Menntamál


Menntamál - 01.05.1952, Qupperneq 28

Menntamál - 01.05.1952, Qupperneq 28
66 MENNTAMÁL Margir íslenzkir kennarar þekkja Sjöholm frá veru hans hér og sumir hafa heimsótt hann og hlustað á kennslu hjá honum. Þeir munu eflaust allir hugsa til hins síunga öld- ungs á þessum tímamótum hans með hlýhug, þakklæti og virðingu. J. B. J. Danskir kennarar Eins og kennurum er kunnugt, fóru 10 íslenzkir kennar- ar í heimsókn til Danmerkur s. 1. sumar. Þeir íslenzkir kennarar, er þátt tóku í þessari för, létu framúrskarandi vel yfir för sinni og rómuðu í hvívetna gestrisni og alla fyrirgreiðslu danskra stéttarsystkina. íslenzku kennarasamtökin hafa nú boðið hingað heim 10 dönskum kennurum, og hefur boðið verið þegið, og munu Danirnir koma hingað til lands 16. júlí n. k. Dönsku kennararnir munu dvelja um 3 vikna skeið í landinu. Þeir munu dvelja í Reykjavík fyrstu vikuna, fara í ferðalag með íslenzkum kennurum (sennilega til Kerl- ingafjalla), en síðan dvelja þeir meðal íslenzkra kennara úti á landi í viku til 10 daga. Þeir kennarar, er hafa möguleika á því að aðstoða kenn- arasamtökin í þessu efni, svo dvöl dönsku kennaranna geti orðið þeim til ánægju og íslenzkum kennurum til sæmd- ar, eru vinsamlega beðnir að gera stjórn kennarasamtak- ana viðvart hið fyrsta. Kennarasamtökin njóta aðstoðar stjórnar Norræna- félagsins, en Norrænufélögin í Danmörku og íslandi standa að þessum gagnkvæmu kennaraskiptum. A. K.

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.