Menntamál - 01.05.1952, Page 14

Menntamál - 01.05.1952, Page 14
52 MENNTAMÁL Magnússon cand. mag. í íslenzku og félagsfræði, Rútur Halldórsson B. A. í ensku, Finnur Einarsson í reikningi og dönsku og Sigurjón Kristinsson stúdent í sömu greinum og enn fremur Halldór Steinsen stúdent í bókfærslu. í verk- legum greinum: handavinnukennararnir Hólmfríður Krist- insdóttir og Svanhvít Friðriksdóttir kenndu báðar sauma- skap og þjónustubrögð og hin fyrr nefnda einnig vefnað, Kristjana Steingrímsdóttir, Kristín Þorvaldsdóttir og Kristín Kress kenndu matreiðslu, Marteinn Sivertsen kenn- ari og trésmiður kenndi trésmíði, Jón Gylfi Hinriksson vél- fræðingur kenndi málmsmíðar og vélvirkjun, Guðmundur Þorbjarnarson kennari og netjagerðarmaður kenndi sjó- vinnubrögð, Pétur Pétursson fulltrúi kenndi vélritun og Haraldur Ágústsson iðnskólakennari kenndi flatarteikn- un, bókband kennir Jón Jóhannesson handavinnukennari, bastvinnu kennir Guðrún Hafsteinsdóttir og leikfimi þau Kristjana Jónsdóttir og Kristján Benediktsson. Þennan fyrsta vetur deildarinnar hafa 109 nemendur stundað þar nám. Skiptast þeir á milli deilda sem hér segir: f sauma- og vefnaðardeild voru 48 stúlkur, í hússtjórnar- deild 20 stúlkur, í sjóvinnudeild 5 piltar, í trésmíðadeild 15 piltar og í járnsmíðadeild 21. Þátttaka í frjálsa náminu var á þessa leið: í vélritun 74, í bókfærslu 32; í bastvinnu 16; í bókbandi 15. Nú hefur verið gerð athugun á því, hversu margir nem- endur 2. bekkjar hafi hug á að sækja um inntöku í deild- ina á hausti komanda. Reyndust það vera 198. Auk þess má búast við, að einhverjir þeirra, sem hafa áður lokið unglingaprófi, vilji komast þar að. Þá er svo að heyra á þeim nemendum, sem sóttu skólann í vetur, að þeir ætli sér að halda áfram næsta vetur. Benda því allar .líkur til þess, að þessi deild verði þegar á fyrstu árunum einn af fjölmennustu framhaldsskólum landsins. Verður því varla sagt með sanni, að stofnun hennar hafi verið ófyrirsynju. Á, H,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.