungu mennirnir sýndust hinir rólegustu, en það var langt frá því að þeir væru það í raun og veru. Jiri: „Góðan daginn, herrar mínir.“ Moracek: „Daginn, en hvað eiga þessar skammbyssur að þýða?“ Rudolf: „Við viljum komast til Vestur-Þýzkalands. Gerið svo vel að breyta um stefnu!“ Moracek: „Á þetta að vera sniðugt? Blessaðir, farið þið aft- ur í sætin og verið rólegir.“ Moracek sýndi engan lit á því að breyta stefnu flugvélarinnar í vestur. Þá setti Rudolf skamm- byssuhlaupið að gagnauga hans og breytti stefnunni sjálfur. Hann var i tékkneska flughern- um og kunni því eitthvað á flug- vélar. Jiri: ,,Ég vona að þið sýnið enga þvermóðsku. Ef þið gerið ekki eins og ykkur er sagt, verð- um við að skjóta!“ Reynt að leika á ræningjana Skammbyssurnar höfðu nú sannfært flugstjórann, en engu að síður reyndi hann að beita bragði: „Við erum heldur fátæk- ir af bensíni, megum við ekki alveg eins fara til Austurríkis?“ En ungu mennirnir þrír létu ekki hafa sig að fífli. „Nei, Vest- ur-Þýzkaland skal það vera.“ Þeir Jiri, Rudolf og Jaroslav gerðu ráð fyrir að Austurríkis- menn, sem leggja mikið upp úr því að vera hlutlausir, myndu framselja þá og stúlkur þeirra tékkóslóvakískum yfirvöldum, ef lent yrði við Vín eða Graz. Og í Tékkóslóvakíu var refsingin við flugvélaráni fimmtán ára fang- Framhald á bls. 42. Rudolf, kona hans og dóttir eftir vel- heppnaðan flótta. Vistin í vestræna frelsinu hófst með yfirheyrslum fyrir rétti. Hér eru Maria, Stanislava og Rudolf á leið í réttarsalinn. Rudolf situr undir dóttur sinni Stanizku. Flugvélin, sem rænt var, á flugvellinum við Nurnberg. Stanislava, Maria og Eva fengu að fara frjálsar ferða sinna þótt þær hefðu átt fulla hlutdeild í flugvélar- ráninu, og hér eru þær að spóka sig á götunum í Nurnberg og skoða í búðargluggana, sem sjálfsagt eru eitthvað kræsilegri þeim sem þær þekkja að heiman.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.