Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.12.1978, Blaðsíða 4
* Ovenjulegt brúðkaup Jóhannes Ólafsson segir frá Arba Minch, 27. 9. 1978. Kæru kristniboðsvinir. Fimm ár eru liðin, síðan við sett- umst að hér í Arba Minch, þá til þess að skipuleggja og koma á stofn sjúkrahúsinu hér í bæ. Margt hefur breytzt á þessum árum. Það finnum við nú, þegar við setjumst að hér aftur eftir nær þriggja ára fjarveru. Við erum flutt inn í sama húsið og við höfð- um. Mjög vingjamlega var tekið á móti okkur. Þrátt fyrir áróður- inn gegn heimsveldisstefnu, erum við engan veginn látin gjalda þess, að við komum frá vestrænu landi, heldur finnum við fremur, að litið er á okkur sem vini. í stjórnmálarótinu hafa að vísu nokkrir af vinum okkar misst trúna og fjarlægzt okkur. Sumir hafa jafnvel lent í fangelsi af sömu sökum. Við söknum nokkurra af okkar beztu vinum úr hópi trúaðra. Afskipti þeirra af stjórnmálum hafa dregið þá burt frá samfélagi trúaðra. Þeim mun gleðilegra er að sjá kirkjuna fulla á sunnudögum. Mest er þetta ungt fólk, sem vitn- ar um afturhvarf og endurfæð- ingu til lifandi samfélags við Drottinn Jesúm. Það hefur verið dýrmæt reynsla að mæta þessu fólki og eignast nýja vini. Okkur var boðið í brúð- kaup s.l. sunnudag. Brúðguminn er kennari við ríkisskólann í bæn- um. Þótt kynni okkar við hann séu stutt, er ekkert óeðlilegt við það, að okkur skyldi boðið. Sam- kvæmt sið landsins er mörgum boðið, því að brúðkaup er mikil hátíð. Þá er ekkert til sparað. En þetta var einstakur atburð- ur. Við höfum verið í brúðkaup- um í þessu landi og víðar, en aldrei höfum við orðið jafnsnortin og glöð. Þetta var kristin hátíð, þar sem allt var látið þjóna þeim tilgangi, að vitna um kærleika Guðs, sem einnig er grundvöllur alls kærleika manna á milli. Ég veit ekki, hvort mér tekst að lýsa áhrifunum, sem við urðum fyrir. Það var margt sem stuðlaði að þvi að gera þetta að einstökum at- burði: Umhverfið, veizlufólkið, söngurinn, vígsluathöfnin, ræð- urnar. Veizlan var haldin á kaffihúsi í bænum. Klukkan 6 að kvöldi átti hún að byrja, og þá komu flestir gestirnir, en brúðguminn, brúður og fylgdarlið þeirra komu klukku- tíma of seint, enda hafði brúðgum- inn og brúðarsveinar hans sótt brúð- ina frá Kambata, sem er 200 km héðan. Á meðan beðið var eftir þeim, var sungið. Þarna voru tveir kór- ar, annar úr okkar kirkju, en hinn úr Múllu Wongel kirkjunni. Þegar brúðhjónin komu, stilltu kórarnir sér upp eins og heiðursvörður og sungu kristna lofsöngva. Þetta var allt mjög frábrugðið þeim brúðkaupum, sem við höfð- um verið við áður. Oftast höfum við ekki séð brúðhjónin, heldur koma menn, setjast við borð, borða og læðast svo út, án þess að heilsa né þakka fyrir sig. En hér var dag- skrá, tilgangur með samverunni frá upphafi til enda. Á veggjunum héngu skrautrit- aðir ritningarstaðir. Höfðu þeir hengt þetta yfir áróðursskjöl, sem héngu fyrir á veggjunum, áróðurs- skjöl með hamri og sigð, kreppt- um hnefum, ,,red terror“ og öðru því líku. Yfir sæti brúðhjónanna var skrifað stórum stöfum: „Hjóna- bandið er heilagt“. Áður en matur var borinn inn, var enn sungið, og sá, sem stjórn- aði samverunni, tók það fram, að mörgum viðstöddum mundi þykja þetta óvenjuleg brúðkaupsveizla, en hann sagði, að það væri ósk brúðgumans og vina hans að lofa Guð á þessum degi, því að það að eiga miskunn Guðs, fyrirgefningu syndanna og fullvissu um að vera Guðs barn gæfi lífinu gildi. Sá dag- ur kemur, að allir menn verða að viðurkenna, að Guð er lofsamleg- ur, sbr. Fil. 2,11: „Hver tunga skal viðurkenna, að Kristur er Drottinn, Guði föðu'r til dýrðar.“ Við teljum okkur sæl, að hafa nú þegar byrjað og syngja þennan lof- söng. Að baki margra söngvanna ligg- ur eflaust djúp reynsla. Við finn- um og heyrum á vitnisburði þessa trúaða fólks, að það hefur orðið að berjast fyrir trú sinni. í ein- um söngnum segir á þessa leið: 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.