Vikan


Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 10.09.1970, Blaðsíða 20
Svo blítt lætur veröld í Borgundarhólmi nú Grein eftir Þorstein Matthíasson Á eyjunni sáum við hvergi óræktaóan blett, og allt umhverfið var svo hirðu- samlega umgengið að einstakt má kalla. Hvergi sást bréfsnifsi á götu, þótt um hádag væri og á vinnudegi, og þó sáum við hvergi deili þess að sérstakir hreinsunar- menn væru að verki. Ferjan milli Kaupmannahafnar og Borgundarhólms. Rústir af gömlu fangelsi. Orðið Brimarhólmur hefur ekki látið vel í eyrum íslend- inga á umliðnum öldum og fáir, sem þangað kusu að leggja leið sína, enda sjaldan til fagnaðar farin. Sjálfsagt hafa margir lesið Jón Brynjólfsson ólst upp í Þingholtinu, nánar tiltekið í Halldórsbæ, sem nú er Berg- staðastræti 16. Til þess að geta virt fyrir sér örlítið stærri sneið af veröldinni en þá, sem séð varð af heima- hlaði, rölti hann ungur upp að Skólavörðunni og sá austur yfir Kringlumýrina, þangað sem áð- ur stóðu móhraukar bæjarbúa og niður að Rauðará. Hann sá mjólkurvagninn frá Hlíðarenda skrölta sunnan veginn og kýrnar á beit í Laufástúninu. Já, hann var stór þessi heim- ur. Sem fullorðinn maður vildi Jón þó skoða ögn meira en það sem séð varð úr Þingholtinu og af Skólavörðuhæð. Eg hef unnið hjá Reykjavíkur- borg í hart nær þrjá áratugi, og öll mín sumarleyfi hef ég notað til ferðalaga. Ég byrjaði að fara í hópferðum með Páli Arasyni og var þá matsveinn fyrir ferða- mannahópa, en svo fór ég til Á Borgundarhólmi. Guðmundar Jónssonar, fjallabíl- stjóra og með honum ferðast ég ennþá. Á öllum þessum ferðalögum hef ég verið maðurinn, sem sá um hressingu handa fólkinu væri þess þörf. Ég hef haft mikla ánægju af þessum ferðum. Þær hafa verið mér ómetanleg landkynning og einnig mannþekking, því að í þessum ferðahópum eru bæði innlendir og erlendir gestir. Skemmtilegra finnst mér að ferðast með íslendingum. Meðal þeirra ríkir meiri kátína og sam- ræðugleði. Sjónarmið erlendra manna virðist mér fyrst og fremst hin landfræðilega hlið ferðarinnar, en helzt sem þá skipti mjög litlu máli hvernig eða hverjir eru ferðafélagar. 20 VIKAN "7- tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.