Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 22
Umsjón: Hilmar Karlsson LÖGGULÍF ★ BADGE373 Lcikstjóri: Howard W. Koch. Aðalleikarar: Robert Duvall, Verna Bloom og Eddie Egan. Sýningartími: 111 mín. Robert Duvall leikur í Badge 373 Eddie Ryan, lögreglumann sem | þykir orðinn of ofbeldishneigður og eftir erjur við innflytjendur frá Puerto Rico, sem enda með þvi að ] einn þeirra „dettur" fram af þaki, er honurn sagt upp störfum. Ryan getur þó ekki setið lengi aðgcrða- laus og eftir að félagi hans í lögregl- unni er myrtur fer hann á stjá til að hafa uppi á morðingjanum, í | óþökk yfirvalda. í millitíðinni hefur hann kynnst konu einni sem hann býr hjá. Henni er ekkert um það | gefið að hann fari einn síns liðs í leit að morðingjanum, en Eddie kemst fljótt á slóðir morðingjans. Kemur í Ijós að félagi hans var I myrtur af samtökum Puerto Rico- manna sem eru að koma stórri | vopnasendingu heim til ættjarðar- innar þar sem uppreisn er í undir- búningi. Hefst nú mikill átakaleikur um stræti New York-borgar. Eddie er laminn í klessu af nokkrum | ungum hugsjónamönnunr. Hann er ekki fyrr búinn að ná sér en hann heldur aftur á kreik. Hann hefur nú komist að því hver ber ábyrgð- ina á morði vinar hans. Verður það blóðugt uppgjör. Badge 373 er ósköp þreytuleg | lögreglukvikmynd þar sem áhersl- an er lögð á ofbeldi framar öðru. Segir í byrjun myndarinnar að söguþráðurinn sé byggður á reynslu jrekkts lögreglumanns, Eddie Egan. Eddie þessi Egan leikur eitt aðal- hlutverkið í myndinni og hefur allt útlit fyrir að hafa verið harðskeytt lögga. Robert Duvall er ávallt eftir- tektarverður leikari og er það hann sem heldur þessari mynd uppi. An hans væri myndin ekki neitt. 22 Vikan 8. tbl. ÞAR SEM EKKI MÁ GERA MISTÖK ★★★ THE CHINA SYNDROME Leikstjóri: James Bridges. Aðalleikarar: Jack Lcmmon, Jane Fonda og Michacl Douglas. Sýningartimi: I22mín. The China Syndrome er áhrifa- I mikil og vel gerð kvikmynd um hugsanlegar afleiðingar af mistök- um eða göllum í kjarnorkuknúnum orkuverum. Rétt eftir að nryndin kom á markaðinn, 1979, skeði það að bilun varð í kjarnorkuveri í Bandaríkjunum og hafði það mikið að segja fyrir myndina þótt ekki hefði hún þurft slika auglýsingu. I Gæðin eru slík. Jane Fonda leikur sjónvarps- I fréttakonu sem fer með kvik- myndatökumanni, sem leikinn er af Michael Douglas, í kjarnorku- I ver eitt þar sem kynna á þeim starf- semina. Þegar þangað er komið I skeður eitthvað sem þau geta ekki hent reiður á. Allavega er það eitt- hvað alvarlegt. Þau eru flutt á brott í skyndi og sagt að allt sé í lagi þó I greinilegt sé að það er eitthvað að. Víkur nú sögunni niður i stjórn- I rúm kjarnorkuversins. Það er vakt- stjóri, sem Jack Lemmon leikur, er gerir sér grein fyrir að það munaði ekki miklu að kjarnorkuverið spryngi í loft upp og um leið hálf Kalifornía. Yfirmenn kjarnorku- versins reyna hvað þeir geta til að leyna sannleikanum en samviskan nagar vaktstjórann svo um munar. Eftir mikið sálarstríð telur hann að þjóðin eigi rétt á að vita hvað gerð- 1 ist og hefur sanrband við sjónvarps- fréttakonuna, en það er erfiðara I verk en haldið er i fyrstu að konra I þessunr upplýsingunr á franrfæri . . . The China Syndronre er geysi- I spennandi unr leið og upplýsinga- I gildi hennar er mikið. Sú hætta, sem Ifylgir kjarnorkuverum, er greini- lega meiri en almenningur er látinn vita um og er The China Syndronre Igott framlag i unrræður um slíkt. þótt skáldskapur sé í meginatrið' I um. MISHEPPNAÐUR UMBOÐSM AÐUR BROADWAY DANNY ROSE Leikstjóri: Woody Allen. Aðalleikarar: Woody Allen, Mia Farrow og Nick Apollo Forte. Sýningartími: 85 mín. Kannski er Woody Allen fremst- j ur leikstjóra í Bandaríkjunum um þessar mundir. Að minnsta kosti hefur hvert meistaraverkið af öðru komið frá honum að undanfömu. Broadway Danny Rose er næstnýj- asta kvikmynd hans og þótt ekki telji ég hana standa jafnfætis Zelig, sem Allen gerði næst á undan, þá | er hér um að ræða sérlega skemmti- lega kvikmynd sem er um margt| sérkennileg. Myndin byrjar á kaffihúsi einu i New York. Þar eru nokkrir gaman- leikarar samankomnir. Talið bersl [ fijótt að Danny nokkrum Rose sem hafði verið sá mislukkaðasti um- boðsmaður sem starfað hafði á I Broadway. Einn gamanleikaranna kveður sér hljóðs til að segja sögu | af Danny. Danny hafði eitt sinn tekið fall- andi stjömu upp á arma sina, eina ] af mörgum. I þessu tilfelli var það ítalskættaðursöngvari. Danny, sem lifir og hrærist með viðskiptamönn- um sínum, tekur að sér, þegar| söngvarinn fær loks gott tilboð, að koma með hjákonu hans svo húti I geti verið viðstödd. Það gengur ekki átakalaust. Áður en Danny veit af er hann hundeltur af mafíu- bófum er halda að hann hafi rænt stúlkunni frá bróður þeirra. Allt endar þetta vel. Söngvarinn slær í gegn og að sjálfsögðu segist hann þá þurfa nýjan umboðsmann sem geti potað sér áfram og Danny stendur enn einu sinni uppi með [ vonlausa skemmtikrafta á borð við búktalara sem stamar. Broadway Danny Rose er bráð- [ skemmtileg kvikmynd. Að vísu er hún dálitinn tíma að taka við sér en þegar hún nær flugi er það líka svo um munar. Woody Allen er hér í gamalkunnu gervi, sítalandi, taugaveiklaður og með milljón hugmyndir. Og aldrei hef ég séð ] Miu Farrow leika af slíkri snilld sem hún gerir hér. OLIK LÍFSVIÐHORF ★★★★ APASSAGETOINDIA læikstjóri: David Lean. Aðalleikarar: Judy Davis, Peggy Ascroft, James Fox, Victor Banerjee og Álec Guinness. | Sýningartími: 163 mín. Einn mesti snillingur kvikmynd- | anna, David Lean, hafði ekki gert kvikmynd í ein fimmtán ár þegar hann hóf tökur á Passage to India. Ástæðan fyrir þeirri löngu hvíld hans var aðallega hversu slæmar viðtökur Ryan's Daughter fékk á sínum tíma. Áður en hann gerði þá mynd hafði ferill hans verið ein sigurganga. í dag eru margar eldri myndir hans taldar meðal klassiskra kvikmynda. Aftur á móti rifu gagnrýnendur Ryan’s Daugh- ter í sig og áhorfendur létu sig | vanta. En gamli maðurinn hefur enn | einu sinni sannað ágæti sitt með sinni nýjustu kvikmynd, A Passage to India, sem er stórvirki í kvik- myndagerð. Þótt hún tapi eðlilega nokkru af gæðum sínum á sjón- varpsskerminum er hún engu að síður áhrifamikil kvikmynd um aðstæður á Indlandi í byrjun aldar- [ innar. Myndin fjallar um tvær breskar | hefðarfrúr sem heillast af indversk- um lækni sem er gæðin ein og vill öllum vel. Þær fara með honum til frægra hella í Indlandi. Bresku konurnar þola illa bergmál sem fylgir hellunum og sú yngri verður vitstola af hræðslu, flýr niður fjalls- hlíð, slasar sig á þyrnum og i ein- hverju kasti sakar hún indverska lækninn um að hafa nauðgað sér. Réttarhöldin setja allt á annan endann i bresku nýlendunni. En þegar unga hefðarfrúin tekur ákæru sína til baka snúa allir Bretar við henni baki, að meðtöldum unnusta hennar. A Passage to India er áhrifamikil mynd sem þrátt fyrir mikla lengd er ekki langdregin. Leikarar, hvort sem þeir eru breskir eða indverskir. eru upp til hópa mjög góðir, enginn samt betri en hin aldna drottning leikhúsanna í London. Peggy Asc- roft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.