Menntamál - 01.12.1946, Side 48

Menntamál - 01.12.1946, Side 48
182 MENNTAMÁL var það undirbúið í nánu samstarl'i við námsstjóra og fræðslumála- stjóra. — í stjórn sambandsins voru: Sigurður Gunnarsson, Jóhannes Guðmundsson og Jón Kr. Kristjánsson. Á námskeiðinu flutti dr. Mattbías Jónasson nokkur erindi um uppeldisfræðileg efni. Hann hafði einnig æfingar í meðferð gáfna- prófa með nokkrum kennurum. Guðmundur I. Guðjónsson, kennari í Reykjavík, flutti fyrirlestra um skriftarkennslu, en Jón J. Þorsteins- son, kennari á Akureyri, nokkur erindi um liljóðfræði í sambandi við byrjunarnám í lestri. Friðrik Hjartar, skólastjóri á Akranesi, kenndi réttritun og málfræði. Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, flutti erindi um skólaheilsufræði og æfði með kennurum svonefndar öndunaræfingar til notkunar í skólastofu. Frú Arnheiður Jónsdóttir, kennari í Reykjavík, leiðbeindi um handavinnukennslu og sýndi skólahandavinnu. l’h. Bögelund, skólastjóri frá Fredericia, flutti upp- eldisfræðileg erindi, Friðrik A. Friðriksson, prófastur í Húsavík, flutti erindi um kristindómskennslu, Snorri Sigfússon, námsstjóri, um fræðslulögin nýju og Hannes J. Magnússon, kennari á Akureyri, um samvinnu skóla og hcimila. Samband norðlenzkra barnakennara hélt aðalfund sinn á Laugum samtímis námskeiðinu, sem getið er um hér á undan. Voru umræðufundir á kvöldin eða kvikmyndasýn- ingar og annað, sem verða mátli til gagns og skemmtunar. Helztu málin, sem tekin voru fyrir á aðalfundinum, voru þessi: Uppeldisheimili fyrir vanga’f börn. Fundurinn taldi brýna þörf á „að stofna í landinu eitt fullkomið heimili fyrir vangæf börn“ og skoraði á „fræðslumálastjórnina að beita sér fyrir stofnun slíks heimilis." EndurskoÖun námsbókanna. Fundurinn leit svo á, að ýmsar kennslu- bækur barnaskólanna væru „orðnar mjög óhentugar og sumar ónot- hæfar með öllu." Benti hann á eftirtalin atriði: 1. Dýrafræðin er alltof yfirgripsmikil, enda að nokkru leyti samin sem lesbók. Tilfinnanlegur skortur er á hentugu yfirliti aftan við bókina. 2. Alger vöntun er á sögu tímabilsins frá 1874. Jafnframt er brýn þörf á endurskoðun og styttingu kcnnslubókarinnar. 3. Aðkallandi þörf er á nýrri kennslubók í líkams- og heilsufræði. 4. Lesefni vantar fyrir byrjendur til viðbótar við Gagn og gaman og í framhaldi af Jieirri bók. 5. Endurskoða þarf lesbókarflokkana, einkum með tilliti til þess, að efni þeirra styðji markvisst annað nám. Þá Jiarf að gefa út fyrirhugað heftj af 6, flokki,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.