Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 16

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 16
þurfum í rauninni að gera er bara að mæta og spila. Mér fmnst þarafleiðandi aldrei þreytandi á þessum hljómleikaferðalögum, heldur þvert á móti.“ - Hvernig kom það til að þú fórst að spila með eins frægum tónlistarmanni og Gary Burton aðeins 17 ára? „Það vildi þannig til að Gary heyrði mig spila baksviðs á jasshátíð og gekk til mín og spurði hvort ég væri til í að spila með honum og hljómsveit hans í einu lagi á þessari hátíð. Ég tók því að sjálfsögðu og var mjög taugaóstyrkur þar sem ég stóð á sviði, horaður unglingurinn, með spangir, og spilaði með manni sem ég hafði alltaf litið mjög upp til. Ég heyrði síðan ekki alls fyrir löngu upptöku af þessum hljómleikum og var ég vægast sagt hlægilegur. (hlær inni- lega) Gary bauð mér síðan að ganga í hljómsveit sína jafnvel þótt hann vantaði ekki gítar- leikara, við vorum reyndar 2 lengi vel, en ég held að það hafi verið af góðmennsku einni saman sem hann bauð mér að ganga í bandið. Kannski hefur það haft áhrif að Gary er sjálfur af svipuðum slóðum og ég og fékk svipað tækifæri og hann bauð mér á þessari sömu jasshátíð þegar hann var mjög ungur.“ - Þú spilaðir með honum í 3 ár og inn á 3 plötur, var það ekki ómetanleg reynsla fyrir þig? „Jú, ég lærði mikið af Gary og lít á hann sem minn læriföður. Hann skólaði mig mikið til og kenndi mér allt sem snerti tónleikahald og margt fleira. Hann gaf mér ótal tækifæri og studdi mig þegar ég vildi fara að stofna mína eigin hljómsveit. Ég ber mikla virðingu fyrirhonum.“ - Þið píanóleikarinn Lyle Mays hafið spil- að saman frá því að þú stofnaðir hljómsveit- ina j)ína, hvernig kynntust þið? „Ég heyrði fyrst spólu með honum meðan ég var enn að spila með Gary Burton og heillaðist mikið af honum. Síðan hlustaði ég ótal sinnum á hann spila í litlum klúbbum og var sannfærður um að þegar ég stofnaði mína hljómsveit yrði Lyle sá fyrsti sem ég hefði samband við. Þegar svo kom að því var hann á lausu og okkar samstarf hefur nú staðið í 10 ár.“ - Þið spiluðuð í Póllandi á síðasta ári, hvernig tóku pólskir áheyrendur ykkur? „Póllandsferðin var mjög eftirminnileg og pólskir áheyrendur eru þeir bestu sem ég hef spilað fyrir. Það fékk mjög á okkur að sjá hvað um er að vera þar og við áttum bágt með að skilja hvað þetta fólk, sem hefur orðið að líða miklar þjáningar, gat verið vingjarnlegt og broshýrt. Alls staðar þar sem við komum var okkur tekið opnum örmum og fólkið virtist aldrei ætla að geta þakkað okkur nógsamlega fyrir að spila. Þakklátari áheyrendum hef ég aldrei kynnst og ég er staðráðinn í að fara þangað aftur og þá að halda tónleika í hverri einustu borg þar. Við spiluðum svo að segja frítt þarna, en það var þess virði. Okkur var gefín pólsk mynt sem við gátum að sjálfsögðu ekki farið með úr landi. Þegar við nálguðumst landamærin stoppuðum við á sveitabæjum og í þorpum og gáfum peningana við mikinn fögnuð. Þetta hefur sjálfsagt litið út eins og þegar „The East meets the West“ en við gátum ekkert annað gert við peningana og til lítils hefði verið að afhenda þá brynvörðum her- mönnum við landamærin." - Eru fleiri hljómleikaferðir á döfinni hjá þér? „Ekki í bili. Þessi Japansför var sú síðasta um tíma og jafnvel allt að ári. Það bíða mörg verkefni eins og plötugerð og annað slíkt og við verðum allir uppteknir vel fram eftir ári.“ - Hvers konar verkefni bíða þín? „I febrúar-mars kemur út plata með mér og Charlie Haden ásamt Bill Higgins. Síðan mun koma plata með mér einum þar sem ég spila einn á gítar og synthesizer. Ég kem líka til með að spila inn á plötur hjá öðrum tónlistarmönnum og í sumar byrjum við að vinna að nýrri plötu hljómsveitarinnar og ætti hún að koma út næsta haust. Eins stendur til að við gerum plötu með David Bowie, í framhaldi af samstarfi okkar varð- andi Falcon and the Snowman, og svo bíða mín ýmiss konar tónlistarverkefni við kvik- myndir sem mér finnst spennandi viðfangs- efni.“ - Nú hefur þú samið tónlist við nokkrar kvikmyndir og sjónvarpsþætti með ekki ómerkari mönnum en til dæmis Steven Spiel- berg, hvernig kom það til að þú blandaðir þér í kvikmyndaiðnaðinn? „Ég hef alltaf haft gaman af kvikmyndum og lengi haft áhuga á að semja tónlist við kvikmyndir. Mér fannst ég bara ekki nógu hæfur í það því þetta er mikil og flókin vinna með margar tæknilegar hliðar, svo sem eins og tímasetningar og annað, næstum eins og stærðfræði. Ég fékk svo tækifæri til að vinna við og fylgjast með gerð myndarinnar Under Fire með Nick Nolte og fleiri í aðalhlutverk- um og var það ekki ósvipað því að fara í skóla. Þetta var fyrir um það bil 4 árum og nú langar mig mikið til að vinna meira með yngri leikstjórum, að öðrum ólöstuðum, og stefni að því. Mér finnst þetta mjög skemmti- legt því þarna fæ ég tækifæri til að vinna frjálst og ekki undir þessari „Pat Metheny“- pressu sem oft er. I mörgum þessara mynda spila ég ekki einu sinni á gítar.“ - Að síðustu, hvernig persóna er Pat Metheny? „Þetta er erfið spurning. Ef ég svara þessu strax er eins og ég hugsi mikið um það hvernig persóna ég sé en satt að segja þá geri ég það ekki. Það hefur verið sagt um mig að ég sé ófélagslegur, sem örugglega er til í dæminu. Ég er allavega lítill samkvæm- ismaður, fer sjaldan í fjölmenn samkvæmi ogleiðastþau. Ég býst við að ég hljóti að vera eigingjarn þar sem ég eyði svo að segja öllum mínum tíma í tónlist. Mér finnst gaman að trimma og hleyp venjulega 4 mílur á dag. Ég reyni að lifa heilbrigðu lífi og tel mig vera ham- ingjusaman mann.“ t 16 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.