Vikan

Tölublað

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 43

Vikan - 20.02.1986, Blaðsíða 43
I - segir Amy Engilberts sem numið hefur forn fræði ,,Ótal menningarskeið hafa mótað stjörnuspekina, þessa ævafornu speki, og margt í sambandi við hana er mjög áhugavert.“ Eftir Franziscu Gunnarsdóttur Myndir: Ragnar Th. i fylgd móður sinnar gekk ung kona eftir götu í Parísarborg og horfði forvitnum Iaugum á allt sem fyrir augu bar. Þetta var að sumarlagi, á ofanverðum sjötta áratugnum og hún var i París í fyrsta skipti. Og þama gengu þær, mæðgurnar, spjallandi um hitt og þetta. Sígaunakona steig skyndilega fram úr skúmaskoti og bauðst til þess að spá í lófa ungu konunnar. Spurulum augum leit hún á móður sína, ágæta í frönsku, sem kinkaði kolli, sagði dóttur sinni erindið og bauðst til þess að þýða fyrir báðar tvær. Sígaunakonan gaut kvikum, dökkum augum til beggja handa, greip lófa ungu konunnar og hóf lestur sinn, talaði leifturhratt. í lófanum kvaðst hún sjá hana vera barn foreldra af sitt hvoru þjóðerni; þau byggju á eyju; hún væri viðkvæm í lungum og ætti sér tvíburasystur; á 39 til 45 ára aldri myndu örlög hennar taka stakkaskiptum; mikið missti hún á þeim árum, meðal annars mann sinn skyndilega ... og svo framvegis. Áfram héldu þær för sinni, mæðgurnar, eftir götunni; götunni sem nú var önnur en áður ... en hvemig? Eitthvað í fari konunnar framandi hafði komið við kviku í sálu ungu konunnar okkar, sem reyndar hét - og heitir enn - Amy Engilberts. Amy gekk hugsi og spurði sjálfa sig; af hverju og hvernig veit hún þetta, þessi framandi kona? Hún Amy okkar áttaði sig bara dálítið of seint, og hver getur láð henni það? Sígaunakon- an reyndist ófinnanleg þrátt fyrir mikla eftir- grennslan og leit í því hverfi þar sem sú undar- lega kona hafði skotið upp kollinum - kannski eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Amy Engilberts, dóttir þeirra hjóna Tove og Jóns Engilberts, hins mikla listmálara, minnist þeirrar konu í dag sem manneskju er olli þátta- skilum, vakti forvitni, snerti dormandi strengi; minnist konu af fomum kynþætti; konu sem birtist og hvarf án fyrirboða og án skýringa; horfinnar konu. „Ég fór svo heim en tilviljun réð því að ég ákvað að fara aftur til Parísar til þess að læra frönsku og kynna mér franskar bókmenntir, ásamt franskri menningu," sagði Amy. „Þegar ég hóf nám í Frakklandi var það algjörlega gert á grundvelli áhuga á franskri tungu og menningu. Dulspekin og þættir hennar komu því máli ekkert við. Áhugi minn mótaðist einungis af þeim menningarviðhorfum sem ég hafði alist upp við í foreldrahúsum. - Raunar var pabbi alltaf mjög gefinn fyrir allt dulrænt, mýstík. Það hugarfar er að finna í öllum verkum hans. Þaðan, meðal annars, kemur dýptin, lífsgleðin, lotningin gagnvart lífinu í heild. Sömuleiðis voru flestir vinir hans dulrænt sinnaðir. Vikan 8. tbl. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.