Menntamál - 01.05.1952, Page 31

Menntamál - 01.05.1952, Page 31
MENNTAMÁL 69 FRIÐRIK HANSEN LÁTINN. Friðrik Hansen var fæddur að Sauðá í Skagafirði 17. jan. 1891. Foreldrar hans voru Christian Hansen (dansk- ur) og Björg Jóhannesdóttir frá Garði í Hegranesi. Friðrik lauk kennaraprófi 1915, réðst síðan kennari að Barnaskóla Sauðárkróks og gegndi því starfi æ síðan. Friðrik lét félags- mál Sauðárkróks mjög til sín taka, var t. a. m. oddviti hreppsnefndar um 12 ára skeið. — Friðrik var orðlagt glæsimenni. Farast Pálma Hannessyni rektor meðal ann- ars orð um hann á þessa leið í minningargrein í Tíman- um 8. apríl s. 1. „Hann var glæsilegur maður, gáfaður og fjölhæfur, en viðmótið allt svo aðlaðandi, að hyggjur manna hlutu að hníga til hans. Hann laðaði menn ósjálf- rátt til fylgis við málstað sinn, beitti aldrei harðræði, skiln- ingsgóður á kjör manna, einkum þeirra, er ekki máttu sín mikils. Vegna þessa var hann jafnan einn helzti forustu- maður á Sauðárkróki.“ Friðrik Hansen var tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Jósef- ína Erlendsdóttir, lézt 1937. Varð þeim 8 barna auðið. Síðari kona hans, Sigríður Eiríksdóttir, lifir mann sinn ásamt 4 börnum þeirra. Friðrik lézt í Landspítalanum 27. marz s. 1.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.