Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 40
Amsterdam .... Framhald af bls. 29 marmara, sem var reistur til minningar um frelsun landsins undan járnhæl Hitlers. Á hol- lenzku eru þeir sem halda til á torginu kallaðir Damslaapers, en „slaap“ er að sofa. „Slappararn- ir“ veita líka fúslega allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar þykja til að njóta lífsins í Amst- erdam, eins og til dæmis hvar er hægt að fá ódýrt hash, ódýrt herbergi og mat fyrir lítið — eða ekki neitt. Það er sennilega auðveldara að fá eiturlyf en mat í Amsterdam, en þó svo færi að neytandi væri tekinn, yrði lítið annað gert en að veita viðkomandi áminningu Ástæðan er sögð vera sú, að það taki því ekki að vera að dæma „krakkagrey" á lagabókstaf sem fljótlega verður numinn úr gildi. En yfirvöld í landinu leggja þess meiri áherzlu á að ná þeim sem selja ófögnuðinn, svo ekki sé talað um þá sem reyna að selja sterkari lyf en hash, til dæmis LSD. Eitt kvöldið gengum við um nágrenni hótelsins, og þá komum við að „Paradiso", sem er einn vinsælasti skemmtistaður borg- arinnar. Gifurlegur fjöldi af ung- mennum stóð fyrir utan og komst ekki inn, enda löngu orð- ið fullt. Við höfðum það þó af að komast upp að dyrunum, og fyrir innan blasti við stórt skilti uppi á vegg, þar sem það var auglýst, að hver sá sem staðinn vaeri að verki við að selja fíkni- lyf, yrði sendur öfugur út! Stað- ur þessi nýtur árlegs styrks frá borgaryfirvöldunum og nemur hann um 2.5 millj. íslenzkra króna. Ástæðan ku vera sú að það sé betra að vita af krökkun- um þarna en einhvers staðar úti við ýmiss konar óhæfuverk. Framkvæmdastjórn „Paradiso“ hefur látið prenta fjögurra siðu bækling, sem er nokkurs konar kennslubók í fíknilyfjaneyzlu, þar sem segir meðal annars að maður eigi aldrei að neyta efn- anna með fólki sem maður þekk- ir ekki og treystir ekki vel, og eins að það sé mjög mikilvægt að blanda aldrei lyfjum saman eða að taka nokkuð sterkara en hash og marijuana . . . það sé víst nó»u slæmt. Nú hafa borg- arvfirvöld í Amsterdam ákveð- ið að láta prenta bækling þennan í margföldu uDplagi og dreifa honum um landið. Allt í einu voru dyrnar að „Paradiso" opnaðar og maður nokkur rak höfuðið út. Við vild- um nota tækifærið og komast inn, en hann sagði staðinn lok- aðan. Á meðan við töluðum sam- an fann ég að einhver var að toga í ermina á jakkanum mín- um, og er ég leit við, um leið og dyrnar lokuðust, sá ég fram- 40 VIKAN 37- tbi. an í blíðlegt andlit, hálfhnlið i svörtu og hrokknu hári. Þetta var ungur Suður-Ameríkubúi, sem hafði verið að reyna að fá mig til að koma sér inn — hon- um hafði rétt áður verið hent út fyrir að selja hash. Eftir að ég hafði afþakkað dá- góðan skammt af „fíneríinu" fyrir 25 gyllini (1 gyllini er um 25 krónur islenzkar), tókum við tal saman. Hann sagðist selja fyrir „someone", en það gerði honum kleift að eiga fyrir mat öðru hvoru, og hashi handa sjálf- um sér. — Ég er búinn að vera i mörgum borgum, síðan ég fór að heiman, sagði hann. — Ég var í mörg ár í New York — það var hræðilegt. Jú, ég skemmti mér vel, en hver getur haldið söns- um í New York til lengdar? Svo ég fór þaðan — og nú er ég hér. Ég á engan að og enginn á mig. Kannske fer ég héðan á morgun — og kannske verð ég hér áfram. Ég veit það ekki. Mest af öllu langar mig til að vera uppi i fjöllunum, þvi maðurinn til- heyrir náttúrunni. Við bentum honum á að hann gæti áreiðanlega gert vitlausari hluti en að koma til íslends —• þar yrði hann þó að vinna í fiski, en þess á milli væri hægt að anda að sér fersku lofti, auk þess sem landið væri fallegt. — Það er alls staðar fallegt ef manni líður vel, svaraði hann. Við fórum og hann sneri sér að næsta manni — sem sá bonum fyrir fæði morgundagsins. Þarna fyrir utan „Paradiso" stóðu sölu- mennirnir í löngum röðum og buðu varning sinn. Lögreglu- þjónar keyrðu hjá í Volkswagen og hægðu ekki einu sinni á sér. Það var verið að sýna „HAIR“ í Amsterdam, en því miður tókst okkur ekki að komast á sýn- ingu. Ástæðan fyrir því að ég er að minnast á það, er þó sú, að í söngleiknum heitir eitt aðal- lagið „Hare Krisna . . og um götur miðborgarinnar mátti sjá strolla tvo eða þrjá menn íhóp, íklædda síðum, rauðleitum kyrtl- um og algjörlega krúnurakaða nema að þeir voru með örlítinn hárbrúsk í hnakkanum. Þeir klingdu bjöllum og söngluðu „ . . . hare krisna, hare krisna . . .“, um leið og þeir dreifðu miðum þar sem tilkynnt var að nýstofnuð hreyfing þeirra hefði hug á að koma upp bænahofi, og var skórað á fólk að láta eitt- hvað af mörkum renna. Hreyf- ingin ætlar sér að koma á jafn- rétti og bræðralagi um allan heim með því að kenna öllum að söngla „Hare Krisna ... “ — Satt að segja héldum við að mál- ið væri öllu flóknara. Betlarar eru víða og virðast lifa eóðu lífi. Ja. betl . . . varla er hægt að kalla þá betlara, þvi flestir reyna að gera eitthvað í staðinn fyrir þá peninga sem þeim áskotnast. Þeir standa á götuhornum og syngja eða koma keyrandi með stóra vagna sem framleiða óskapleg hljóð, er á að kalla tónlist. Síðan ganga þeir um á gangstéttinni og hringla baukunum. Nokkrir sitja á gangstéttinni og mála á hana eða selja muni sem eru framleiddir á staðnum, og flestir eru með skilti við hlið- ina á sér, þar sem er gerð ná- kvæm grein fyrir því sem pen- ingarnir eiga að fara í. Flestir eru bandarískir og blankir . . . en langar heim. Við gengum fram á stúlku sem sat og bjó til hálsfestar úr vír, virkilega skemmtilegir „skartgripir", enda gekk salan vel. Einn stóð upp við vegg og reyndi að selja upptrektar mýs, en þar sem áhugi almennings var takmarkaður stytti hann sjálfum sér stundir með því að leika sér að „dótinu sínu“. Annar gekk um og bauð, hárri raustu, til sölu tímarit, sem ber ekki óvirðulegra nefn en „SUCK“. Á forsíðunni stóð flennistórum stöfum að „Suck“ væri fyrsta evrópska sex-blaðið, og pilturinn sem stóð fyrir söl- unni lýsti fyrir okkur að meðal efnis væri „fuckability-test'! — Annað efni í blaðinu var eftir því, en þetta „test“ er með þeim einkennilegri sem ég hef nokkru sinni séð, og það er ábyggilegt að það fengist ég aldrei til að þýða — hvað þá að það fengist birt í íslenzku blaði, ekki einu sinni því sem hér er kallað „sorprit". Holland hefur lengi verið margklofið í fylkingar sem eru annaðhvort trúarlegar eða póli- tískar. Kommúnistar eru mjög áberandi, og ófeimnir við að viðurkenna hvar í flokki þeir standa, ólíkt skoðanabræðrum víða annars staðar. Helzta málgagn þeirra er „Rode Tri- bune“, og í því eintaki sem við keyptum var meðal annars harkaleg árás á Bernharð prins, en hann var þá nýlega kominn úr opinberri heimsókn til Indó- nesíu, sem laut hollenzkum yfir- ráðum til skamms tíma, eins og kunnugt er. Var hann í grein- inni ásakaður um að hafa uppi áform um að arðræna pesanta Indónesíu enn meira en gert er, en Bernharður hafði látið uppi við heimkomuna að í athugun væri að koma á laggirnar DAF- verksmiðju þar í landi. Eins og fyrr segir, kom ég frá Kaupmannahöfn til Amsterdam, og það vakti strax athygli mína hversu litið er látið með kónga- fólkið í Hollandi. f Kjöben mor- ar allt í myndum af þessu fólki og allir skapaðir hlutir eru „Kongelig"; þetta sér maður ekki í Amsterdam. Og til skamms tíma mun það hafa verið þann- ig að klámbúðir og bókmenntir voru ekki til í „borg hinna 500 brúa“, en nú hefur Mammon í kynfæralíki hafið innrás sína í landið. Maður hefur það á tilfinning- unni að unga fólkinu láti sér það lítið koma við — eldra fólkið umber allt — en túristarnir kaupa sóðalegar klámbækur, enda hefur sexmanían heldur betur gefið bæði Svíum og Dön- um erlendan gjaldeyri í aðra hönd. Þá var það annað sem vakti athygli mína í Amsterdam, og það ætla ég að vona að maður sjái aldrei hér á íslandi. Margir piltanna, drengir um tvítugt, voru með uppsett hár. Já, það hreinlega krullað, „túberað“ og síðan lakkað fínt eftir enn fínni greiðslu. Og ennþá skipti sér enginn af því, ekki einu sinni dömurnar sem létu sig hafa þessa náunga alveg jafnt og hina. Mér er sem ég sæi íslenzkar stúlkur viðurkenna svona lagað! Það fyrsta sem manni dettur í hug þegar maður heyrir minnzt á Holland, er sagan af litla drengnum í Haarlem, sem rak fingurinn í stíflugarðinn. f fram- haldi af því fer maður að hugsa umsíkin, og ef maður kemur til Amsterdam verður maður að gera eitthvað þar sem síkin koma við sögu. Flestir túristar fara hringferð með pramma og það sama gerðum við. Þessir prammar eru heldur ómerkileg farartæki að sjá, en um leið og maður kemur um borð breytist það heldur betur. Sá sem við fórum með var tveggja hæða; á „efri“ hæðinni var setustofa, ákaflega vistleg, og opið dekk, þar sem glumdi út dansmúsík, og á neðri hæð- inni var bar og danssalur. Fátt var af fólki í þessari ferð um- hverfis Amsterdam, svo við gát- um verið út af fyrir okkur svo að segja hvar sem var. Það var stórkostlegt að sitja úti í kvöld- svalanum og horfa á Amstelre- dam líða hjá; yfir á hægri bakk- anum mátti sjá einstaka sveita- bæ og vindmyllur, og maður ímyndaði sér að pramminn væri flott skemmtiferðaskip og að maður sjálfur væri ríkur millj- óner frá íslandi . . . nei, það fór nú alveg með drauminn! En það er eins víst og að þú ert þú, að Amsterdam verður mér alltaf eins konar draumur. Holland var endahnúturinn á flækingi mínum um 6 Evrópu- lönd, og samanborið við Amster- dam var all.t annað heldur leið- inlegt. Á þessum 70 samantengdu eyjum er nefnilega allt að ske og allt að fá fyrir svo til engan pening. í Amsterdam getur maður lifað svo gott sem á loft- inu. ó.vald.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.