Menntamál


Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 41

Menntamál - 01.12.1966, Blaðsíða 41
MENNTAMÁL 247 áðan var gert um frásögn. Þó er nauðsynlegt að virða þar sem endranær regluna um þrískiptingu ritsmíðar í upphat', meginmál og niðurlag. Upphaf lýsingar ætti að miða að því að skapa breiða mynd af viðfangsefninu með stuttum málsgreinum og ein- földum orðum, þar sem það er bezta leiðin til að gefa les- andanum nægilega almenna hugmynd um efnið. í þessari almennu mynd kemur fram þungamiðja eða meginhug- mynd lýsingarinnar. Hugsum okkur að nemandi eigi að lýsa heimsókn í Þjóðminjasafnið. Hann byrjar þá á því að ákveða meginhugmynd ritgerðarinnar og kemst t. d. að þeirri niðurstöðu, að hún skuli vera „margbreytni sýningar- gripanna“. Þá segir hann frá inngöngu sinni í safnið og hvernig margbreytni sýningargripanna gerir hann í fyrstu ráðvilltan, unz hann ákveður að skoða aðeins nokkurn hluta safnsins að þessu sinni, en hann þeim mun betur. í meginmáli ritgerðarinnar er grundvallarhugmynd henn- ar styrkt með sérstökum lýsingum einstakra atriða. I dæm- inu sem minnzt var á, gæti nemandi skýrt frá þeirri ákvörð- un sinni, að skoða einungis þá sali Þjóðminjasafns sem geyma ýrnsar greinar alþýðulistar: tréskurð, silfursmíði, vefnað, útsaum. Hann lýsir þessum sölum, Vefjarstofu og Amtmannsstofu, almennri niðurröðun sýningargripa, því andrúmslofti, sem hann skynjar, að þeim fylgir. Hann lýsir einstökum gripum, sem vekja sérstaka athygli hans. í meg- inmáli má neyta stílbragða í hófi til að lífga meir lýsing- una; samanburð og andstæður má þar nefna til; hann gæti t. d. bent á andstæðuna milli hinna listrænu handíða fyrri alda og fjöldaframleiðslu nútímans. I niðwlagi er aftur lögð áherzla á meginhugmynd rit- gerðarinnar og þá helzt þannig, að varpað sé á hana ein- hverju nýju ljósi. Oft fer vel á því, að niðurlag lýsingar falli saman við umskipti í náttúrunni: ský dregur fyrir sólu, storm rekur á, regnhryðja ríður yfir. Dagsetur kemur lýs- ingarhöfundi ósjaldan að gagni. í áðurnefndu dæmi gæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.