Menntamál - 01.05.1952, Síða 18

Menntamál - 01.05.1952, Síða 18
56 MENNTAMÁL allra uppeldisstofnana (barnaheimila, barnaspítala eða hvaða nafni sem þær nefnast). Á öllum slíkum stofnunum þarf hvert harn að hafa sömu fóstruna, sem gengur því í móður stað, jafnvel þótt það sé þar aðeins um stundar- sakir. Flutning barna milli barnaheimila eða annarra heimila, eins og nú tíðkast of víða algerlega að óþörfu, ber að forðast. Ef ekki er hægt að koma munaðarlausu barni í fóstur skömmu eftir fæðingu, svo að hafa verður það í vöggustofu, ætti að kappkosta að koma því þaðan til fram- tíðaruppfósturs, svo að úr því geti það alizt upp á sama heimilinu. Að því er tekur til uppeldisheimila, er langbezt, að þau séu lítil og sem líkust venjulegu heimili, þar sem börn á ýmsum aldri (af báðum kynjum) alast upp. Skal bent á það, að hér er heppilegasti hátturinn sá að gera barngóð- um hjónum eða konu kleift að taka nokkur börn í fóstur. Virðist þetta vera langbezta leiðin, þegar heilbrigð börn eiga í hlut. Þetta þýðir þó ekki, að barnaheimili eigi að leggja al- veg niður. Sum líkamlega og andlega vanheil börn eru bezt komin á stofnunum, svo sem fávitar. Börn verður stundum að vista í sjúkrahúsi eða heilsuhæli sakir veik- inda. Suma afbrotaunglinga og geðveil börn getur reynzt örðugt eða ómögulegt að vista á einkaheimilum. Þá hefur komið fram, þegar vista verður barn (eða ungling) utan heimilis, að afaráríðandi er, að það hafi sem allra nánast samband við foreldra sína eða ættmenni og þau heimsæki það eins oft og við verður komið, jafnvel þótt um mjög gallaða foreldra sé að ræða. Flest bendir til þess, að það sé alröng og hættuleg stefna, sem víðast er tíðkuð, að banna annað hvort foreldrum alveg að heim- sækja börnin eða þá að leyfa heimsóknir mjög sjaldan og stutt í einu. Engin veit, hvílíkt tjón og þjáningar slíkir hættir hafa bakað börnum Þótt svo mikil áherzla sé lögð á meðferð barnsins í

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.